Hlaðvarpsþættir um Beðmál í borginni

Allar leikkonurnar nema Kim Catrall veittu viðtal við gerð hlaðvarpsþáttanna.
Allar leikkonurnar nema Kim Catrall veittu viðtal við gerð hlaðvarpsþáttanna.

Nýlega komu út þrír hlaðvarpsþættir sem fjalla um þættina ódauðlegu Beðmál í borginni eða Sex and The City eins og þeir heita á ensku. Þættirnir eru gerðir af blaðamanninum James Andrew Miller sem heldur út hlaðvarpsrásinni Origins.

Miller hefur tekið ýmislegt fyrir á hlaðvarprás sinni. Í fimmta „kafla“ Origins fjallaði Miller um Sex and The City. Í þáttunum þremur, sem eru klukkustundar til tveggja klukkustunda langir ræðir Miller við aðalleikkonur þáttanna, Söruh Jessicu Parker, Cynthiu Nixon og Kristinu Davis. Kim Catrall vildi ekki veita viðtal fyrir þættina.

Miller ræðir einnig við framleiðanda þáttanna Micheal Patric King, Willie Garson sem fer með hlutverk Stanford Blatch í þáttunum og Chris Noth sem fór með hlutverk Mr. Big.

Þriðji og síðasti þátturinn þykir hvað áhugaverðastur en í honum ræðir Miller um gerð þriðju myndarinnar og af hverju hún var ekki gerð.

Þeir sem hafa áhuga á öllu sem tengist Sex and The City ættu ekki að láta þessa þætti fram hjá sér fara. Finna má Origins á öllum helstu hlaðvarpsveitum. 

Chris Noth sem fór með hlutverk Mr. Big í þáttunum …
Chris Noth sem fór með hlutverk Mr. Big í þáttunum veitti viðtal fyrir hlaðvarpsþættina. Stephen Lovekin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál