Hilmar á leið í ársleyfi frá leikhúsinu

Hilmar Guðjónsson leikari er í leið í ársleyfi frá störfum.
Hilmar Guðjónsson leikari er í leið í ársleyfi frá störfum.

Hilmar Guðjónsson leikari er flestum landsmönnum kunnur. Hilmar verður veislustjóri í þorrablóti Gróttu sem haldið verður í byrjun febrúar. Búist er við yfir 300 manns þangað. Það eru áhugaverðir tímar í lífi hans núna.

Hilmar starfar sem leikari hjá Borgarleikhúsinu en er um þessar mundir að fara að stíga inn í óvissuna eins og hann segir sjálfur frá. „Í mars er ég að fara í fæðingarorlof, síðan tekur við sumarfrí hjá mér og svo verð ég í launalausu leyfi í eitt ár frá leikhúsinu.“

Alltaf heppinn með vinnu

Hann útskýrir hversu heppinn hann er að hafa verið með vinnu frá því áður en hann útskrifaðist úr leiklistarskólanum. Þetta óvissuár sem framundan er sé því einskonar hans tímabil að starfa sjálfstætt utan leikhússins og gera hluti sem koma til hans án þess að vera með eitthvað fast í hendi. „Ég er að leggja frá mér silfurskeiðina ef svo má segja.“

En hvað værir þú að starfa við ef þú ættir alla peninga heimsins? „Ætli ég væri ekki að gera nákvæmlega það sama og ég er að gera. Vinna sem leikari og njóta lífsins með fjölskyldunni. Kannski myndi ég vinna minna og ferðast meira, en annars bara nokkuð svipað líf.“

Hilmar verður veislustjóri á þorrablóti Gróttu sem haldið verður í byrjun febrúar. Búist er við yfir 300 manns þangað. Spurður um þorrablótshefðina segir hann:

„Þetta er eins konar náttúruleg andspyrna við myrkrkið. Myrkramótmæli þar sem fólk kemur saman fallega klætt að gæða sér á óhefðbundnum mat og skemmta sér. Ég hef oft stýrt veislum og brúðkaupum og finnst það gaman.“

Seltjarnarnesið sérstakur staður

Hilmar er alinn upp á Seltjarnarnesi og segir það mjög sérstakan stað.

„Ég spilaði með Gróttu sjálfur í nokkur ár sem strákur og er alinn upp á Seltjarnarnesi. Ég áttaði mig á því fyrir nokkrum árum að Seltjarnarnesið er eins konar botnlangi af höfuðborgarsvæðinu. En það finnst mér einmitt einkenna staðinn. Afgirt, verndað svæði sem vill hafa hlutina á sinn hátt. Eins konar vin í borg. Það eru alls konar leyndarmál á Seltjarnarnesi sem þeir vilja hafa fyrir sig. Sem dæmi frétti ég af því að yfirmaður sundlaugarinnar hefði verið hvattur til að auglýsa staðinn fyrir ferðamenn, en hann vildi það ekki, heldur hafa hlutina bara eins og þeir væru.“

Hvað ætlarðu að bjóða upp á?

„Ég ætla að bjóða upp á góðan anda. Það er búið að fá alls konar skemmtikrafta til að koma, það verður happdrætti og fleira. Pabbi sagði mér að þegar maður tæki upp á því að veislustýra, þyrfti maður að átta sig á að það er enginn kominn til að horfa á veislustjórann. Hann þyrfti bara að sjá til þess að allt rúllaði vel, passaði samna og að það yrði ekki of löng bið á milli atriða og fólk vissi hvert það ætti að fara til að hitta á salernið og fleira í þeim dúrnum.

Ég hef haft þessi ráð að leiðarljósi. En auðvitað verður maður skemmtilegur líka, syngur með gestunum og fleira. Þetta verður án efa æðislegt kvöld.“

Ekki vanmeta aðgerðarleysið

Það er gaman að spjalla við Hilmar, þar sem hann er fljótur að taka hlutina á dýptina, er vel tengdur tilfinningunum og opinn í eðli sínu.

„Ég hlakka til framtíðarinnar, sér í lagi að fara í fæðingarorlof sem felur í sér að fara í ákveðinn hjúp og njóta stundarinnar með nýju barni. Ég er ekki að leita að því að hafa eitthvað brjálað að gera á næstunni. Þetta er eitthvað sem mér finnst mikilvægt að gera, en ég fæ líka alveg framfærslukvíða og hugsa um hvort ég sé að fara að detta út úr bransanum og þess háttar. En ég er að temja mér æðruleysi gagnvart þessu og að æfa mig í að leyfa ekki óttanum að taka yfir. Maður skyldi líka aldrei vanmeta aðgerðarleysið. Gott fólk segir að hlutirnir gerist þegar maður er ekki að gera hluti. Ég ætla bara að leyfa hlutunum að gerast í staðinn fyrir að vera alltaf að gera eitthvað sjálfur.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Svona býr Höskuldur bankastjóri Arion

05:00 Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka býr við Skildinganes í Reykjavík. Fasteignamat hússins er 105.650.000 kr.  Meira »

Kynlífið er alltaf eins

Í gær, 22:00 „Við stunduðum gott kynlíf þangað til fyrir nokkrum mánuðum þegar mér fannst við vera gera það sama aftur og aftur.“  Meira »

Þórdís Kolbrún skar sig úr í teinóttu

Í gær, 19:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mætti í teinóttri dragt á Viðskiptaþing sem haldið var á dögunum. Meira »

Frönsk fegurð undir áhrifum New York

Í gær, 17:00 „Það er draumi líkast að við fáum að hanna snyrtivörulínu í samstarfi við svo þekkt lúxusmerki í snyrtiheiminum,” segja Jack McCollough og Lazaro Hernandez en þeir eru stofnendur og aðalhönnuðir bandaríska tískuhússins Proenza Schouler. Meira »

Ekki gera þessi mistök í hjónaberberginu

Í gær, 13:00 Gunna Stella útskýrir hvers vegna okkur líður oftar en ekki betur á hótelum en hér eru nokkrar ástæður.   Meira »

Ragnheiður selur 127 milljóna hús

Í gær, 09:44 Ragnheiður Arngrímsdóttir flugmaður og ljósmyndari hefur sett sitt fallega hús í Tjarnarbrekku á sölu.   Meira »

Sjö merki um að hann elski þig

í gær Er hann ekki búinn að segja þér að þú sért sú eina sanna? Það þarf þó ekki að þýða að hann elski þig ekki.   Meira »

Ertu bara „rebound“?

í fyrradag Er elskhugi þinn bara að nota þig til þess að komast yfir fyrrverandi maka? Vill hann halda sambandinu hversdagslegu og talar í sífellu um fyrrverandi maka? Meira »

Íslenska undrabarnið frá Google mætti

í fyrradag Íslenski ofurhuginn Guðmundur Hafsteinsson sem starfar hjá Google mætti í Iðnó á dögunum. Með honum á myndinni er Þórður Magnússon hjá Eyri Invest. Meira »

Dreymir þig um Vipp-eldhúsinnréttingu?

í fyrradag Danska fyrirtækið Vipp er þekkt fyrir ruslafötur sínar, sápuhaldara og klósetthreinsa. Nú er fyrirtækið komið með eldhúsinnréttingalínu sem hægt er að leika sér endalaust með. Meira »

Þetta bjargar málunum við mígreni

í fyrradag „Í stað þess að grípa til verkjalyfja er því hægt að taka reglulega inn Ginkgo Biloba, sem unnið er úr laufum musteristrésins. Ginkgo Biloba eða musteristrén eru meðal elstu trjátegunda í heimi og elsta tré sem vitað er um í Kína er talið vera allt að 2.500 ára gamalt.“ Meira »

Notkun þunglyndislyfja 30% meiri hér

í fyrradag Íslendingar nota 30% meira af þunglyndislyfjum en næsta Norðurlandaþjóð. Þetta kemur fram í þættinum Lifum lengur.  Meira »

Karl Lagerfeld látinn

í fyrradag Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld er látinn 85 ára gamall. Franskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Þjóðverjinn hefði látist í París. Meira »

8 farðar sem hafa yngjandi áhrif

í fyrradag Svokallaðir ofurfarðar eru frábærir til að spara tíma og stuðla að fallegri húð en þeir búa yfir virkum innihaldsefnum sem bæta ástand húðarinnar til skemmri og lengri tíma. Hér eru átta farðar sem flokka má sem ofurfarða. Meira »

Svona býr Linda Baldvinsdóttir

19.2. Linda Baldvinsdóttir markþjálfi flutti í Bryggjuhverfið síðasta sumar og hefur komið sér vel fyrir. Hún málaði allt í sínum litum og elskar að hafa það huggulegt. Meira »

Sátt við sjálfa sig án fyllinga

18.2. Courtney Cox átti mjög erfitt með að sætta sig við að eldast og lét eiga við andlit sitt þannig að hún hætti að þekkja sjálfa sig í spegli. Meira »

Daníel Ágúst mætti með hlébarðaklút

18.2. Myndlistakonan Ásdís Spanó opnaði um helgina einkasýninguna Triangular Matrix. Sýningin verður í Grafíksalnum og er opin frá 16. febrúar til 3. mars 2019. Meira »

Svona er æskuheimili Birkis Más

18.2. Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var alinn upp í Eskihlíð 14 í 105 Reykjavík. Hann spilaði sinn 88. leik með landsliðinu á dögunum og var valinn íþróttamaður Vals um áramótin. Meira »

Stal Wintour stílnum frá Heiðrúnu Önnu?

18.2. Heiðrún Anna stal senunni í bláum leðurkjól í Söngvakeppninni um helgina. Daginn eftir var frú Anna Wintour mætt í bláa leðurkápu. Meira »

Lindex lokar í þrjá daga

18.2. Sænska móðurskipið Lindex hefur verið í átta ár í Smáralind en nú mun verslunin loka í þrjá daga vegna endurbóta.   Meira »

Róbert Wessman fluttur í Arnarnesið

18.2. Róbert Wessman forstjóri Alvogen er fluttur í Arnarnesið í Garðabæ ásamt unnustu sinni Kseniu Shakhmanova.  Meira »