Skólabækurnar kostuðu 60 þúsund

Jóhanna og Svali fluttu til Tenerife um síðustu áramót.
Jóhanna og Svali fluttu til Tenerife um síðustu áramót.

„Hola amigos. Orðið dálítið síðan frá síðasta pistli og löngu kominn tími til að uppfæra ykkur um gang mála. Hér hefur lífið gengið sinn vanagang, strákarnir allir komnir í skólann og það verður að viðurkennast að við tókum fagnandi á móti rútínunni,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er kallaður, í sínum nýjasta pistli: 

Það var gestkvæmt í sumar og því allt sem hét regla var löngu horfið. En núna eru þeir allir í skóla og því smá næði sem við fáum í að vesenast og vinna á meðan þeir eru þar. Sá stutti, Siggi, byrjaði í skólanum 10. september og líkar bara mjög vel. Við höfðum kviðið því dálítið að fara með hann í skólann þar sem hann er búinn að vera einn með okkur hér eftir að við fluttum.

Það voru tvær dálítið strembnar vikur þar sem hann vildi alls ekki ganga inn um  hliðið í skólanum. En það lagaðist hægt og rólega og nú kyssir hann mann bara bless og hleypur inn. Held að það hafi tekið meira á okkur en hann sjálfan, þetta er svo allt öðruvísi en heima á Íslandi.

Við megum ekki stíga fæti inn á skólalóðina þannig að maður þarf svona að skúbba honum inn fyrir hliðið og hvetja hann svo að fara í röðina sína fyrir utan rimlana. Við heyrðum svo hjá honum í vikunni í fyrsta sinn þar sem hann útskýrir eitthvað sem hann var að gera í skólanum á spænsku. Sagði okkur frá bolta sem hann var að leika sér með „belota“. En það verður að viðurkennast að við erum búin að taka lengri tíma í að komast í rútínu en ég reiknaði með. Svona hlutir eins og að æfa reglulega, fara í búðina á föstum degi og fleira í þeim dúr. En það er kannski líka út af því að hér er allt svo nýtt fyrir okkur þannig að það er engin rútína í neinu. En það kemur nú sennilega með tímanum. 

Skólinn hófst hér 10. september og þurftum við núna að kaupa allt efni fyrir skólann. Það er ekki gefins hér get ég sagt ykkur. 60 þúsund krónur sem það kostaði að kaupa bækur og ritföng fyrir drengina. Þetta er í rauninni fyrsti alvöruskólaveturinn þeirra hér því í fyrra fengu þeir engar bækur og voru bara svona í einföldu efni í skólanum. En nú er þetta allt annað og nóg að bókum fyrir þá að glugga í. Fáum oft spurninguna, eru þeir sáttir? og svarið er stundum, ekki alltaf. En það er bara eins og gengur og gerist. 

Vita framlengdi við mig vinnuna út apríl 2019 og má því segja að það sé í nógu að snúast hjá mér og okkur þennan veturinn. Vinn fyrir Vita og er að koma fyrirtækinu mínu á koppinn í leiðinni og sýsla alltaf með fleiri fasteignir fyrir Íslendinga. Jóhanna mun fara meira í það núna næstu misserin, ætlum að aðstoða fólk við fasteignakaup hér á eyjunni í samstarfi við íslenskt fyrirtæki. Þannig að það er eitt og annað í kortunum þessa dagana. Þannig að ef við erum spurð hvenær við ætlum að koma heim aftur að þá er ómögulegt að svara því. Erum sem stendur bara ekkert að hugsa um það, svo margt sem þarf að klára hér fyrst. 

Við skutumst heim í ágúst, ég stoppaði í viku en restin af genginu í þrjár vikur. Það var fínt að koma aðeins heim og heilsa upp á vini og vandamenn. Fannst skrítið að koma heim til Íslands og eiga ekkert þar, enga íbúð, engan bíl og svo þar fram eftir götunum. Strákarnir kíktu í skólann heima og fannst það frábært. Gaman að hitta alla og segja frá ævintýrinu og slá jafnvel um sig á spænsku. Það góða við að þeir fóru í skólann heima var að þeir áttuðu sig á því að það var alveg jafnleiðinlegt í skólanum á Íslandi og hér úti. 

Svo fékk ég athyglisverðan póst um daginn frá hagstofunni. Það er verið að fetta fingur út í það að ég sé með lögheimili á Íslandi en búi hér. Ég sótti um búferlaflutning þegar við fórum en það kannski telur ekki, lögheimilið var kannski meira hugsað bara til að fá póstinn sinn sendan eitthvað. En eitt sem mér finnst merkilegt er að ég má ekki vinna hér á íslenskum launum nema í sex mánuði á ári. Þarf sem sagt að vera hálft ár heima á ári til að mega vinna á íslenskum launum. En hversvegna það, ef ég vinn á íslenskum launum og borga skatta og skyldur á íslandi, er þá ekki bara frábær kostur að hafa mig úti því ekki nota ég neitt af því sem ég borga skatt í. Hefði haldið það væri kannski frekar spænska ríkið sem ætti að krefja mig um að borga skatt hér en ekki íslenska ríkið að banna mér að borga skatta heima ef ég bý ekki þar.

Við fluttum í nýja íbúð í ágúst, þriðja íbúðin síðan við komum út. Við fáum alla veganna að vera hér í ár núna en líkur á að við getum gert svo 3 ára samning næst. Við fluttum úr Los Cristianos og yfir í Las Americas. Við erum aðeins nær kraðakinu en íbúðin er fín og nóg af krökkum hér fyrir drengina að leika sér við. Höfum reyndar aðeins lent í barningi við kakkalakka. Það skal ég fúslega  viðurkenna að mér er illa við þá, mein illa við þá. Gera manni svo sem ekki neitt en þeir eru bara svo ófrýnilegir. En eftir flutninginn áttar maður sig líka á hvað bíllinn er óþarfur í bænum. Ég fer allra minna ferða í vinnunni á rafmagnshlaupahjóli og það er algjörlega geggjað. Bara þvílíkur lúxus að þurfa ekki að fara allt á bílnum. 

Varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að vera með í sjónvarpsþáttunum Ný sýn sem verða sýndir núna á næstunni í Sjónvarpi Símans. Tókum upp viðtal á Íslandi og hér á Tenerife. Er aðeins að stikla á því hvernig stóð á flutningnum hingað og fleira. Verð bara að viðurkenna að ég er mjög spenntur að fá að sjá þáttinn. Held að hann verði í byrjun nóvember. Kemur mér alltaf jafnmikið á óvart hvað fólk er til í að fylgjast með okkur hér.

En annars er bara nokkuð gott af okkur að frétta, lífið gengur sinn vanagang hér eins og annars staðar. Aðeins farið að kólna núna sem betur fer, búið að vera afar heitt síðan í sumar. Í næsta pistli er ég að vonast til þess að geta útskýrt almennilega fyrirtækið sem ég stofnaði hér í samstarfi við tvo aðra. En þangað til þá, bestu kveðjur frá Tenerife.

SnapChat : Svalik

Instagram: svalikaldalons

mbl.is

Svona býr einn frægasti arkitekt í heimi

18:00 Einn frægasti arkitekt í heimi, Frank Gehry, flutti nýverið í nýtt hús enda níræður. Húsið er þó ekki hefðbundið frekar en annað sem Gehry kemur að. Meira »

Svona undirbýrðu húðina fyrir stóra daginn

14:00 Flestir vilja líta sem best út á brúðkaupsdaginn en gott er að byrja með góðum fyrirvara að hressa upp á húðina og hárið til að fyrirbyggja öfgar stuttu fyrir stóru stundina. Meira »

Hvað þarftu að eiga til að geta keypt?

11:00 Það getur verið snjallt að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að brúa bilið í fasteignakaupum. Með smá aga og góðri yfirsýn ætti flestum að takast að spara fyrir innborgun á nokkrum árum. Meira »

Armbeygjurnar sem koma Hudson í form

05:00 Leikkonan Kate Hudson gerir armbeygjur sem fær fólk til að svitna við það eitt að horfa á hana framkvæma þær. Þjálfarinn kallar æfinguna nöðruna. Meira »

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

í gær Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

í gær „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

í gær Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

í gær Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »

Vertu í þínu pínasta pússi um páskana

í fyrradag Óþarfi er að kaupa nýjan fatnað fyrir páskahátíðina. Fylgihlutir geta verið það eina sem þarf til.   Meira »

Þetta ljúga konur um í kynlífi

20.4. Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »

Arnar Gauti mætti á nýja staðinn í Mosó

20.4. Blackbox opnaði nýjan stað í Mosfellsbæ og áður en staðurinn var formlega opnaður mættu Arnar Gauti, Ásgeir Kolbeins, Jóhannes Ásbjörnsson, Hulda Rós Hákonardóttir, Skúli á Subway og fleiri til að smakka. Meira »

Þetta er hollasta fitan sem þú getur borðað

20.4. Krabbamein er algeng dánarorsök sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í Miðjarðarhafslöndum er í hlutfallslega minni hættu á að fá krabbamein og sumir hafa getið sér þess til að ólífuolía hafi eitthvað með þetta að gera. Meira »

Klæddu þig upp á í kjól um páskana

20.4. Ljósir rómantískir kjólar eru í tísku þessa páskana. Gulur er að sjálfsögðu vinsæll litur á þessum árstíma. En fleiri litir koma til greina. Meira »

Andlega erfitt að grisja og flytja

20.4. Listakonan Anna Kristín Þorsteinsdóttir hefur enga tölu á því hversu oft hún hefur flutt um ævina en síðustu tíu árin hefur henni þó tekist að skjóta rótum á sama stað. Meira »

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

19.4. Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

19.4. Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »

Maja heldur kolvetnalausa páska

19.4. Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Meira »

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

19.4. Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

19.4. Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

18.4. Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

18.4. Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »