Verður aldrei útúrdrukkinn á þorrablótum

Helgi Björnsson segir að glimmer eigi síður við á þorrablótum …
Helgi Björnsson segir að glimmer eigi síður við á þorrablótum en lopapeysan góða sé alltaf í tísku á þessum tíma. Ljósmynd/Aðsend

Helgi Björnsson söngvari og leikari ætlar að fara í ítölsku alpana á skíði og koma svo beint heim í þorrablót á Bryggjunni brugghúsi þar sem hann mun halda uppi stuðinu á hinn klassíska þorrahátt. 

Hvar verður þú á þorranum?

„Ég byrjaði þorrann í ítölsku ölpunum þar sem ég ætla á skíði og að gæða mér á ítölskum kræsingum. Síðan flaug ég beint heim í þorrablót á Bryggjunni brugghúsi þar sem ég kom  fram og söng með hljómsveit hinn 26. janúar og síðan verð ég þar einnig dagana 8. og 9. febrúar. Anna Svava og Saga Garðarsdóttir sjá um veislustjórn svo ég geri ráð fyrir frábærri skemmtun. Ég tel þennan viðburð góða viðbót við veislur íþróttafélaganna. Þetta verður eflaust minna í sniðum og meira í anda þess sem ég man eftir frá því að þorrablótin voru vinsæl á Naustinu hér á árum áður. Bryggjan brugghús verður með frábæran þorramat og þeir brugga sinn eigin mjöð, sem hljómar mjög viðeigandi fyrir tilefnið.“

Hvernig tónlist ætlarðu að spila?

„Það er ekki spurning í mínum huga að klassísk gömul lög séu viðeigandi. Sú tónlist sem ég hef flutt með Reiðmönnum vindanna. Íslensk gömul lög frá ýmsum tímum: Ríðum sem fjandinn og Þú komst í hlaðið á hvítum hesti svo dæmi séu tekin.“

Hvað gerir þú aldrei á þorrablótum?

„Ég verð aldrei útúrdrukkinn og ég passa mig á því að borða ekki um of af súrsuðum mat.“

Hverju klæðistu á þorrablótum?

„Á þorrablótum tek ég upp vaðmálsbuxurnar, vaðmálsvesti og lopapeysuna. Pallíettur og glimmer eru ekki stíllinn minn á þessum viðburðum þótt ég verði að viðurkenna að ég er ekki alveg búinn að fara í gegnum fataskápinn og ákveða í hverju ég verð.“

Fallegar lopapeysur fást m.a. í Geysi.
Fallegar lopapeysur fást m.a. í Geysi.

Hverju mælirðu með til að drekka með þorramatnum?

„Ég tel að þorramaturinn sé bestur með brugguðum miði. Líkt og taílenskur matur kallar á bjór frekar en vín að mínu mati þá gildir það sama tengt þessum klassíska gamla íslenska mat. Síðan mæli ég með einu staupi af íslensku brennivíni.“

Helgi er á því að mjöður sé bestur með þorramatnum.
Helgi er á því að mjöður sé bestur með þorramatnum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »