Elma og Mikael flytja til Vínar

Mikael Torfason og Elma Stefanía Ágústsdóttir.
Mikael Torfason og Elma Stefanía Ágústsdóttir. Ljósmynd/Hari

Leikkonan Elma Stef­an­ía Ágústs­dótt­ir og rithöfundurinn Mikael Torfason hafa búið í Berlín að undanförnu en nú er fararsnið á fjölskyldunni þar sem Elma Stefanía hefur fengið í vinnu í Vín. 

Elma Stefanía greinir frá því á Facebook að hún hafi fengið fastráðningu við Burgtheater í Vín og þangað flytji fjölskyldan næsta sumar. Mikael hefur sjálfur unnið mikið við leikhús á meginlandinu og þá í samstarfi við leikstjórann Þorleif Örn Arnarson. 

Haustið 2017 eignuðust hjónin sitt fyrsta barn saman en fyrir eiga þau börn úr öðrum samböndum. 

skjáskot/Facebook
mbl.is