10 lífsreglur Oprah Winfrey

Oprah Winfrey lifir drauminn sinn daglega. Hún ráðleggur fólki að ...
Oprah Winfrey lifir drauminn sinn daglega. Hún ráðleggur fólki að skilgreina hvað það langar að áorka í lífinu og vinna ötullega í því daglega. Þolinmæði skiptir máli í hennar augum. mbl.is/AFP

Oprah Winfrey er að mati margra brautryðjandi á sínu sviði. Hún stýrir sínu eigin fjölmiðlaveldi, gefur út tímarit, framleiðir sjónvarpsefni og svo mætti lengi áfram telja. 

Móðir Winfrey var einstæð móðir sem átti lítið á milli handanna. Winfrey varð fyrir kynferðislegri misnotkun sem barn. Hún fæddi andvana barn einungis fjórtán ára að aldri en fór að vinna fyrir sér ung með skóla. 

Hún er á því að mesta hugrekki sem nokkur getur sýnt sé að vinna sig úr fortíðinni. Hún hvetur fólk til að óttast ekki óttann sjálfan. Að lifa draumalífinu, en hafa þolinmæði fyrir því að góðir hlutir gerast hægt. 

Hér verður haldið áfram að skoða hvað þeir sem eru að breyta sam­tím­an­um hafa fram að færa. 

Þú verður að þekkja þitt virði

„Þegar þú berð ekki virðingu fyrir því sem þú gerir, þá mun heimurinn vanmeta hver þú ert. Stattu með þér og taktu afstöðu í lífinu. Gerðu það sem er rétt hverju sinni og gerðu þitt besta. Finndu þinn eigin æðri mátt og settu kærleika inn í það sem þú gerir á hverjum degi.

Ef þú gerir þitt besta þessa stundina, þá muntu vera tilbúin fyrir næstu stund í lífinu.“

Sýndu þakklæti

„Ef þú ert þakklát/þakklátur fyrir það sem þú hefur muntu fá meira af því sem þú átt. Ef þú setur athyglina á það sem þú átt ekki muntu aldrei eiga nóg.“

Breyttu reynslunni í þekkingu

„Við förum öll í gegnum okkar verkefni í lífinu. Verkefnin okkar eru misjöfn, en við getum alltaf ákveðið hvernig verkefnin okkar skilgreina okkur. Ef þú horfir á það sem hefur sært þig og getur öðlast skilning á því snýrðu sárum þínum í þekkingu. Þú ert ekki það sem hefur komið fyrir þig, heldur hvernig þú hefur unnið þig út úr málunum.“

Þú getur öðlast allt í lífinu

„Lífið er fullt af tækifærum. Ef þú setur þér markmið og vinnur að þeim daglega getur þú öðlast allt sem þig langar til í lífinu. Mundu bara að við getum ekki fengið allt sem okkur langar í strax. Þolinmæði, fókus og vinna kemur okkur, einn dag í einu, í átt að því lífi sem við viljum lifa.“ 

Lifðu heiðarlega

„Að vera heiðarlegur/heiðarleg er fyrir okkur. Raunverulegt æðruleysi sýnum við þegar við gerum það sem er rétt í þessu lífi, án þess að spá í hvort fólk fylgist með því sem við erum að gera. Ekki vera einungis heiðarlegur þegar aðrir sjá til. Þú veist hvað er rétt að gera í þessu lífi. Gerðu það.“

Vertu frjáls

„Það sem þú óttast mest hefur ekkert vald yfir þér nema að þú leyfir því að gera það. Óttinn er það sem hefur vald yfir þér. Ef þú horfist í augu við sannleikann muntu verða frjáls.“

Veldu þér vini

„Við höfum frelsi til að velja okkur vini. Vertu í kringum fólk sem langar til að þér gangi vel. Heilbrigt fólk sem tekur þátt í því að koma þér áfram. Ekki vera með fólk í kringum þig sem þú ögrar. Fólk sem setur þig niður af því það býr ekki yfir hugrekki þínu og á sér ekki sömu drauma og þú átt.“

Fyrirgefðu öðrum

„Þó að þú fyrirgefir einhverjum er ekki þar með sagt að þú þurfir að halda áfram að umgangast fólk sem hefur sært þig. Raunveruleg fyrirgefning að mínu mati er þegar maður getur þakkað fólki fyrir reynsluna, sett því mörk og haldið áfram.“

Finndu trú

„Þú verður sjaldnast það sem þig langar í þessu lífi, heldur frekar það sem þú trúir. Passaðu upp á að finna þitt æðra í þessu lífi. Finndu þér hugmyndakerfi sem þú getur ástundað reglulega. Þegar lífið fellir þig og þú þarft að finna leið til að standa upp og halda áfram er nauðsynlegt að eiga kærleiksríkt afl sem hjálpar þér áfram.“

Sýndu hugrekki

„Við sýnum hugrekki þegar við höfum kjark til að stíga út úr sögunni okkar, fortíðinni og finnum okkur leið til að lifa drauminn okkar. Það er raunverulegt hugrekki og þannig finnum við tilganginn okkar í lífinu. Ekki leyfa öðru fólki að skilgreina þig. Þú veist hver þú ert. Þú veist hvað þig dreymir um. Finndu leið til að lifa drauminn daglega og hafðu þolinmæði til að öðlast það sem þig langar.“

mbl.is

Sátt við sjálfa sig án fyllinga

22:30 Courtney Cox átti mjög erfitt með að sætta sig við að eldast og lét eiga við andlit sitt þannig að hún hætti að þekkja sjálfa sig í spegli. Meira »

Daníel Ágúst mætti með hlébarðaklút

19:30 Myndlistakonan Ásdís Spanó opnaði um helgina einkasýninguna Triangular Matrix. Sýningin verður í Grafíksalnum og er opin frá 16. febrúar til 3. mars 2019. Meira »

Svona er æskuheimili Birkis Más

16:32 Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var alinn upp í Eskihlíð 14 í 105 Reykjavík. Hann spilaði sinn 88. leik með landsliðinu á dögunum og var valinn íþróttamaður Vals um áramótin. Meira »

Stal Wintour stílnum frá Heiðrúnu Önnu?

14:30 Heiðrún Anna stal senunni í bláum leðurkjól í Söngvakeppninni um helgina. Daginn eftir var frú Anna Wintour mætt í bláa leðurkápu. Meira »

Lindex lokar í þrjá daga

14:18 Sænska móðurskipið Lindex hefur verið í átta ár í Smáralind en nú mun verslunin loka í þrjá daga vegna endurbóta.   Meira »

Róbert Wessman fluttur í Arnarnesið

10:38 Róbert Wessman forstjóri Alvogen er fluttur í Arnarnesið í Garðabæ ásamt unnustu sinni Kseniu Shakhmanova.  Meira »

Muhammad Ali bjó í höll

07:38 Einn frægasti íþróttamaður allra tíma bjó í afar íburðarmiklu glæsihýsi á níunda áratugnum.   Meira »

Er andlegur ráðgjafi Oprah Winfrey svarið?

í gær „Við mælum ekki hamingju með efnahagslegum mælikvörðum. Við þurfum að horfast í augu við opíóðafaraldurinn, við þurfum að horfast í augu við sjálfsmorðstíðnina í landinu. Við þurfum að skoða hvað liggur undir yfirborðinu. Efla vitund, ást og kærleika bandarísku þjóðarinnar.“ Meira »

Geirvörtufullnæging kemur oftast óvænt

í gær Fólk er með misnæmar geirvörtur en sumar konur upplifa fullnægingu eftir að gælt er við geirvörtur þeirra.   Meira »

Hús Elon Musk minnir á geimskip

í gær Elon Musk hefur sett glæsihýsi sitt í Los Angeles á sölu. Musk er ekki að flytja til Mars þótt hann hafi fulla trú á hugmyndinni. Meira »

Heitustu skórnir í dag

í gær Frú Anna Wintour hefur gefið leyfi. Heitustu skórnir í dag eru ekki ákveðin gerð af skóm heldur skiptir munstrið öllu máli.   Meira »

Ljóstrar upp heilsuleyndarmálinu

í gær Hin skemmtilega Rachel Brosnahan hefur lítinn sjálfsaga þegar kemur að hreyfingu en borðar því mun hollari fæðu.   Meira »

Pör sem gera þetta eru hamingjusamari

í gær Sambandsráð geta verið misgóð en það er líklega óþarfi að draga það í efa að það sé slæmt að tala um líðan sína við maka sinn. Meira »

Neysluhyggjupælingar

16.2. „Ég hef verið að hugsa mikið um neyslu. Ég hef aldrei búið við skort af neinu tagi og aldrei þurft að hafa sérstakar áhyggjur af peningum blessunarlega. Ég var í menntaskóla þegar kreppan skall á og hef aðeins heyrt út undan mér af breytingunum sem áttu sér stað í kjölfar hennar árið 2008, bæði hér á landi sem og erlendis.“ Meira »

Svona gerir þú munngælurnar betri

16.2. Flestir menn veita ekki konum sínum munnmök vegna þess að þeir hafa enga hugmynd um hvað þeir eru að gera þarna niðri.   Meira »

Gafst upp á því að æfa í klukkutíma á dag

16.2. Það getur verið óþarf að djöflast í klukkutíma á dag í líkamsræktarstöð. Stundum er hreinlega betra að taka styttri æfingar heima ef það hentar betur. Meira »

Bræðurnir óþekkir í fatavali

16.2. Katrín og Meghan eru með fallegan fatastíl en bræðurnir Vilhjálmur og Harry vekja sjaldan athygli fyrir fataval sitt sem er þó töluvert frábrugðið því sem Karl faðir þeirra kýs. Meira »

„Ég held við konu, hvað er til ráða?“

16.2. „Ég kynntist konu fyrir 3 árum sem er gift. Ég hef verið viðhaldið hennar síðan þá. Hún hefur alltaf sagt mér að ég sé henni allt og hún vilji bara framtíð með mér. Hún segir að hún sé að skilja og eiginmaður hennar sé að flytja út.“ Meira »

Lilja Björk bankastjóri býr í glæsivillu

16.2. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans var í fréttum vikunnar eftir að hún fékk hraustlega launahækkun. Lilja Björk býr vel í 108 Reykjavík ásamt eiginmanni og börnum. Meira »

Einkaþjálfari Graham leysir frá skjóðunni

15.2. Ofurfyrirsætunni í yfirstærðinni, Ashley Graham, leiðist á hlaupabrettinu en æfir þó eins og alvöruíþróttamaður.   Meira »

Þetta eru best klæddu konur Íslands!

15.2. Reglulega birtum við lista yfir best klæddu konur landsins. Í ár var leitað til lesenda Smartlands og tilnefndu þeir þær sem komust á lista. Eins og sjá má er listinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Meira »