Íslensk í ofurstærð og fer aldrei í partí

Oddný Ingólfsdóttir er ein skærasta instagramstjarna landsins með 189 þúsund fylgjendur. Hún er förðunarfræðingur og starfar á Beautybar. Þótt hún njóti vinsælda á Instagram þarf hún reglulega pásu frá miðlinum því oft verður veran þar of yfirþyrmandi. Hún er 25 ára gömul og segist hafa orðið hissa á vinsældunum. 

„Þetta þróaðist hægt og rólega. Ég var alltaf meðvituð um að bæta mig á Instagram, allavegana fyrst, síðan þegar ég fór að taka myndir af mér í nærfötum frá vinsælum fyrirtækjum sem framleiða undirföt fyrir stærri skálastærðir, eins og Curvy Kate, þá fór þetta að ganga hraðar,“ segir Oddný. 

Aðspurð hvort hún hafi búist við þessum vinsældum segir hún svo ekki vera. 

„Ég hugsaði ekkert um það, en ég reyndi samt alltaf að bæta mig.“

-Hvað veldur þessum rosalegu vinsældum? 

„Það er blanda af þröngu áhugasviði sem ég fell undir og litlu framboði af sambærilegum stelpum miðað við aðra hópa af stelpum á Instagram,“ segir hún. 

-Hvað er þú að gera sem aðrir áhrifavaldar eru ekki að gera?

„Voða fátt, held persónulega að aðrar stelpur sem eru í þessu séu að gera þetta mun betur en ég, en markaðurinn minn er mun þrengri.“

-Lifir þú af því að vera áhrifavaldur? 

„Nei, það geri ég ekki. Ég hef ekki verið dugleg við að koma mér á framfæri, en það er nokkuð sem ég væri alveg til í að prófa. Ég myndi framleiða miklu fallegra efni ef ég gæfi mér tíma í það.“

-Hvernig pródúserar þú instagramreikninginn þinn? 

„Ég geri allt sjálf, ég dett inn í tímabil þar sem ég hef mjög gaman af þessu og eyði miklum tíma í að framleiða efni til þess að setja inn. Svo eyði ég nokkrum mánuðum þar sem ég fer varla inn á samfélagsmiðla. Annars er ég rosalega hrifin af snapseed sem myndvinnsluforriti í síma og photoshop í tölvunni.“

-Ertu í marga klukkutíma að taka hverja mynd eða er þetta meira spontant? 

„Það er mismunandi, ég hef gaman af hvoru tveggja. Mér finnst flott að hafa selfies í bland við uppstilltar myndir en ég fíla líka lifestyle-instagröm. Mér finnst ég ekki vera búin að finna mér minn eigin stíl því ég er hrifin af of mörgu,“ segir Oddný. 

Aðspurð hvernig lífi hún lifi segist hún alltaf vera á fullu. 

„Ég lifi mjög hröðu lífi. Ég er alltaf að gera eitthvað og gef mér of lítinn tíma í allt. Ég er með of mikið af langtímaplönum.“

Aðspurð hvað hún geri um helgar segist Oddný vera frekar leiðinleg týpa.  

„Ég er mjög leiðinleg, ég fer aldrei í partí. Ég vinn bara allar helgar, en þegar ég vinn ekki er ég yfirleitt til í stefnumót eða afslöppun með kallinum mínum,“ segir hún. 

Oddný segist hugsa vel um heilsuna. 

„Ég fer mikið í ræktina og sund og svo hef ég mikinn áhuga á lyftingum. Svo þarf ég alltaf tíma þar sem ég fer ekki inni á samfélagsmiðla af því að ég dæmi sjálfa mig of mikið, svo ég forðast það oft.“

-Uppáhaldsmatur?

„Saltkjöt og baunir.“

-Ertu a- eða b-manneskja? 

„Ég verð að vakna snemma og fara snemma að sofa, annars líður mér illa. Ég reyni að halda mér í algeri rútínu.“

-Hver eru þín framtíðarplön? 

„Ég ætla að vinna meira með myndlistina mína og koma mér í meira myndlistarnám. Svo langar mig að auka sjálfstraustið og koma mér meira á framfæri á netinu.“

-Hvað gerir þig hamingjusama?

„Maðurinn minn, Birkir Freyr Guðbrandsson, sem er kokkur. Við erum búin að vera saman í fimm og hálft ár. Hann gerir mig hamingjusama, ég gæti ekki verið heppnari með kall. Og svo auðvitað þegar ég næ að gera það sem ég ætla mér, hvort sem það er lítið eða stórt.“

View this post on Instagram

Subscribe to Pewdiepie ⁣ ⁣ #plussize #fatgirl #curvykate #curvykatebabes #brastop #brastopbabe #plussizemodels #plussizediva

A post shared by O D D A 🌺 (@oddaiceland) on Dec 10, 2018 at 9:47am PST

mbl.is

Lilja Björk bankastjóri býr í glæsivillu

05:00 Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans var í fréttum vikunnar eftir að hún fékk hraustlega launahækkun. Lilja Björk býr vel í 108 Reykjavík ásamt eiginmanni og börnum. Meira »

Einkaþjálfari Graham leysir frá skjóðunni

Í gær, 23:30 Ofurfyrirsætunni í yfirstærðinni, Ashley Graham, leiðist á hlaupabrettinu en æfir þó eins og alvöruíþróttamaður.   Meira »

Þetta eru best klæddu konur Íslands!

Í gær, 20:00 Reglulega birtum við lista yfir best klæddu konur landsins. Í ár var leitað til lesenda Smartlands og tilnefndu þeir þær sem komust á lista. Eins og sjá má er listinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Meira »

Sindri Sindrason flytur úr höllinni

Í gær, 17:00 Sindri Sindrason sjónvarpsmaður hefur sett sitt fallega einbýli á sölu. Um er að ræða 320 fm einbýli sem byggt var 1985.   Meira »

Fegurð og flottur stíll við Barmahlíð

Í gær, 14:00 Fegurð er orðið yfir þessa 120 fm íbúð við Barmahlíð. Gráir og grænir tónar mætast á heillandi hátt.   Meira »

Hvernig kveiki ég í sambandinu aftur?

Í gær, 10:13 Ég er í vanda stödd. Maki minn sem ég er búin að vera með í fjölmörg ár fer svo mikið í taugarnar á mér núna að ég veit ekki hvernig ég á að haga mér. Innst inni, ef ég gref nógu langt, veit ég að ég elska hann en við erum samt eins og vinir – ekki par. Meira »

Munurinn geysilegur á milli mynda

í gær Það eru ekki allar myndir gjaldgengar á samfélagsmiðlum, eða þannig líður mjög mörgum. Unglingar sem fengu það verkefni að breyta mynd af sér þannig að hún væri tilbúin til birtingar á samfélagsmiðlum breyttu myndunum ótrúlega mikið. Meira »

Var Melania í kápu eða náttslopp?

í fyrradag Melania Trump er oftast í smekklegum og fallegum fötum. Bleika kápan frá Fendi sem frú Trump klæddist í vikunni hefur þó vakið athygli fyrir annað en að vera bara falleg. Meira »

Þórunn Pálsdóttir selur útsýnishúsið

í fyrradag Þórunn Pálsdóttir verkfræðingur og fasteignasali hyggst flytja og er hennar fallega Garðabæjarhús komið á sölu.   Meira »

Giftu sig á rómantískasta degi ársins

í fyrradag Stjörnurnar hafa verið duglegar að gifta sig á Valentínusardaginn en dagurinn virðist þó ekki endilega vera happamerki ef horft er til skilnaða sömu hjóna. Meira »

Ekki gera þessi mistök á litlu baðherbergi

í fyrradag Það er besta ráðið að henda pínulitlum spegli og vaski á fæti á litla baðherbergið. Því minna sem baðherbergið er því dýrmætara er geymsluplássið. Meira »

Dásamlega lekkert einbýli í 101

14.2. Við Bauganes í Skerjafirði stendur ákaflega fallegt fjölskylduhús þar sem hver fm er nýttur til fulls.   Meira »

Dreymir um að fara til Mið-Austurlanda

14.2. Friðrika Hjördís Geirsdóttir, eða Rikka eins og hún er kölluð, er umsjónarmaður nýs Ferðavefs mbl.is sem fer í loftið í dag. Meira »

Konan búin að missa kynhvötina

13.2. „Ég veit að kynhvötin getur breyst en hún sýnir engin áform um að takast á við vandamálið. Ég hef boðist til þess að hjálpa en hún sýnir því ekki mikinn áhuga.“ Meira »

„Ég fékk nóg af draslinu“

13.2. „Þegar ég var ófrísk af fjórða barninu (árið 2015) fékk ég nóg af magni hluta á heimilinu okkar. Ég hreinlega hringsnerist í kringum sjálfa mig. Við eigum heima í stóru húsi á tveimur hæðum og einhverra hluta vegna var þetta hús yfirfullt af dóti, leikföngum, húsgögnum, þvotti, þvotti og þvotti og öllu því sem „á“ að fylgja stórri fjölskyldu.“ Meira »

Fyrrverandi maður orðinn besta vinkonan

13.2. „Fólk hafði skoðanir á öllu. Eins og til dæmis að það væri undarlegt að hún hefði bara fyrst áttað sig á þessu þegar við vorum úti í Svíþjóð. Að hún hlyti að hafa gert það fyrr, örugglega strax í æsku, bara rétt eins og það vissi miklu betur um hennar líðan en hún sjálf. Að hún hefði örugglega verið í afneitun og bælt þetta niður. Auðvitað veit enginn neitt um þetta nema hún sjálf.“ Meira »

5 mistök sem fólk gerir í sykurleysinu

13.2. Júlía Magnúsdóttir heilusmarkþjálfi segir að mistökin geti verið dýrkeypt þegar kemur að sykurleysi því sykurinn sé svo ávanabindandi. Meira »

Allir geta misst æfingataktinn

13.2. Nýverið greindi Elena Arathimos frá því að hún hafi misst taktinn í æfingunum sínum í tvær vikur. Hún byrjaði að borða óhollt, fara seint að sofa og fann fyrir aukinni streitu. Meira »

Klippti toppinn með naglaklippum

13.2. „Ég klippti toppinn minn sjálf með naglaklippum og það var hræðilegt,“ sagði Dakota Johnson sem er þekkt fyrir að skarta frjálslegum toppi. Meira »

Götutískan á tískuvikunni í New York

12.2. Gestir tískuvikunnar í New York mæta ekki í svörtu frá toppi til táar. Konur mæta þó í bleiku eða fjólubláu frá toppi til táar en áberandi litir hafa tekið yfir götur New York-borgar. Meira »

Fæla sterkar konur karlmennina frá sér?

12.2. „Nú nýverið las ég grein þar sem fram kom að karlar vilji ekki sterkar vel gefnar konur sem maka þrátt fyrir að þeir beri mikla virðingu fyrir þeim alla jafna,“ segir Linda Baldvinsdóttir. Meira »