Bað hennar upp úr þurru

Eivör Pálsdóttir prýðir forsíðu MAN.
Eivör Pálsdóttir prýðir forsíðu MAN.

Eivör Pálsdóttir prýðir forsíðu nóvember tölublaðs MAN en blaðamaður sótti tónleika hennar í Frakklandi og náði af henni spjalli morguninn eftir. Í viðtalinu fer Eivör um víðan völl, ferilinn, tengslin við Ísland, raddmissinn, Færeyjar og síðast en ekki síst ástina. Fyrir átta árum kynntist Eivör tónskáldinu Tróndi Bogasyni og var það ást við fyrstu sýn.

„Ég hafði lengi vitað hver hann var, enda er hann virt klassískt tónskáld í Færeyjum. Svo var það einn daginn, fyrir átta árum að mig vantaði strengjaútsetningar og leitaði til hans. Það varð einhver mjög sterk tenging okkar á milli þarna strax, eitthvað sem ég get ekki útskýrt. Hann er algjör andstæða við mig, hugsar mikið og talar lítið en ég tala gjarnan áður en ég hugsa,“ segir Eivör og hlær.

„Við vorum ekki búin að vera saman mjög lengi þegar hann spurði mig allt í einu eins og upp úr þurru hvort ég vildi giftast honum, bara við morgunverðarborðið. Ég var á leið út úr dyrunum til að fara að fljúga til Íslands og mínútu síðar sat ég í leigubílnum og hugsaði: „Guð minn góður, hvað gerðist?”  En auðvitað kom ekki annað til greina en að segja já. Ég var alveg viss. Þetta var maðurinn minn,“ segir Eivör meðal annars í viðtalinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál