Lof mér að falla reif plásturinn af

Árelía Eydís Guðmundsdóttir gerir upp árið.
Árelía Eydís Guðmundsdóttir gerir upp árið. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Í enn eitt skiptið fáum við tækifæri til að kveðja það ár sem nú líður að lokum. Við horfum til baka og metum hvað tókst vel til og hvað mætti betur fara,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Þetta ár var mér viðburðarríkt en það sem stóð upp úr var líklega „come-back“ Kristínar Gerðar systur minnar sem lést fyrir tæpum átján árum. Kvikmyndin; Lof mér að falla í leikstjórn Baldvins Z er að hluta til byggð á hennar sögu. Þrátt fyrir að við fjölskyldan styddum þau sem að myndinni stóðu af heilum huga þá var ég ekki undirbúin fyrir að sjá allt í einu umfjöllun um systur mína í helstu fjölmiðlum landsins. Ofan af gömlum sári opnuðust sprungur og ég, og fjölskyldan, var tekin aftur í tíma. Tíminn gekk í hringi. Við þurftum að lauga sárið. Um leið og ég gekk inn í sársaukann af því að hafa misst manneskju sem mér var svo kær og náin þá blæddi enn á ný.

En um leið rann upp fyrir mér ljós. Það þarf einstaka manneskju til að hafa þau áhrif á aðra að þeir vilji gera sögu hennar skil mörgum árum síðar. Kristín var einstök manneskja sem lét engan ósnortinn.  Hún lenti því miður oft í fólki sem hafði orðið skepnunni að bráð, sínum eigin innri skepnum og lægri hvötum sem gerði það að skepnum. 

Þegar hún hafði snúið við blaðinu og hætt í neyslu varð hún enn mennskari en áður. Hafði séð allt það versta og vildi af einlægum hug bjarga ungu fólki frá skepnunum bæði ytri og innri. Gekk í það að nýta lífreynslu sína öðrum til bjargar. Í öllum ævintýrum fer hetjan í gegnum erfiðleika til að bjarga fjársjóðnum og öðlast konungsríkið. Hún reyndi að öðlast konungsríkið en átti erfitt með að fóta sig í því. Á þeim tíma sagði hún oft það sem flestir sem eru veikir segja „ég þrái bara venjulegt líf.“

Ég sá allt í einu að henni tókst að ná fram tilgangi sínum sautján árum eftir að hún ákvað að stimpla sig út úr okkar jarðneska heimi. Hetjan hafði ekki þrek lengur en eftir sat áhrifin af mennsku hennar. Líf litað af sársauka hefur líka tilgang og maður þarf ekki að lifa löngu lífi til að hafa mikil áhrif. Ef mennskan er í fyrirrúmi þá eru áhrifin langvinn.

Sárið gréri aftur. 

Við eigum val um að láta skepnuna taka völdin, hvort sem er innri eða ytri. Þeir sem hafa látið skepnuna taka völdin hafa oft orðið fyrir mestum harmi og ná ekki að kasta af sér hamnum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hjartað stjórnar meiru en heilinn í starfsemi líkamans. 

Með opnu hjarta sjáum við að líf okkar er töfrum líkast, svo lengi sem mennskan nær yfirhöndinni.

Áramótaheit mitt er því að vera með opið hjarta og að verða enn mennskari í minn enginn garð og annarra og ekki síst í garð þessa dásemdar hnattar sem við svífum saman á. Rækta Kærleikur, vináttu, nánd, fyrirgefningu og jákvæðni. Leggja hart að mér til að ná markmiðunum ekki aðeins fyrir sjálfa mig heldur í þágu annarra.  

Við getum öll orðið hetjur í okkar venjulega lífi með því að læra af sársaukanum en ekki næra skepnuskapinn.

Ég óska ykkur, hverju og einu, að nýja árið færi ykkur töfra og verkefni sem ýta undir mennsku ykkar. Þannig verðum við hetjur í okkar eigin ævintýri.

mbl.is

Allt önnur 27 kílóum léttari

Í gær, 21:30 Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

Í gær, 17:30 Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

Í gær, 16:15 Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því það hafi fáir svör við sjálfsvígum.   Meira »

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

Í gær, 11:19 Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »

6 snilldarrassæfingar Önnu Eiríks

Í gær, 10:21 „Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldarrassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur.“ Meira »

Ekki vera goslaus 2019

Í gær, 05:00 Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

í fyrradag Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

í fyrradag Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

í fyrradag „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

í fyrradag Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

í fyrradag Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

í fyrradag Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

í fyrradag „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

15.1. Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

15.1. Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

15.1. Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

15.1. Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

15.1. Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

15.1. Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

15.1. Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

14.1. Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »