„Sárt að deilur um peninga valdi vinslitum“

Kolfinna Von Arnardóttir og Björn Ingi Hrafnsson.
Kolfinna Von Arnardóttir og Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Kolfinna Von Arnardóttir, eiginkona Björns Inga Hrafnssonar, segir að Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir hafi fengið upplýsingar um hvert peningar þeirra fóru og það valdi henni miklum særindum að málið hafi ratað í nýútkomna bók Arons Einars, Aron - Sagan mín, sem gefin er út af Fullu tungli, útgáfu Björns Braga Arnarssonar.

Smartland greindi frá því í morgun að vinslit hafi orðið milli Arons Einars og Kristbjargar annars vegar og Björns Inga Hrafnssonar og Kolfinnu Vonar hins vegar vegna gjaldþrots JÖR sem þau fyrrnefndu lögðu peninga í.

„Lífið er mikill skóli. Sumt tekst vel og annað illa og það er okkar að vinna út úr því í framhaldinu með sem bestum og sanngjörnustum hætti. Ég les að Aron Einar Gunnarsson segi í nýrri bók að fjárfesting hans í félagi sem ég stýri hafi leitt til vinslita. Það finnst mér mjög miður að sjá og eins hvernig hann kýs að segja frá málinu. Staðreyndin er sú að Aron Einar fjárfesti fyrir fimmtán milljónir í einkahlutafélagi sem við vorum að byggja upp. Tíu milljónir af því fóru til JÖR og fimm milljónir vegna kaupa á tískuhátíðinni RFF. Því miður gekk rekstur JÖR ekki upp og félagið fór í þrot og þar með töpuðum við miklum fjármunum. Bæði félagið okkar og við persónulega sem höfðum lagt fjármuni í það,“ segir Kolfinna Von á Facebook-síðu sinni.

Kolfinna Von segir að hún og Björn Ingi hafi reynt að koma til móts við þau.

„Mér varð snemma ljóst að sú staðreynd færi mjög illa í vinahjón mín Aron Einar og Kristbjörgu eiginkonu hans og hef reynt allt til að koma til móts við þau vegna þessa.

Það er gömul saga og ný að deilur um peninga geta farið illa með vináttusambönd og þetta er því miður dæmi um það. Það er ekki rétt að aldrei hafi fengist svör um það í hvað peningarnir fóru. Þeir fóru í þessi tvö verkefni og lögmaður þeirra hjóna fékk að sjá skrifleg gögn um það. Hins vegar hefur komið mér illilega á óvart sú harka sem kom upp í málinu og það særir mig mjög. Ég er ung kona og það er erfitt að verjast í slíku máli þar sem eru miklar tilfinningar,“ segir hún jafnframt.

Kolfinna Von segir að hún sé miður sín yfir því að hafa misst bestu vinkonu sína.

„Um er að ræða eina af mínu bestu vinkonum og eiginmann hennar og það er sárt að deilur um peninga valdi vinslitum. Það er eiginlega þyngra en tárum taki. En sumt í lífinu tekst vel til og annað ekki og maður verður að reyna að læra af þeim mistökum sem eru gerð,“ segir Kolfinna Von. 


 

Kolfinna Von Arnardóttir.
Kolfinna Von Arnardóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Meghan glerfín í jólakjól

13:24 Hertogaynjan leyfði sístækkandi óléttukúlu sinni að njóta sín í jólalegum kjól þegar hún sinnti opinberum störfum sínum á þriðjudag. Meira »

Mest lesnu fasteignafréttir ársins

10:24 Fasteignafréttir voru áberandi á Smartlandi 2018. Eiður Smári seldi sumarhúsið, 18 ára drengur keypti íbúð og gerði hana fokhelda og Liv keypti sögufrægt hús í Arnarnesi. Meira »

2007 heimilið lifir enn góðu lífi

05:00 Björg Ingadóttir í Spaksmannsspjörum er skapandi skipulagsdrottning. Íbúðina keypti hún 2007 og mokaði út eins og fólk gerði þá. Meira »

Nær ekki endum saman en er í bata

Í gær, 22:30 „Í upphafi batans sagði ég að ef ég yrði betri manneskja að lokum yrði það sársaukans virði úr ofsakvíða- og óttaköstum. Þau voru hræðileg! Hef ekki breytt um markmið. Verða betri manneskja þýðir að verða betri í öllu í lífinu. Það er eftirsóknarvert.“ Meira »

Keypti hús Eiðs Smára og Ragnhildar

Í gær, 18:32 Sumarhús Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur komst í fréttir á árinu þegar þau settu það á sölu. Bílaumboðið BL ehf. keypti sumarhúsið. Meira »

Góðar jólagjafir undir 2.000 kr.

Í gær, 17:00 Það þarf ekki að kosta mann annan handlegginn að gefa gjöf sem gleður. Stundum geta ódýrar vel til fundnar gjafir skipt miklu máli. Meira »

Fiskbúð breytt í hárgreiðslustofu

í gær Sigga Heimis iðnhönnuður hannaði hárgreiðslustofuna Greiðuna sem flutti í húsnæði þar sem fiskbúð var áður til húsa á Háaleitisbraut. Meira »

Brýtur reglu númer eitt

í gær Kim Kardashian er fyrirmynd þegar kemur að förðun en hún er þó enginn engill þegar kemur að húðumhirðu.   Meira »

Þegar þú ert í átaki og jólin banka upp á

í gær „Jólin eru oft erfiður tími fyrir þá sem vilja taka sig á í mataræðinu eða hreyfa sig meira. Ég þekki þetta alveg sjálf. Það flæðir allt í eplaskífum, jólakökum, jólakonfekti, laufabrauði, jólaglöggi og svo má lengi telja.“ Meira »

10 ástæður fyrir gráti í kynlífi

í fyrradag Það er bæði algengt og eðlilegt að fara að gráta í kynlífi. Oftast er það ekki alvarlegt enda hægt að líta á grátinn sem tilfinningasvita. Meira »

Heiða og Guðmundur selja Öldugötu

í fyrradag Hjónin Heiða Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri Niceland og Guðmundur Kristján Jónsson hafa sett íbúð sína við Öldugötu á sölu. Meira »

6 ástæður til að forðast sykur

í fyrradag „Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast.“ Meira »

Svona finnurðu rétta andlitsmaskann

17.12. Þegar ég stend ráðalaus fyrir framan spegilinn er oft lítið annað í stöðunni en að maka á mig andlitsmaska og vona það besta. Útkoman er yfirleitt sléttari, þéttari og ljómameiri húð en ávinningurinn getur einnig falist í andlegri vellíðan. Meira »

Jóna saumaði jólakjólinn sjálf

17.12. Jóna Kristín Birgisdóttir saumaði hátíðlegan ullarkjól í Hússtjórnarskólanum. Hún segir ekki nauðsynlegt að eiga allt það nýjasta og dýrasta eins og stundum lítur út á samfélagsmiðlum. Meira »

Hvað segir jólamyndin um þig?

17.12. Að „feika“ það þangað til maður „meikar“ það er gamalt orðatiltæki sem á svo sannarlega ekki við í ljósi nýlegrar umfjöllunar Vintage everyday. 43 ljósmyndir frá því á sjötta áratug síðustu aldar gefa vísbendingu um að glöggir mannþekkjarar og komandi kynslóðir munu geta lesið í allt sem við erum með í gangi um þessar mundir. Meira »

Þarf að grátbiðja konuna um kynlíf

16.12. „Eiginkona mín sýnir enga ástúð, ég er enn með mikla kynhvöt og þarf að grátbiðja hana um kynlíf. Við stundum bara kynlíf nokkrum sinnum á ári.“ Meira »

5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

16.12. Það er freistandi að stíga reglulega á vigtina yfir jólin. Það nýtur þó enginn jólanna til botns ef hann ætlar að refsa sér fyrir að borða aðeins of mikið konfekt. Meira »

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

16.12. Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

16.12. Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

16.12. Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

15.12. Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »