50 ára og í besta formi lífsins

Ljósmynd/Friðrik Hreinsson

Hárgreiðslumeistarinn Böðvar Þór Eggertsson á Marmik gerir allt með stæl sem hann kemur nálægt. Hann er 50 ára í dag og af því tilefni ákvað hann að vera í besta formi lífs síns. Það hefur ekki gerst af sjálfu sér því Böðvar hefur æft sex daga vikunnar síðustu átta mánuði. En núna hefur hann bætt við æfingum og æfir tvisvar á dag. 

„Að verða fimmtugur er æðislegt. Ég er eiginlega búinn að hlakka til síðan ég var 30 ára. Fyrir tíu árum, þegar ég varð fertugur, gaf ég það út að ég væri í besta formi lífs míns. En nú ákvað ég að toppa það. Ég er svo sannfærður um að það að verða 50 ára sé byrjunin á besta tíma lífs míns,“ segir hann. 

Þegar ég spyr hann út í undirbúninginn að besta formi lífsins segist hann borða 80% hollt og leyfi sér eitthvað smá þessi 20%. Fyrir átta mánuðum byrjaði hann að undirbúa sig markvisst og skráði sig í einkaþjálfun hjá Konráði Gíslasyni sem er þekktur fyrir að þjálfa fitness-drottningar og -kónga þessa lands. 

Ljósmynd/Friðrik Hreinsson

„Ég hef verið í þjálfun í World Class og rekur Konráð mig áfram að gera gott betra. Ég elska það.“

Geta allir komist í svona svakalegt form?

„Að sjálfsögðu og það eru engin aldurstakmörk þegar kemur að formi. Þetta snýst um að búa sér til markmið og stilla hausinn á rétta rás. Þá kemur „error“ þegar eitthvað sem þú mátt ekki er fyrir framan þig,“ segir Böðvar og hlær. 

Böðvar æfir núna tvisvar á dag og hann skiptir líkamanum þannig að hann tekur einn vöðvahóp í einu. 

„En núna er planið að keppa í fitness í Laugardalshöll á Iceland Open-mótinu sem fram fer 15. desember næstkomandi eða í miðri jólatörn. Ég vigta allan mat ofan í mig núna og tel mínar 3.000 hitaeiningar sem ég borða á hverjum degi. Núna er ég að æfa tvisvar sinnum á dag,“ segir hann. 

Er eitthvað sem þú borðar ekki?

„Nei, borða allt en bara í hófi almennt. Nema kannski núna. Ég borða pínulitla nammi-máltíð á laugardögum. Þá borða ég hammara og franskar eða pítsu eða allt sem mig langar í og fæ mér smá ís á eftir.“

Böðvar hefur ekki alltaf verið vöðvastæltur. Hann segir mér frá því að einu sinni hafi hann verið væskilslegur eða 62 kíló með skólatösku eins og hann orðar það. 

„Síðustu fimm ár er ég búinn að vera 80% á hreinu mataræði en síðustu átta vikur hef ég verið á mjög ströngu niðurskurðarmataræði og næstu sjö vikur verða einnig þannig.“

Böðvar er fjölskyldumaður og segir að fjölskyldan geri hann hamingjusaman en líka það að lifa heilsusamlegu lífi og hafa heilsu til að láta drauma rætast. Þegar ég spyr hann hvernig sé að eldast í starfinu segist hann elska vinnuna sína. 

„Að eldast í hárgreiðslunni er æðislegt. Ég hef alltaf haft gaman að þessari vinnu en ég hef unnið við fagið í 29 ár án þess að taka pásu. Ég upplifi mig ekki sem staðnaðan og finnst ég enn þá vera að vaxa í mínu fagi. Ég fylgist grannt með stóru nöfnunum í þessum tískuheimi og tel mig verða betri með hverju árinu. Ég er til dæmis orðinn sendiherra Balmain á Íslandi og fylgist því vel með öllu því nýjasta sem er að gerast í litum sem þeir eru að bjóða upp á í fyrsta skipti. Þannig að mér finnst ég vera rétt að byrja og hlakka til næstu 50 ára,“ segir afmælisbarnið. 

Hér er Böðvar Þór Eggertsson árið 2008 í partíi á ...
Hér er Böðvar Þór Eggertsson árið 2008 í partíi á Café Oliver ásamt Írisi Björk og Laufeyju. Takið eftir hárlitnum, þetta er náttúrulegur grár en Böddi segist vera löngu hættur að lita á sér hárið. mbl.is/Haraldur Guðjónsson
Ljósmynd/Friðrik Hreinsson
mbl.is

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

05:30 Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

Í gær, 23:00 Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

Í gær, 20:31 Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

Í gær, 16:57 Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

Í gær, 15:00 Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

Í gær, 13:30 Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

Í gær, 10:03 Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

í gær Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

í fyrradag Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

í fyrradag „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

í fyrradag Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

í fyrradag „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

í fyrradag „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

14.11. Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

13.11. Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

13.11. Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

13.11. Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

13.11. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

13.11. Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

13.11. Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

13.11. Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »