Landaði hlutverki í tannkremsauglýsingu

Ágústa Eva Erlendsdóttir.
Ágústa Eva Erlendsdóttir. Ljósmynd/Karl R. Lilliendahl

Ágústa Eva Erlendsdóttir er ekki bara að leika í risaseríum fyrir HBO. Hún lék á dögunum í tannkremsauglýsingum sem sýndar eru í bandarísku sjónvarpi um þessar mundir. 

„Þetta var bara mjög gaman. Auglýsingin var tekin upp við Esjuna en við eyddum heilum degi í að finna tökustað fyrir auglýsinguna. Það var rjómablíða og allt,“ segir Ágústa Eva í samtali við Smartland. 

Ágústa Eva þurfti að fara í prufur fyrir hlutverkið í auglýsingunni og segir að hún myndi ekki auglýsa hvað sem er. Hún segist vita að Burt´s Bees sé gott merki. 

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég leik í auglýsingu og vonandi er hún í lagi. Það sem mér finnst skipta máli er að geta bakkað upp siðferðislega og heilshugar það sem ég auglýsi og geti tengt mig við það,“ segir hún. 

„Ég hef nú samt ekki prófað þetta tannkrem en veit að merkið er gott,“ segir hún og bætir við: 

„Framleiðendur auglýsingarinnar voru á staðnum og fylgdust með hverju fótmáli og höfðu skoðanir á öllu. En samvinnan gekk vel og það voru allir sáttir í lok dags,“ segir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál