Þetta er besta bóndadagsgjöf allra tíma

Er þinn stærsti ótti að maðurinn þinn verði einn daginn virkur í athugasemdum? Ef svo er þá gæti þessi gjöf bjargað lífi þínu og lífi fjölskyldunnar í heild sinni. Út er nefnilega komin Tuðbókin - litla bókin um ólundina sem er tilvalin bóndadagsgjöf. 

„Hún var ein af þeim bókum sem vöktu mesta athygli á Bókamessunni í Frankfurt nú í haust en áður hafði hún slegið rækilega í gegn á heimaslóðum í Finnlandi. Allt þetta vakti forvitni Forlagsmanna sem á endanum stukku til og keyptu bókina og er hún nýlega komin út í íslenskum búningi. 

Höfundurinn, Lotta Sonninen, hefur um árabil ritstýrt svokölluðum hamingjubókum, leiðarvísum að því hvernig hægt sé að öðlast sanna lífshamingju með einföldum ráðum. Á endanum fékk hún nóg því það er einfaldlega þannig að mann langar ekkert alltaf til að vera glaður og jákvæður. Hver sá sem hefur þroskað með sér metnaðarfulla geðvonsku veit og þekkir að þá er fátt betra en að næra í sér ólundina, sérstaklega með því að skeyta skapi sínu á öðrum,“ segir Bjarni Guðmarsson þýðandi bókarinnar. 

Bók Sonninen er innfyllingabók – full af tuði og pirringi og upplögð fyrir þá sem vilja glæða í sér geðvonskuna með því að skrá samviskusamlega inn í þennan fábæra fýlupoka. Og hér er séð til þess að allir þeir sem valda viðkomandi skapraunum fái á baukinn: maki, börn, samstarfsmenn, álitsgjafar, virkir í athugasemdum, ráðamenn, ras- og veganistar og „góða fólkið“ … og ýmsir til viðbótar.

Finnar eru álitnir vera hamingjusamasta þjóð í heimi og það er því óneitanlega fyndið að þeir skuli gefa út slíka tuðbók. En það sýnir líka að þeir hafa húmor fyrir sjálfum sér, og þessi bók hittir í mark. Hún hefur verið seld um heim allan og vakið mikla athygli. Og ekki skrýtið því þeir sem hafa hagnýtt sér bókina vitna um að nagi og nöldri fylgir heilmikil andleg hreinsun; sá sem færir inn pirringsvalda og dregur ekkert undan hefur þar með skilað skömmunum og gengur léttur og glaður út í drunga dagsins.

„Við völdum að gefa bókina út á leiðinlegasta degi ársins – þriðja mánudaginn í janúar – en í Bretlandi er útgáfan áætluð á sjálfum Valentínusardegi. Það má deila um hvort hún veki lukku elskenda, en þessi bók er alla vega tilvalin bóndadagsgjöf.

Það hefur sjaldan verið tuðað, eða hlegið jafnmikið, á skrifstofum Forlagsins og við vinnslu þessarar bókar og við höfum komist að raun um að mögl og rag og raus eru sannkallaðir gleðigjafar rétt eins og skammir og vammir, mald, þus og tuð – ef rétt er á haldið,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, verkefnastjóri útgáfu Forlagsins. 

mbl.is

Sátt við sjálfa sig án fyllinga

22:30 Courtney Cox átti mjög erfitt með að sætta sig við að eldast og lét eiga við andlit sitt þannig að hún hætti að þekkja sjálfa sig í spegli. Meira »

Daníel Ágúst mætti með hlébarðaklút

19:30 Myndlistakonan Ásdís Spanó opnaði um helgina einkasýninguna Triangular Matrix. Sýningin verður í Grafíksalnum og er opin frá 16. febrúar til 3. mars 2019. Meira »

Svona er æskuheimili Birkis Más

16:32 Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var alinn upp í Eskihlíð 14 í 105 Reykjavík. Hann spilaði sinn 88. leik með landsliðinu á dögunum og var valinn íþróttamaður Vals um áramótin. Meira »

Stal Wintour stílnum frá Heiðrúnu Önnu?

14:30 Heiðrún Anna stal senunni í bláum leðurkjól í Söngvakeppninni um helgina. Daginn eftir var frú Anna Wintour mætt í bláa leðurkápu. Meira »

Lindex lokar í þrjá daga

14:18 Sænska móðurskipið Lindex hefur verið í átta ár í Smáralind en nú mun verslunin loka í þrjá daga vegna endurbóta.   Meira »

Róbert Wessman fluttur í Arnarnesið

10:38 Róbert Wessman forstjóri Alvogen er fluttur í Arnarnesið í Garðabæ ásamt unnustu sinni Kseniu Shakhmanova.  Meira »

Muhammad Ali bjó í höll

07:38 Einn frægasti íþróttamaður allra tíma bjó í afar íburðarmiklu glæsihýsi á níunda áratugnum.   Meira »

Er andlegur ráðgjafi Oprah Winfrey svarið?

í gær „Við mælum ekki hamingju með efnahagslegum mælikvörðum. Við þurfum að horfast í augu við opíóðafaraldurinn, við þurfum að horfast í augu við sjálfsmorðstíðnina í landinu. Við þurfum að skoða hvað liggur undir yfirborðinu. Efla vitund, ást og kærleika bandarísku þjóðarinnar.“ Meira »

Geirvörtufullnæging kemur oftast óvænt

í gær Fólk er með misnæmar geirvörtur en sumar konur upplifa fullnægingu eftir að gælt er við geirvörtur þeirra.   Meira »

Hús Elon Musk minnir á geimskip

í gær Elon Musk hefur sett glæsihýsi sitt í Los Angeles á sölu. Musk er ekki að flytja til Mars þótt hann hafi fulla trú á hugmyndinni. Meira »

Heitustu skórnir í dag

í gær Frú Anna Wintour hefur gefið leyfi. Heitustu skórnir í dag eru ekki ákveðin gerð af skóm heldur skiptir munstrið öllu máli.   Meira »

Ljóstrar upp heilsuleyndarmálinu

í gær Hin skemmtilega Rachel Brosnahan hefur lítinn sjálfsaga þegar kemur að hreyfingu en borðar því mun hollari fæðu.   Meira »

Pör sem gera þetta eru hamingjusamari

í gær Sambandsráð geta verið misgóð en það er líklega óþarfi að draga það í efa að það sé slæmt að tala um líðan sína við maka sinn. Meira »

Neysluhyggjupælingar

í fyrradag „Ég hef verið að hugsa mikið um neyslu. Ég hef aldrei búið við skort af neinu tagi og aldrei þurft að hafa sérstakar áhyggjur af peningum blessunarlega. Ég var í menntaskóla þegar kreppan skall á og hef aðeins heyrt út undan mér af breytingunum sem áttu sér stað í kjölfar hennar árið 2008, bæði hér á landi sem og erlendis.“ Meira »

Svona gerir þú munngælurnar betri

16.2. Flestir menn veita ekki konum sínum munnmök vegna þess að þeir hafa enga hugmynd um hvað þeir eru að gera þarna niðri.   Meira »

Gafst upp á því að æfa í klukkutíma á dag

16.2. Það getur verið óþarf að djöflast í klukkutíma á dag í líkamsræktarstöð. Stundum er hreinlega betra að taka styttri æfingar heima ef það hentar betur. Meira »

Bræðurnir óþekkir í fatavali

16.2. Katrín og Meghan eru með fallegan fatastíl en bræðurnir Vilhjálmur og Harry vekja sjaldan athygli fyrir fataval sitt sem er þó töluvert frábrugðið því sem Karl faðir þeirra kýs. Meira »

„Ég held við konu, hvað er til ráða?“

16.2. „Ég kynntist konu fyrir 3 árum sem er gift. Ég hef verið viðhaldið hennar síðan þá. Hún hefur alltaf sagt mér að ég sé henni allt og hún vilji bara framtíð með mér. Hún segir að hún sé að skilja og eiginmaður hennar sé að flytja út.“ Meira »

Lilja Björk bankastjóri býr í glæsivillu

16.2. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans var í fréttum vikunnar eftir að hún fékk hraustlega launahækkun. Lilja Björk býr vel í 108 Reykjavík ásamt eiginmanni og börnum. Meira »

Einkaþjálfari Graham leysir frá skjóðunni

15.2. Ofurfyrirsætunni í yfirstærðinni, Ashley Graham, leiðist á hlaupabrettinu en æfir þó eins og alvöruíþróttamaður.   Meira »

Þetta eru best klæddu konur Íslands!

15.2. Reglulega birtum við lista yfir best klæddu konur landsins. Í ár var leitað til lesenda Smartlands og tilnefndu þeir þær sem komust á lista. Eins og sjá má er listinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Meira »