Draumurinn um hvít jól hverfur ekki

Petra Björk Mogensen.
Petra Björk Mogensen. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Petra Björk Mogensen er verkefnastjóri hjá WOW air og byrjar venjulega jólaundirbúninginn í byrjun nóvember með því að spila jólalög. Hún hefur alla tíð verið mikið jólabarn og segir aðventuferðina til Kaupmannahafnar setja punktinn yfir i-ið. Petra er af dönskum ættum, sem hefur sín áhrif á jólahátíðina. 

Jólin eru minn uppáhaldstími og hefur verið held ég frá því að ég man eftir mér. Aðventan í mínum huga, er tíminn þegar maður setur upp jólaljósin, spilar jólalögin, skreytir og gerir fallegt í kringum sig. Þessi tími lýsir svo sannarlega upp skammdegið og gleður. Þessi tími er alveg heilagur fyrir mér og gæti ég til að mynda ekki hugsað mér að vera erlendis yfir jólin. Hins vegar byrjar aðventan ekki fyrir alvöru fyrr en árleg aðventuferð til Kaupmannahafnar er yfirstaðin.“

Petra fer árlega í aðventuferð með fjölskyldunni sinni. „Aðventuferðin til Kaupmannahafnar er eitthvað sem mamma og pabbi gerðu árlega saman. Frá því ég man eftir mér fóru þau alltaf fyrstu helgina í aðventu til að upplifa dönsku jólastemninguna og borða danskan jólamat eins og purusteik, síld og risalamande og fara í jólatívolí. Pabbi, Gunnar Mogensen, var af dönskum ættum en afi hans var Bíó-Petersen og er faðir minn fæddur í Petersen svítunni í Gamla Bíói. Árlegt jólaboð stórfjölskyldunnar hefur til að mynda verið haldið í Petersen svítunni síðastliðin 2 ár og þykir okkur öllum óskaplega vænt um þetta hús. Efir að pabbi lést þá ákváðum við systkinin að við skyldum halda í þessa hefð og fara út þessa sömu helgi með mömmu, Huldu G. Mogensen, og hefur þessi ferð verið ómissandi partur af aðventunni upp frá því. Strikið er sérstaklega fallegt á þessum tíma og það er eitthvað við það að fara í svona aðventuferð. Við höfum einnig farið með börnin okkar út til Kaupmannahafnar til að leyfa þeim að upplifa jólastemninguna í Tívolíinu sem er svo sannarlega dýrmætur tími með fjölskyldunni.“

mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Jólahefðirnar sem erfast

Hvaða æskuminningar áttu frá jólunum?

„Ég man vel eftir því úr æsku, tímanum fyrir jól þegar allt var þrifið og silfrið pússað og gert fínt. Mamma er mikill fagurkeri og hefur alltaf lagt mikið upp úr því að jólaborðið á aðfangadag sé skreytt látlaust en með fallegum borðbúnaði. Við höfum haldið í þá hefð og er sparistellið, silfurhnífapörin og annar fallegur borðbúnaður tekinn fram á jólunum. Amma Petra var einnig mikill fagurkeri og kenndi mér að safna silfri (og pússa silfur) og gaf hún okkur systkinum og frændsystkinum til að mynda jólaskeiðar með ártali hver einustu jól þannig að hvert okkar ætti 12 skeiðar. Þessar skeiðar eru desert-skeiðarnar okkar á jólunum og eru þær í miklu uppáhaldi.“

Fyrstu jólin erfið

„Fyrstu jólin mín eftir að ég byrjaði að búa voru sennilega þau erfiðustu þar sem pabbi lést í október það ár. Við eyddum aðventunni og héldum jólin á Markaveginum hjá mömmu eins og við höfðum áður gert með Guðrúnu systur og reyndum því eiginlega bara að láta þessi jól líða. Þetta eru sennilega einu jólin sem ég óskaði að myndu bara líða á núll einni.“

Petra segist halda sérstaklega upp á hefðina þegar stórfjölskyldan hittist og gæðir sér á dönsku jólahlaðborði. „Við komum saman í hádeginu á aðfangadag. Systkinin með okkar fjölskyldur og mamma. Við borðum saman hádegisverð að dönskum sið og skiptumst á pökkum. Hlaðborðið samanstendur af nokkrum tegundum af síldum, heimagerðri danskri lifrarkæfu, dönskum osti og allskyns gúmmelaði. Þá mætir einnig jólasveinn og gleður yngstu kynslóðina með nærveru sinni. Þetta höfum við gert allt frá því að ég man eftir mér. Það er svo yndislegt að sjá hópinn stækka. Við erum nú orðin 28 talsins.“

Möndlugrautur í forrétt

Á aðfangadag borðar Petra möndlugraut í forrétt sem er eftirlæti barnanna og purusteik í aðalrétt. „Eftirrétturinn er heimagerður jólaís og er sú hefð komin úr tengdafjölskyldunni og er ísinn gerður eftir uppskrift frá tengdamömmu minni, Rögnu Guðmundsdóttur.“ Petra segir að galdurinn við góða purusteik sé rétt steiking á purunni. Hún megi ekki vera of seig og ekki of sölt.

„Svo er það að sjálfsögðu alltaf draumur að hafa hvít jól, þá verður allt svo ennþá meira jólalegra og jólaljósin fá að njóta sín í snjónum.“

Petra Björk Mogensen og móðir hennar í Pedersen svítunni.
Petra Björk Mogensen og móðir hennar í Pedersen svítunni. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Stígur fyrstu skrefin eftir 30 ár í neyslu

05:00 Eftir tæpa þrjá áratugi í neyslu fíkniefna með öllu því sem henni fylgir eru það stór skref að stíga aftur inn í samfélagið. Atli Heiðar Gunnlaugsson hafði misst allan lífsneista þegar hann fór í níu mánaða meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann hefur með aðstoð Samhjálpar snúið við blaðinu og hafið nýtt líf með tveggja ára dóttur sinni, Kristbjörgu. Meira »

María Rut og Guðmundur selja slotið

Í gær, 23:06 „Það er lítill hellir í bakgarðinum og okkur dreymdi alltaf um að búa til heitan pott alveg upp við hellinn og lýsa hellinn upp. Í bakgarðinum vaxa líka villtir burknar út um allt í hrauninu. Útsýnið úr eldhúsinu er því ægifagurt og litirnir ótrúlega fallegir.“ Meira »

Þarftu hagfræðing í ástarmálin?

Í gær, 20:00 „Tinder er frábært fyrir fólk sem hefur áhuga á vinum og skyndikynnum. Ég veit að ég er að undirselja Tinder, en ef þú vilt vera vinsæll á Tinder þá viltu fá marga til að líka við þig.“ Meira »

Þorramatur er alls engin óhollusta

Í gær, 17:00 Lukka Pálsdóttir, eigandi Happs, segir að vegna góðgerla í súrsuðum mat sem borinn er fram á þorrablótum sé hann alls ekki óhollur. Meira »

Fyrrverandi kona makans alltaf að trufla

Í gær, 13:30 „Ég er svo döpur. Fyrrverandi kona kærasta míns er alltaf að senda honum skilaboð og trufla okkur. Alltaf bregst hann við og svarar þeim. Við erum kannski uppi í sófa að kyssast þegar síminn hans byrjar að pípa og þá bregst hann alltaf við.“ Meira »

Smekklegt heimili Snædísar arkitekts

Í gær, 09:32 Snædís Bjarnadóttir arkitekt hefur sett sitt sjarmerandi heimili á Seltjarnarnesi á sölu. Uppröðun á húsgögnum er einstök!   Meira »

Hálfdán vakti í 42 tíma, hvað gerist?

í gær Hálfdán Steinþórsson vakti í 42 klukkutíma til að athuga hvað myndi gerast í líkamanum. Hann sagði að honum liði svolítið eins og hann væri þunnur og var lengur að velja orð eftir alla vökuna. Meira »

Kúa-mynstur nýjasta tískan?

í fyrradag Samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner spókaði sig á snekkju í glæsilegum sundbol með kúa-mynstri. Ætli kúa-mynstur verði í tísku í sumar? Meira »

Karl Lagerfeld fjarverandi í fyrsta skipti

í fyrradag Tilkynning kom frá tískuhúsinu eftir sýninguna um að listræni stjórnandinn hafi verið of þreyttur til að koma á sýninguna. Fyrir hans hönd mætti Virginie Viard, yfirmaður listrænnar deildar Chanel. Meira »

Guðrún Bergmann: Besta heilsuráð ársins

í fyrradag „Þótt margir vilji temja sér heilsusamlegan lífsstíl, vita þeir oft ekki hvar á að byrja, né hvaða tískutrendi þeir eiga að fylgja þegar kemur að mataræði. Mörgum finnst erfiðara að ákveða hvað skal borða en að fylla út skattaskýrsluna. Næringarfræðin getur stundum verið flókið mál, en ef þú vilt einfalda hlutina og gera valið sérlega einfalt.“ Meira »

Ljótustu gallabuxurnar í dag?

í fyrradag Fyrirsætan í umdeildum gallabuxum lítur út fyrir að hafa klætt sig í myrkri enda líta buxurnar út fyrir að vera á röngunni.   Meira »

Hví er símnotkun fyrir svefninn hættuleg?

í fyrradag Læknirinn Rangan Chatterjee segir að símanotkun fyrir háttinn sé mjög hættuleg því tæki sem gefi frá sér bláa birtu tempri hormónið melatónín. Meira »

Hannes og Halla keyptu hús í Fossvogi

22.1. Hannes Þór Halldórsson landsliðsmaður í fótbolta og Halla Jónsdóttir festu kaup á raðhúsi í Ljósalandi í Reykjavík.   Meira »

Pör sem eru líklegri til að skilja

21.1. Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

21.1. Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

21.1. Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

21.1. Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

21.1. Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

21.1. Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

20.1. Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

20.1. Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »