Draumurinn um hvít jól hverfur ekki

Petra Björk Mogensen.
Petra Björk Mogensen. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Petra Björk Mogensen er verkefnastjóri hjá WOW air og byrjar venjulega jólaundirbúninginn í byrjun nóvember með því að spila jólalög. Hún hefur alla tíð verið mikið jólabarn og segir aðventuferðina til Kaupmannahafnar setja punktinn yfir i-ið. Petra er af dönskum ættum, sem hefur sín áhrif á jólahátíðina. 

Jólin eru minn uppáhaldstími og hefur verið held ég frá því að ég man eftir mér. Aðventan í mínum huga, er tíminn þegar maður setur upp jólaljósin, spilar jólalögin, skreytir og gerir fallegt í kringum sig. Þessi tími lýsir svo sannarlega upp skammdegið og gleður. Þessi tími er alveg heilagur fyrir mér og gæti ég til að mynda ekki hugsað mér að vera erlendis yfir jólin. Hins vegar byrjar aðventan ekki fyrir alvöru fyrr en árleg aðventuferð til Kaupmannahafnar er yfirstaðin.“

Petra fer árlega í aðventuferð með fjölskyldunni sinni. „Aðventuferðin til Kaupmannahafnar er eitthvað sem mamma og pabbi gerðu árlega saman. Frá því ég man eftir mér fóru þau alltaf fyrstu helgina í aðventu til að upplifa dönsku jólastemninguna og borða danskan jólamat eins og purusteik, síld og risalamande og fara í jólatívolí. Pabbi, Gunnar Mogensen, var af dönskum ættum en afi hans var Bíó-Petersen og er faðir minn fæddur í Petersen svítunni í Gamla Bíói. Árlegt jólaboð stórfjölskyldunnar hefur til að mynda verið haldið í Petersen svítunni síðastliðin 2 ár og þykir okkur öllum óskaplega vænt um þetta hús. Efir að pabbi lést þá ákváðum við systkinin að við skyldum halda í þessa hefð og fara út þessa sömu helgi með mömmu, Huldu G. Mogensen, og hefur þessi ferð verið ómissandi partur af aðventunni upp frá því. Strikið er sérstaklega fallegt á þessum tíma og það er eitthvað við það að fara í svona aðventuferð. Við höfum einnig farið með börnin okkar út til Kaupmannahafnar til að leyfa þeim að upplifa jólastemninguna í Tívolíinu sem er svo sannarlega dýrmætur tími með fjölskyldunni.“

mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Jólahefðirnar sem erfast

Hvaða æskuminningar áttu frá jólunum?

„Ég man vel eftir því úr æsku, tímanum fyrir jól þegar allt var þrifið og silfrið pússað og gert fínt. Mamma er mikill fagurkeri og hefur alltaf lagt mikið upp úr því að jólaborðið á aðfangadag sé skreytt látlaust en með fallegum borðbúnaði. Við höfum haldið í þá hefð og er sparistellið, silfurhnífapörin og annar fallegur borðbúnaður tekinn fram á jólunum. Amma Petra var einnig mikill fagurkeri og kenndi mér að safna silfri (og pússa silfur) og gaf hún okkur systkinum og frændsystkinum til að mynda jólaskeiðar með ártali hver einustu jól þannig að hvert okkar ætti 12 skeiðar. Þessar skeiðar eru desert-skeiðarnar okkar á jólunum og eru þær í miklu uppáhaldi.“

Fyrstu jólin erfið

„Fyrstu jólin mín eftir að ég byrjaði að búa voru sennilega þau erfiðustu þar sem pabbi lést í október það ár. Við eyddum aðventunni og héldum jólin á Markaveginum hjá mömmu eins og við höfðum áður gert með Guðrúnu systur og reyndum því eiginlega bara að láta þessi jól líða. Þetta eru sennilega einu jólin sem ég óskaði að myndu bara líða á núll einni.“

Petra segist halda sérstaklega upp á hefðina þegar stórfjölskyldan hittist og gæðir sér á dönsku jólahlaðborði. „Við komum saman í hádeginu á aðfangadag. Systkinin með okkar fjölskyldur og mamma. Við borðum saman hádegisverð að dönskum sið og skiptumst á pökkum. Hlaðborðið samanstendur af nokkrum tegundum af síldum, heimagerðri danskri lifrarkæfu, dönskum osti og allskyns gúmmelaði. Þá mætir einnig jólasveinn og gleður yngstu kynslóðina með nærveru sinni. Þetta höfum við gert allt frá því að ég man eftir mér. Það er svo yndislegt að sjá hópinn stækka. Við erum nú orðin 28 talsins.“

Möndlugrautur í forrétt

Á aðfangadag borðar Petra möndlugraut í forrétt sem er eftirlæti barnanna og purusteik í aðalrétt. „Eftirrétturinn er heimagerður jólaís og er sú hefð komin úr tengdafjölskyldunni og er ísinn gerður eftir uppskrift frá tengdamömmu minni, Rögnu Guðmundsdóttur.“ Petra segir að galdurinn við góða purusteik sé rétt steiking á purunni. Hún megi ekki vera of seig og ekki of sölt.

„Svo er það að sjálfsögðu alltaf draumur að hafa hvít jól, þá verður allt svo ennþá meira jólalegra og jólaljósin fá að njóta sín í snjónum.“

Petra Björk Mogensen og móðir hennar í Pedersen svítunni.
Petra Björk Mogensen og móðir hennar í Pedersen svítunni. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Allt önnur 27 kílóum léttari

Í gær, 21:30 Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

Í gær, 17:30 Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

Í gær, 16:15 Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því það hafi fáir svör við sjálfsvígum.   Meira »

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

Í gær, 11:19 Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »

6 snilldarrassæfingar Önnu Eiríks

Í gær, 10:21 „Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldarrassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur.“ Meira »

Ekki vera goslaus 2019

Í gær, 05:00 Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

í fyrradag Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

í fyrradag Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

í fyrradag „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

í fyrradag Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

í fyrradag Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

í fyrradag Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

í fyrradag „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

15.1. Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

15.1. Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

15.1. Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

15.1. Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

15.1. Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

15.1. Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

15.1. Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

14.1. Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »