Lærði að elska upp á nýtt á Tenerife

Guðni Már Henningsson er hér í bleikum bol við opnun ...
Guðni Már Henningsson er hér í bleikum bol við opnun myndlistarsýningar sinnar á Tenerife.

Útvarpsmaðurinn sem allir elska, Guðni Már Henningsson, opnaði myndlistarsýningu á íslenska barnum á Tenerife á dögunum. Sýningin er haldin á barnum Nostalgíu á Amerísku ströndinni á Tenerife sem er mjög vinsæl. Hann flutti til Tenerife fyrr á þessu ári og hefur upplifað margt. Þar á meðal að læra að elska upp á nýtt eftir skilnað. 

Þetta er þó ekki það eina sem er að gerast hjá honum þessa dagana en hann flutti til eyjunnar fyrr á þessu ári. Hann gaf út ljóðabókina Þar sem kaffið kólnar en þar yrkir hann frá hjartanu. 

„Eins og jafnan áður seilist ég í tónlistina. Ég mála heiti laga sem ég held upp á. Stundum er hægt að sjá tengslin, stundum ekki. Oftast ekki því það er ekki svo auðvelt að mála hughrif. Hvað þá fyrir fúskara eins og mig. Stundum sé ég fyrir mér hvernig ég vil hafa verkið. En oftast verður það til þegar ég er að mála og oft mála ég yfir. Sem dæmi þá var ég búinn að reyna að mála eftir lagi Neil Young, Into the blue, en tókst ekki. Fyrr en ég vaknaði eina nóttina, náði í græjurnar og málverkið var klárt á innan við klukkutíma. Öll málverkin á sýningunni eru máluð heima í Santa Cruz. Og þetta er fyrsta sýningin mín erlendis,“ segir Guðni Már. 

Þú hættir í útvarpinu og fluttir til Spánar, segðu mér nánar frá því ævintýri?

„Ég held að það sé ekkert ævintýri. Það var hreinlega ekkert annað í stöðunni. Ég skildi um þetta leyti og við misstum íbúðina okkar í Vogum. Eins og allir vita þá er leigumarkaðurinn á suðvesturhorninu andstyggilegur. Ég hafði einfaldlega ekki efni á því að búa á Íslandi. Svo ég gerðist hælisleitandi á Tenerife og er hér enn, og ætla að vera hérna áfram ef ég fæ einhverju um það ráðið.

Svo ég tók þá ákvörðun, eða kannski var hún alltaf þarna, að selja mínar fáu eigur, segja upp á Rás 2 og flytja til Santa Cruz. Hingað kom ég með þrjá svarta boli og hundrað kíló af geisladiskum. Gat ekki tekið meira með mér. Eiginlega frá fyrsta degi fannst mér ég vera kominn heim,“ segir Guðni Már. 

Hvernig er lífið í sólinni?

„Ég hef aldrei á ævinni farið í sólbað. En það er mjög ánægjulegt að sitja á kaffisölunni minni á Römblunni og drekka kaffi í 25 til 35 stiga hita. Meira að segja er það dásamlegt! Ég hef farið á ströndina hérna rétt hjá er dætur mínar tvær komu í heimsókn. Þegar ég hitti þær í flughöfninni ætluðu þær ekki að þekkja mig. Orðinn brúnn af því að sitja á Römblunni, kominn í bleikan bol og stuttbuxur. Búinn að henda svörtu bolunum sem ég tók með mér,“ segir hann. 

Hvað um ljóðabókina, hvað ertu að fást við þar?

„Ég er ekki að fást við neitt nema sjálfan mig. Það er talsvert verk skal ég segja þér. Ég var að ræða þetta við grafíska hönnuðinn Pétur Baldvins, sem bjó til listaverk er hann hannaði bókina og setti upp, að þetta væru bara hugsanir mínar settar á blað. Og við töluðum um ýmsar bækur þar til ég uppgötvaði að bókin mín væri eiginlega skýrslugerð. Skýrslur um líðan mína þá stund er ég skrifaði þetta. Vonandi samt skemmtilegri aflestrar en flestar venjulegar skýrslur.“

Er þetta í fyrsta skipti sem þú opnar málverkasýningu og gefur út ljóðabók?

„Nei. Ég gaf út ljóðabók árið 1990 sem heitir Ljóð handa og svo sendi ég frá mér bók 2016 sem heitir Það er rafmagnslaust hjá selunum. Þar er að finna samtöl mín og Steinu Elenu sem er yngri dóttir mín. Í dag er hún sjö ára. Þetta mun vera sextánda málverkasýningin mín og það er tilviljun að það standi yfir sýning þegar bókin kom út.“

Hlustendur Rásar 2 sakna Guðna Más en saknar hann þeirra?

„Ertu að meina hlustenda? Ég var svo sem aldrei með þeim. Ég var bara kallinn sem spilaði tónlist og talaði við hlustendur þess á milli. Sem er ekkert merkilegra starf en hvað annað. Ég er ekki viss um að leigubílstjórar sakni farþega sinna. Vissulega eignaðist ég góða vini. Nokkra sem ég held enn þá sambandi við. Þetta var dýrmætur tími sem ég mun alltaf minnast með gleði en þessi tími er liðinn og kemur ekki aftur. Ég hef svo oft heilsað og kvatt.“

Hvernig er þetta ár búið að vera?

„Þetta ár er búið að vera lagskipt. Hófst með skilnaði, sagði upp á Rás 2, flutti til Tenerife þar sem margt gott hefur gerst. Einnig hafa komið hér erfiðir tímar og þá helst er ég var fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús. Ég fékk blæðandi magasár en hummaði það af mér í nokkra daga áður en ég gafst upp og fór og leitaði mér hjálpar.

Á sjúkrahúsinu fékk ég svo hjartaáfall því sá gamli vöðvi hafði ekki nægt blóð til að dæla. Ég var í hálfan mánuð á spítalanum og ég upplifði þar að vera við dauðans dyr. Og ég lærði að elska upp á nýtt. Dætur mínar tvær, vini og fjölskyldu. Það var mér dýrmætt og ég er þakklátur fyrir það. Ég hóf að skrifa og mála á ný og lífsgleðin kom aftur og ég hef ekki orðið einmana hérna þótt oft sé ég einn. Og aldrei fundið fyrir heimþrá,“ segir Guðni Már. 

Hvernig leggst næsta ár í þig?

„Það ár mun koma með það sem öll önnur ár hafa komið með. Gleði, söknuð, reiði, eftirsjá og tilhlökkun. Og alla þá flóru.

Ég á ekki von á öðru en að ég muni halda áfram að búa hérna. Mér þykir mjög vænt um Tenerife og þá sérstaklega Santa Cruz og Römbluna mína með öllu því sem heillar mig þar.

Mig langar til að gefa út tvær bækur á árinu. Sú fyrri innihéldi pistla sem ég hef birt á Facebook um dvölina hérna, um gjafmilda betlarann Fernando, um kallinn sem labbar um með klósett og syngur, um álfkonuna Carmen og allt hitt sem ég hef skrifað um og mun bæta við.

Einnig langar mig til að gefa út fyrir jólin nokkur ævintýri sem ég samdi fyrir Steinu mína á sínum tíma. Einnig er í burðarliðnum að gera geisladisk með vini mínum Birgi Henningssyni og öðru góðu fólki. Sá yrði tekinn upp á Tenerife. Og svo drekka kaffi á Römblunni minni þar sem kaffið kólnar ekki,“ segir hann. 

Hér fyrir neðan má sjá myndir úr opnun myndlistarsýningarinnar. 

mbl.is

Svona æfir frú Bieber

Í gær, 21:00 Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

Í gær, 18:00 Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

Í gær, 16:00 Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

Í gær, 13:00 Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

Í gær, 10:00 Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

Í gær, 05:00 Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

í fyrradag Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

í fyrradag Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

í fyrradag Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

í fyrradag „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

í fyrradag Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

í fyrradag „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

18.1. Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

18.1. „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

18.1. Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

17.1. Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

17.1. Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

17.1. Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »