Er andlegur ráðgjafi Oprah Winfrey svarið?

Marianne Williamson býður sig fram sem forsetaefni demókrata í forsetakosningunum …
Marianne Williamson býður sig fram sem forsetaefni demókrata í forsetakosningunum árið 2020. Ljósmynd/skjáskot Youtube

Eftir frumsýningu kvikmyndarinnar Vice um Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, eru margir á því að þörf sé á byltingu víðsvegar um heiminn þegar stjórnmál eru annars vegar. Fólk veltir fyrir sér hvort andlegi leiðtoginn og rithöfundurinn Marianne Williamson sé svarið.

Í nýlegu myndbandi, sem tekið var á formlegri kynningu hennar þar sem hún býður sig fram sem efni demókrata fyrir næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum, segir hún meðal annars:

„Við mælum ekki hamingju með efnahagslegum mælikvörðum. Við þurfum að horfast í augu við opíóðafaraldurinn, við þurfum að horfast í augu við sjálfsmorðstíðnina í landinu. Við þurfum að skoða hvað liggur undir yfirborðinu. Efla vitund, ást og kærleika bandarísku þjóðarinnar. 

Við þurfum ekki einstakling í Washington sem veit hvernig Hvíta húsið virkar, við þurfum einstakling sem skilur hvernig fólk virkar. Þess vegna býð ég mig fram.“

Marianne Williamson er með mest fylgi allra frambjóðenda á samfélagsmiðlum. Hún er andlegur ráðgjafi fólks á borð við Oprah Winfrey og hefur skrifað fjölmargar bækur í gegnum ævina um skoðanir sínar og þá hugsun sem hún hefur tileinkað sér m.a. úr Course in Miracles, sem er hugmyndakerfi komið frá tveimur sálfræðingum við Stanford-háskóla. 

Hún þykir kærleiksríkur frambjóðandi sem stendur í fæturna gagnvart réttindum minnihlutahópa. Hún hefur starfað m.a. með alnæmissjúklingum um skeið og hjálpað þúsundum víðs vegar um heiminn í átt að andlegu heilbrigði með hugmyndastefnu sinni, vikulegum fyrirlestrum sem hún streymir úr kirkju og fleira. 

Hér má sjá meira um þessa áhugaverðu konu. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál