Fórnaði prinsessutign fyrir ástina

Fyrrverandi prinsessan Ayako Moriya og eiginmaður hennar, Kei Moriya.
Fyrrverandi prinsessan Ayako Moriya og eiginmaður hennar, Kei Moriya. mbl.is/AFP

Japanska prinsessan Ayako gekk í heilagt hjónaband fyrir skemmstu. Það væri hugsanlega ekki í frásögur færandi nema fyrir það að með því afsalaði hún rétti sínum til að bera titilinn „prinsessa“.

Ayako er frænka Japanskeisara en konur í þeirri fjölskyldu mega ekki giftast „almennum borgurum“ ef þær ætla að halda konunglegum titlum eins og „prinsessa“.

Ayako ákvað að láta það ekki stoppa sig og gekk að eiga hinn „almenna borgara“ Kei Koriya við fallega athöfn. Það er fróðlegt en um leið sérstakt að karlar í keisarafjölskyldunni missa ekki sinn konunglega titil ef þeir kvænast „almennum borgurum“ en konur í sömu stöðu þurfa að sætta sig við það ef ástin verður titlatoginu yfirsterkari.

Við óskum Ayako til hamingju með ástina og líka til hamingju með að fylgja hjartanu, ekki úreltum hugmyndum um lífið og tilveruna. 

Ayako og Kei Moriya.
Ayako og Kei Moriya. mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál