Kristborg og Kolbrún gera skilnaðarþætti

Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir eru að vinna ...
Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir eru að vinna saman að sjónvarpsþáttum um skilnaði. Ljósmynd/Samsett

Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir vinna nú að sjónvarpsþáttunum um skilnaði fólks. Sú fyrrnefnda skrifaði bók um sinn eigin skilnað en bókin 261 dagur kom út síðasta vor. Báðar eiga þær Kristborg Bóel og Kolbrún Pálína það sameiginlegt að hafa gengið í gegnum skilnað. Nú hafa þær skrifað undir samning við Sagafilm og verða sjónvarpsþættirnir sýndir í ágúst á næsta ári en um er að ræða sex sjónvarpsþætti sem sýndir verða í Sjónvarpi Símans.

Þegar þær eru spurðar hvers vegna þær hafi ákveðið að gera þessa þætti segja þær að það vanti fræðandi efni um hjónaskilnaði. 

„Miðaða við fjölda skilnaða í samfélaginu í dag er mikil vöntun á fróðleik og fræðslu fyrir fólk í þessum sporum. Það er í raun ekki til neitt alvöru stoðkerfi fyrir fólk sem er að skilja. Hvort sem um er að ræða andlega aðstoð eða lagalega. Fólk missir oft og tíðum algjörlega fæturna í svona ferli og hefur sama og engan styrk til að takast á við hlutina eða taka réttar ákvarðanir. Um er að ræða algjöran viðsnúning á lífinu oft og tíðum, áföll og sorg sem erfitt er að fá viðurkennda og því fylgir oft mikil örvænting,“ segir Kolbrún Pálína. 

Kolbrún Pálína Helgadóttir.
Kolbrún Pálína Helgadóttir.

„Skilnaðir eru mjög algengir á Íslandi og hver og einn þeirra snertir marga, svo sem börn, fjölskyldu og vini þeirra sem fara í sundur. Það er mín skoðun að þættir sem þessir eigi svo sannarlega rétt á sér, en það er alltaf gott að geta tengt við íslenskan raunveruleika. Við munum vinna þetta faglega og fá sérfræðinga í lið með okkur í bland við Jón og Gunnu sem hafa gegnið í gegnum þessa reynslu,“ segir Kristborg Bóel. 

Finnst ykkur fólk vera að ganga í gegnum svipaða hluti þegar það skilur eða er hver skilnaður einstakur?

„Hver og einn skilnaður er vissulega einstakur en rannsóknir sýna að flestir ganga í gegnum svipað sorgarferli en þó á sínum hraða,“ segir Kristborg Bóel. 

„Vissulega er hver skilnaður einstakur en eftir mikla rannsóknarvinnu höfum við komist að því að sama hvernig skilnaður kemur til þá upplifa allir mikla og djúpa sorg. Sorg sem er erfitt að staðsetja, sérstaklega fyrir þá aðila sem óska eftir skilnaðnum. Þeir upplifa sig oft í órétti til að syrgja,“ segir Kolbrún Pálína. 

Hvað lærðuð þið af því að skilja sjálfar? 

„Að bera virðingu fyrir ferlinu, að játa vanmátt sinn, að njóta þroskans og fagna hverju skrefi í átt að hamingjunni á ný. Að óttast ekkert, að dæma engan, fylgja hjartanu og lifa fyrir sig,“ segir Kolbrún Pálína og Kristborg Bóel bætir við: 

„Það er mikið þroskaferli að skilja og ef maður tæklar það rétt kemur maður út úr því sem sterkari einstaklingur myndi ég halda. Það sem ég hef helst lært er að það er ekki hægt að flýta þessu ferli, það verður bara að fá að hafa sinn gang.“

Kristborg Bóel Steindórsdóttir.
Kristborg Bóel Steindórsdóttir.

Hvað hefðuð þið vilja vita áður en þið skilduð sjálfar?

„Að sama hvað maður hefur unnið mikið í sjálfum sér, lesið mikið eða telur sig vera tilbúinn þá er ekkert sem býr mann undir skilnað eða allt það sem honum fylgir,“ segir Kolbrún Pálína. 

„Ég hefði vilja vita hvað þetta er ógeðslega mikið fokk! Nei, en svona grínlaust þá reyndist mér þetta alveg ógeðslega erfitt. Skilnaður er skipsbrot og heimsmyndin verður öll önnur eftir og það er flókið að fóta sig í nýjum veruleika með kramið hjarta,“ segir Kristborg Bóel. 

Þegar þær eru spurðar að því hvað það taki langan tíma að jafna sig eftir skilnað segja þær það misjafnt. 

„Klisjan segir tvö ár. Það er ástæða fyrir því að ég segi klisja því það er jafn misjafnt og tilfellin eru mörg. Sumir jafna sig aldrei á meðan aðrir skilja með miklum sóma og ná að byggja upp nýtt og fallegt líf með nýjum einstaklingum,“ segir Kolbrún Pálína. 

„Það er algerlega einstaklingsbundið. Ég held samt að það sé algengara að það taki lengri tíma heldur en fólk gerði ráð fyrir. Talað hefur verið um tvö ár og ég er ekki frá því að það sé nærri lagi,“ segir Kristborg Bóel. 

mbl.is

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

Í gær, 20:00 Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

Í gær, 19:00 Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »

Maja heldur kolvetnalausa páska

Í gær, 15:00 Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Meira »

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

Í gær, 11:00 Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

Í gær, 05:00 Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

í fyrradag Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

í fyrradag Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »

Svona heldur þú heilsusamlega páska

í fyrradag Þegar fólk breytir um lífsstíl og mataræði á það stundum erfitt með að takast á við hátíðir eins og páskana, því þá vill það sogast inn í gamlar hefðir og vana. Meira »

Svona býrðu til „Power Spot“

í fyrradag Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn og halda einungis í það sem veitir ánægju. Meira »

Kærastinn spilar rassinn úr buxunum

í fyrradag „Þannig er að kærastinn minn er að eyða nánast öllum peningunum sínum í alls konar veðmál á netinu. Hann segir að þetta séu alls konar íþróttaleikir en vill ekki sýna mér nákvæmlega hvað þetta er og kannski skiptir ekki máli. Aðaláhyggjurnar mínar eru að síðustu mánuði hef ég verið að borga alla reikninga þar sem hann er búinn að eyða sínum og hann afsakar þetta með hinu og þessu.“ Meira »

10 gul dress sem minna ekki á páskaunga

17.4. Tískulöggur hafa gefið grænt ljós á gult frá toppi til táar en það er þó hægara sagt en gert ef þú vilt ekki líta út eins og fugl ofan á páskaeggi. Meira »

Fór á svakalegan megrunarkúr

17.4. „Ég er svöng,“ segir Beyoncé í nýrri heimildarmynd þar sem hún segist hafa hætt að borða brauð, sykur, kolvetni, mjólkurvörur, fisk og kjöt til þess að komast í form eftir barnsburð. Meira »

Buxurnar sem eru að gera allt brjálað

17.4. Diane Keaton fær Hollywood-stjörnur til að slefa yfir buxum sem einhver myndi segja að væru löngu dottnar úr tísku.   Meira »

Inga Lind í Kokkaflakks-teiti

17.4. Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi hjá Skot lét sig ekki vanta í frumsýningarteiti Kokkaflakks en þættirnir eru í umsjón Ólafs Arnar. Meira »

Við erum greinilega að gera eitthvað rétt

17.4. Kolbrún Kristjánsdóttir segir að það sé furðuleg upplifun að aðrir stæli stofuna þeirra Portið sem opnaði nýlega.   Meira »

Fasteignamarkaðurinn er að lifna við

17.4. Dregið hefur úr óvissu í atvinnulífinu og því hægt að reikna með meiri umsvifum á fasteignamarkaði. Velja þarf fasteign sem hentar bæði þörfum og fjárhag fjölskyldunnar. Meira »

Sjúkur í aðrar konur en á kærustu

16.4. „Ég átti það til að eyða allt að einum og hálfum tíma á dag í að stara á konur á nærfötum á Instagram og horfa á klámmyndbönd á netinu til þess að örva mig.“ Meira »

5 góð ráð fyrir meltinguna

16.4. „Þessi ráð nýtast auðvitað allt árið, en um páskana eru margir frídagar og mikið um hátíðamat, sem leggur aukaálag á meltingarkerfið. Því er um að gera að vera undirbúinn undir það álag, svo það taki sem minnstan toll af heilsunni og geri frídagana ánægjulegri,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: Meira »

Björg lokar Spaksmannsspjörum í 101

16.4. Björg Ingadóttir eigandi Spaksmannsspjara hefur ákveðið að loka verslun sinni í Bankastræti og opna hönnunarstúdíó. Þetta gerir hún af margvíslegum ástæðum. Meira »

Eitursvalt einbýli í Akrahverfinu

16.4. Við Skeiðakur í Garðabæ stendur ákaflega vandað og fallegt einbýlishús sem byggt var 2009. Húsið er 332 fm að stærð og er á pöllum. Hátt er til lofts og vítt til veggja. Húsið sjálft er teiknað af Einari Ólafssyni arkitekt en Rut Káradóttir hannaði innréttingar sem allar voru sérsmíðaðar í Axis og blöndunartæki frá Vola. Meira »

Línan sem beðið hefur verið eftir

16.4. Sænska móðurskipið IKEA er komið með nýja tímabundna línu sem heitir ÖVERALLT. Línan endurspeglar forvitni IKEA á heiminum. Í þeim anda tók húsbúnaðarfyrirtækið höndum saman við Design Indaba fyrir nokkrum árum til að fræðast um hönnunarsenu nútímans í Afríku. Það varð upphafið að einstöku samstarfi hönnuða frá fimm Afríkulöndum. Meira »