Lærði að elska upp á nýtt á Tenerife

Guðni Már Henningsson er hér í bleikum bol við opnun ...
Guðni Már Henningsson er hér í bleikum bol við opnun myndlistarsýningar sinnar á Tenerife.

Útvarpsmaðurinn sem allir elska, Guðni Már Henningsson, opnaði myndlistarsýningu á íslenska barnum á Tenerife á dögunum. Sýningin er haldin á barnum Nostalgíu á Amerísku ströndinni á Tenerife sem er mjög vinsæl. Hann flutti til Tenerife fyrr á þessu ári og hefur upplifað margt. Þar á meðal að læra að elska upp á nýtt eftir skilnað. 

Þetta er þó ekki það eina sem er að gerast hjá honum þessa dagana en hann flutti til eyjunnar fyrr á þessu ári. Hann gaf út ljóðabókina Þar sem kaffið kólnar en þar yrkir hann frá hjartanu. 

„Eins og jafnan áður seilist ég í tónlistina. Ég mála heiti laga sem ég held upp á. Stundum er hægt að sjá tengslin, stundum ekki. Oftast ekki því það er ekki svo auðvelt að mála hughrif. Hvað þá fyrir fúskara eins og mig. Stundum sé ég fyrir mér hvernig ég vil hafa verkið. En oftast verður það til þegar ég er að mála og oft mála ég yfir. Sem dæmi þá var ég búinn að reyna að mála eftir lagi Neil Young, Into the blue, en tókst ekki. Fyrr en ég vaknaði eina nóttina, náði í græjurnar og málverkið var klárt á innan við klukkutíma. Öll málverkin á sýningunni eru máluð heima í Santa Cruz. Og þetta er fyrsta sýningin mín erlendis,“ segir Guðni Már. 

Þú hættir í útvarpinu og fluttir til Spánar, segðu mér nánar frá því ævintýri?

„Ég held að það sé ekkert ævintýri. Það var hreinlega ekkert annað í stöðunni. Ég skildi um þetta leyti og við misstum íbúðina okkar í Vogum. Eins og allir vita þá er leigumarkaðurinn á suðvesturhorninu andstyggilegur. Ég hafði einfaldlega ekki efni á því að búa á Íslandi. Svo ég gerðist hælisleitandi á Tenerife og er hér enn, og ætla að vera hérna áfram ef ég fæ einhverju um það ráðið.

Svo ég tók þá ákvörðun, eða kannski var hún alltaf þarna, að selja mínar fáu eigur, segja upp á Rás 2 og flytja til Santa Cruz. Hingað kom ég með þrjá svarta boli og hundrað kíló af geisladiskum. Gat ekki tekið meira með mér. Eiginlega frá fyrsta degi fannst mér ég vera kominn heim,“ segir Guðni Már. 

Hvernig er lífið í sólinni?

„Ég hef aldrei á ævinni farið í sólbað. En það er mjög ánægjulegt að sitja á kaffisölunni minni á Römblunni og drekka kaffi í 25 til 35 stiga hita. Meira að segja er það dásamlegt! Ég hef farið á ströndina hérna rétt hjá er dætur mínar tvær komu í heimsókn. Þegar ég hitti þær í flughöfninni ætluðu þær ekki að þekkja mig. Orðinn brúnn af því að sitja á Römblunni, kominn í bleikan bol og stuttbuxur. Búinn að henda svörtu bolunum sem ég tók með mér,“ segir hann. 

Hvað um ljóðabókina, hvað ertu að fást við þar?

„Ég er ekki að fást við neitt nema sjálfan mig. Það er talsvert verk skal ég segja þér. Ég var að ræða þetta við grafíska hönnuðinn Pétur Baldvins, sem bjó til listaverk er hann hannaði bókina og setti upp, að þetta væru bara hugsanir mínar settar á blað. Og við töluðum um ýmsar bækur þar til ég uppgötvaði að bókin mín væri eiginlega skýrslugerð. Skýrslur um líðan mína þá stund er ég skrifaði þetta. Vonandi samt skemmtilegri aflestrar en flestar venjulegar skýrslur.“

Er þetta í fyrsta skipti sem þú opnar málverkasýningu og gefur út ljóðabók?

„Nei. Ég gaf út ljóðabók árið 1990 sem heitir Ljóð handa og svo sendi ég frá mér bók 2016 sem heitir Það er rafmagnslaust hjá selunum. Þar er að finna samtöl mín og Steinu Elenu sem er yngri dóttir mín. Í dag er hún sjö ára. Þetta mun vera sextánda málverkasýningin mín og það er tilviljun að það standi yfir sýning þegar bókin kom út.“

Hlustendur Rásar 2 sakna Guðna Más en saknar hann þeirra?

„Ertu að meina hlustenda? Ég var svo sem aldrei með þeim. Ég var bara kallinn sem spilaði tónlist og talaði við hlustendur þess á milli. Sem er ekkert merkilegra starf en hvað annað. Ég er ekki viss um að leigubílstjórar sakni farþega sinna. Vissulega eignaðist ég góða vini. Nokkra sem ég held enn þá sambandi við. Þetta var dýrmætur tími sem ég mun alltaf minnast með gleði en þessi tími er liðinn og kemur ekki aftur. Ég hef svo oft heilsað og kvatt.“

Hvernig er þetta ár búið að vera?

„Þetta ár er búið að vera lagskipt. Hófst með skilnaði, sagði upp á Rás 2, flutti til Tenerife þar sem margt gott hefur gerst. Einnig hafa komið hér erfiðir tímar og þá helst er ég var fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús. Ég fékk blæðandi magasár en hummaði það af mér í nokkra daga áður en ég gafst upp og fór og leitaði mér hjálpar.

Á sjúkrahúsinu fékk ég svo hjartaáfall því sá gamli vöðvi hafði ekki nægt blóð til að dæla. Ég var í hálfan mánuð á spítalanum og ég upplifði þar að vera við dauðans dyr. Og ég lærði að elska upp á nýtt. Dætur mínar tvær, vini og fjölskyldu. Það var mér dýrmætt og ég er þakklátur fyrir það. Ég hóf að skrifa og mála á ný og lífsgleðin kom aftur og ég hef ekki orðið einmana hérna þótt oft sé ég einn. Og aldrei fundið fyrir heimþrá,“ segir Guðni Már. 

Hvernig leggst næsta ár í þig?

„Það ár mun koma með það sem öll önnur ár hafa komið með. Gleði, söknuð, reiði, eftirsjá og tilhlökkun. Og alla þá flóru.

Ég á ekki von á öðru en að ég muni halda áfram að búa hérna. Mér þykir mjög vænt um Tenerife og þá sérstaklega Santa Cruz og Römbluna mína með öllu því sem heillar mig þar.

Mig langar til að gefa út tvær bækur á árinu. Sú fyrri innihéldi pistla sem ég hef birt á Facebook um dvölina hérna, um gjafmilda betlarann Fernando, um kallinn sem labbar um með klósett og syngur, um álfkonuna Carmen og allt hitt sem ég hef skrifað um og mun bæta við.

Einnig langar mig til að gefa út fyrir jólin nokkur ævintýri sem ég samdi fyrir Steinu mína á sínum tíma. Einnig er í burðarliðnum að gera geisladisk með vini mínum Birgi Henningssyni og öðru góðu fólki. Sá yrði tekinn upp á Tenerife. Og svo drekka kaffi á Römblunni minni þar sem kaffið kólnar ekki,“ segir hann. 

Hér fyrir neðan má sjá myndir úr opnun myndlistarsýningarinnar. 

mbl.is

Svona massar þú sumartískuna með stæl

18:00 Það tekur á að vera í takt við tískuna. Smartland auðveldar þér það, en hér er samantekt á flottustu trendunum í sumar.  Meira »

Í hnébeygju yfir klósettinu

14:00 Þjálfarinn hennar Kate Beckinsale lætur hana gera hnébeygjur yfir klósettinu.   Meira »

Íþróttaálfurinn og Gylfi á Maldíveyjum

10:00 Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í fótbolta eru báðir á Maldíveyjum í brúðkaupsferð ásamt eiginkonum sínum. Þessi tvennu hjón eru þó alls ekki í sömu brúðkaupsferðinni. Meira »

„Fá þau fyrsta skammtinn frían?“

05:00 Íslensk móðir hefur áhyggjur af dóttur sinni sem er 16 ára og veltir fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að dóttir hennar dópi sig. Meira »

Þetta er konan sem skipulagði brúðkaupið

í gær Hjónin fengu hina bresku Charlotte Dodd til að skipuleggja brúðkaupið sitt. En þess má geta að hún þykir sú allra færasta á sínu sviði í Bretlandi um þessar mundir. Fyrirmynd hennar er hinn skemmtilegi Franck úr kvikmyndinni Father of the Bride. Meira »

Fáðu magavöðva eins og Cindy Crawford

í gær Fyrirsætan Cindy Crawford hefur fært sig úr líkamsræktar-DVD-diskunum yfir á Instagram þar sem hún sýnir sínar uppáhaldsæfingar. Meira »

Þessir mættu í VIP-teiti COS

í gær Sænska fatamerkið COS opnaði nýlega verslun á Íslandi en á fimmtudagskvöldið var sérstök opnun fyrir VIP-gesti.   Meira »

Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

í gær Við Vatnsholt í Reykjavík stendur stórglæsileg efri sérhæð sem er fallega og smekklega innréttuð.   Meira »

Ræður ekkert við sig og fer í sund daglega

í gær „Ég hef tvívegis verið greind með sortuæxli en næ ekki alveg að stjórna hegðun minni tengdri sól. Málið er að ég var hér á árum áður mikið í ljósum og varð alltaf að vera brún.“ Meira »

Bárður og Linda Björk giftu sig í gær

23.6. Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla gengu í hjónaband í gær. Meira »

„Gróðurinn dregur mann til sín“

23.6. Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag. Meira »

Hefur búið í þremur íbúðum á sjö árum

23.6. Kristín Sólveig Kristjánsdóttir læknir að mennt er ákaflega fær í samskiptum og segir að gott heimili sé sá staður þar sem fólk dettur inn um dyrnar og þar sem er gott hjartarúm. Meira »

Svona býr Bergþóra Guðnadóttir

23.6. Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými.   Meira »

Vinkonan alltaf að metast hver sé sætust

23.6. „Þegar við förum út á lífið saman, er hún heltekin af því að bera sig saman við aðrar konur og metur það yfirleitt svo að hún er sætust.“ Meira »

6 lífsráð Dakota Fanning

22.6. Leikkonan Dakota Fanning segist aldrei verða týpan sem borðar ekki sykur eða kolvetni.   Meira »

Kærastinn Jamie fagnaði með Lindu Pé

22.6. Linda Pétursdóttir fyrrverandi alheimsfegurðardrottning og athafnakona útskrifaðist í dag með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Meira »

Furðulegir hattar á veðhlaupakeppninni

22.6. Konunglega veðhlaupakeppnin hefur verið sannkölluð hatta veisla. Elísabet Englandsdrottning lætur sitt ekki eftir liggja.  Meira »

Geta gæludýraeigendur átt falleg húsgögn?

22.6. Litlu loðbörnin eiga það til að tæta upp arma á stólum og jafnvel naga sig djúpt ofan í sessur og púða. Að ekki sé talað um hárin sem dreifast um alla íbúð. Meira »

Viltu ljóma alveg eins og sólin í sumar?

22.6. Aðgengi kvenna í dag að upplýsingum er óendanlegt og kemur sér vel þegar við erum að velja okkur snyrtivörur. Umræðan í dag snýst mikið um ávaxtasýrur, peptíð og C-vítamín. Meira »

„Heimilið er mjög ótæknilegt“

22.6. Brynja Jónbjarnardóttir starfar sem markaðsráðgjafi hjá Hugsmiðjunni og sem fyrirsæta. Hún hefur búið víða og veit hvað gerir hús að góðu heimili. Þó að hún vinni sem markaðssérfræðingur hjá tæknifyrirtæki velur hún að hafa heimilið án mikillar tækni. Meira »

Spears gerir þetta til að léttast

22.6. Tónlistarkonan Britney Spears hefur verið dugleg í ræktinni síðustu mánuði en hún vill frekar gera styrktaræfingar til að léttast heldur en að taka hefðbundnar brennsluæfingar. Meira »