Giftu sig á rómantískasta degi ársins

Það er vinsælt að gifta sig á degi ástarinnar, Valentínusardeginum.
Það er vinsælt að gifta sig á degi ástarinnar, Valentínusardeginum. Samsett mynd

Sumir vilja meina að Valentínusardagurinn sé rómantískasti dagur ársins. Það hafa ófáir nýtt daginn til þess að trúlofa sig eða jafnvel gifta sig. People tók saman lista yfir nokkur stjörnupör sem völdu daginn til að láta pússa sig saman. Deginum fylgir þó ekki endalaus hamingja ef marka má hvernig hjónaböndin fóru. 

Sharon Stone og Phil Bronstein 

Leikkonan giftist fjölmiðlamanninum óvænt á heimili Stone árið 1998. Gestir héldu að þeir væru að mæta í Valentínusarboð þegar um brúðkaup var í raun að ræða. Eftir sex ára hjónaband og eitt barn skildu hjónin. 

Sharon Stone gifti sig á Valentínusardaginn.
Sharon Stone gifti sig á Valentínusardaginn. mbl.is/AFP

Adriana Lima og Marko Jaric 

Ofurfyrirsætan og körfuboltakappinn giftu sig ekki bara á Valentínusardaginn 2009 heldur nefndu þau dóttur sína einnig Valentínu. Þau tilkynntu um skilnað sinn árið 2014 eftir fimm ára hjónaband. 

Adriana Lima hélt í nokkur ár upp á brúðkaupsdaginn sinn …
Adriana Lima hélt í nokkur ár upp á brúðkaupsdaginn sinn 14. febrúar. mbl.is/AFP

Meg Ryan og Dennis Quaid

Leikarahjónin Ryan og Quaid létu pússa sig saman 14. febrúar árið 1991. Eftir níu ára hjónaband og eitt barn var hjónbandið búið. Ryan er sögð hafa farið frá Quiad fyrir leikarann Russell Crowe. 

Dennis Quaid og Meg Ryan giftu sig á Valentínusardaginn.
Dennis Quaid og Meg Ryan giftu sig á Valentínusardaginn. mbl.is/Rauters

Keri Russell og Shane Deary

Leikkonan giftist Deary á Valentínusardaginn árið 2007 en þá áttu þau von á barni saman. Eftir sex og hálft ár og tvö börn tilkynntu þau um skilnað sinn. 

Leikkonan Keri Russell.
Leikkonan Keri Russell. mbl.is/AFP

Salma Hayek og François-Henri Pinault

Leikkonan gekk að eiga franska milljarðamæringinn 14. febrúar árið 2009 í París en fyrir áttu þau einmitt dótturina Valentínu. Hjónin eru enn saman. 

Salma Hayek og eiginmaður hennar Francois-Henri Pinault.
Salma Hayek og eiginmaður hennar Francois-Henri Pinault. mbl.is/AFP

Benedict Cumberbatch og Sophie Hunter 

Breski leikarinn gekk að eiga leikstýruna á Valentínusardaginn árið 2015 í lítilli miðaldakirkju á Englandi. Hunter var ólétt þegar að þeirra fyrsta barni á brúðkaupsdaginn og nú hafa hjónin, sem enn eru saman, bætt við öðru barni. 

Sophie Hunter og Benedict Cumberbatch.
Sophie Hunter og Benedict Cumberbatch. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál