Léttist um 78 kíló - 1,5 milljónir í ruslið

Snædís Yrja Kristjánsdóttir er ánægð með lífið í dag en …
Snædís Yrja Kristjánsdóttir er ánægð með lífið í dag en þetta ferli hefur verið allt annað en auðvelt.

Snædís Yrja Kristjánsdóttir er íslensk transkona og samfélagsmiðlastjarna sem hefur verið opin með kynleiðréttingarferli sitt og hefur leyft fólkinu í landinu að fylgjast með sér í gegnum Instagram og Snapchat. Á þessu ferðalagi hefur margt gerst, hún er 78 kílóum léttari og hefur lagt mikinn metnað í heilbrigðan lífsstíl. Á dögunum fór hún í tvær lýtaaðgerðir í viðbót. 

„Núna var ég að koma úr upphandleggsaðgerð og baklyftingu vegna auka húðar sem varð eftir á líkamanum eftir að ég grenntist,“ segir Snædís Yrja og bætir við: 

„Í fyrra fór ég í svuntuaðgerð til að taka húðina af maganum en það er eins með hana og þessar aðgerðir sem ég fór í núna. Allt var þetta gert til að fjarlægja aukahúðina sem varð eftir.“

Þegar hún er spurð að því hvers vegna hún sé svona opin með þessar breytingar á líkamanum finnst henni mikilvægt að fólk sjái hvað er hægt að gera og að lýtaaðgerðir séu ekkert til að skammast sín fyrir.  

„Mig finnst rosalega nauðsynlegt að fólk sjái hvernig sumar aðgerðir eru gerðar og fái að fylgjast með bataferlinu. Það er enn svo mikið tabú á Íslandi í dag að tala opið um fegrunaraðgerðir og lýtaaðgerðir. Einhver verður að brjóta ísinn vegna þess að sumar aðgerðir eru nauðsynlegar fyrir marga,“ segir hún. 

Snædís Yrja fyrir 10 árum og í dag. Myndin í …
Snædís Yrja fyrir 10 árum og í dag. Myndin í miðjunni er ný.
Snædís Yrja þá og nú.
Snædís Yrja þá og nú.

Var bráðnauðsynlegt að láta minnka húðina á höndum og baki?

„Ekki lífsnauðsynlegt nei, en ég var með mörg kíló af auka húð hangandi utan á mér svo lífsgæðin mín munu batna til muna með þessum aðgerðum.“

Snædís Yrja er búin að léttast um 78 kg á nokkrum árum en vegurinn að færri kílóum hefur verið grýttur og tekið á. 

„Ég fór í magaermi árið 2016. Ég var komin í þrot og var búin að leita allra leiða til að grennast. Nema ég var ekki svo heppin. Aðgerðin virkaði ekki eins og hún átti að virka.  Bæði hætti brennslan mín að virka og ég var hætt komin á tímabili. Ég þurfti stöðugt að leita til lækna vegna þess að það var alltaf að líða yfir mig ásamt fleiru. Ég leitaði til næringarfræðings og var í strangri þjálfun en ekkert gerist, vigtin haggaðist ekki og ég sá hana bara fara upp. Það var ekki fyrr en um mitt ár 2017 þegar ég átti að byrja að fara í lokaaðgerðina í kynleiðréttingarferlinu þá ákvað ég að taka þetta í mínar eigin hendur og byrjaði að breyta um mataræði, minnka matarskammtinn og fór til einkaþjálfara. Hægt og rólega með aðstoð þjálfara míns, Rakelar hjá Þol.is, byrjuðu hlutirnir að gerast,“ segir hún.

„Ég var dugleg að taka inn fæðubótarefni og brennslutöflur hjá Fitnessport og þeir studdu mig mikið. Allt í einu fór allt í gang. En ég hef svo sannarlega þurft að hafa fyrir hverju einasta kílói. Þetta er ekki svo auðvelt að geta hoppað í aðgerð og þú missir fullt af kílóum.“

Hún segir að allt þetta ferli, magaermina og einkaþjálfunina, hafi tekið á taugarnar. 

„Ég var mjög óheppin og lenti í mörgum slæmum atvikum út frá þessari aðgerð og ef ég gæti breytt núna þá hefði ég ekki farið í þessa aðgerð vegna þess að ég sé núna að ég gat þetta sjálf eftir allt. Í raun og veru fóru 1,5 milljónir í ruslið.“

En hún er sáttari núna en nokkru sinni áður. 

„Í dag hef ég aldrei verið hamingjusamari. Ég hef unnið hörðum höndum í andlegu og líkamlegu hliðinni sem eru báðar jafnmikilvægar,“ segir hún. 

Þegar líf Snædísar Yrju var að komast í jafnvægi kom alvarlegt bakslag. 

„Fyrir sjö mánuðum hrundi líf mitt þegar mér var nauðgað á afmælinu mínu og ég fór í sálfræðimeðferð upp á geðdeild. Ég á starfsfólki geðdeildarinnar mikið að þakka. Ég rakst á fyrirlestur á Youtube.com með sálfræðingnum Marisa Peer sem hjálpar fólki að byggja sig upp. Eitt af því sem hún kenndi mér sem breytti lífi mínu var það að segja við sjálfa mig að „ég er nóg“. Svo á hverjum degi byrja ég á því að lesa framan á símanum mínum „Ég er nóg - ég elska mig - ég er falleg - ég get allt.“ Mér finnst vanta svolítið í Íslendinga að hrósa sjálfum sér. Leið og þú ferð að segja það aftur og aftur við sjálfan þig þá ferðu að trúa því. Í dag er ég þakklát fyrir allt sem ég upplifað, afrekað og á! Ég minni sjálfa mig á það á hverjum degi hvað ég er heppin að vera stödd á þessum stað í dag og er mjög hamingjusöm.“

Kynleiðréttingarferli Snædísar Yrju hefur tekið fjögur ár og segist hún ekki vera sama manneskja í dag og þá. Hún segir að líf sitt hafi breyst mjög mikið fyrir rúmlega ári þegar kynleiðréttingin sjálf fór fram hjá lýtalækni. 

„Frá og með 30. janúar 2018 breyttist líf mitt þegar ég vaknaði með píkuna mína, eitthvað sem átti að vera þarna alla mína ævi. Og ég mun alltaf halda upp á þennan dag.“

Hvert stefnir þú?

„Ég stefni hátt, ég hef stór markmið og ég ætla að elta draumana mína og þið munið sjá meira af mér. 

Hér er hægt að fylgjast með Snædísi Yrju á Instagram. 

View this post on Instagram

A post shared by Snædís Yrja ( Beauty Fashion (@snaedisyrja) on Sep 30, 2018 at 3:42am PDT

Eftir og fyrir svuntuaðgerð.
Eftir og fyrir svuntuaðgerð.
Fyrir og eftir svuntuaðgerð.
Fyrir og eftir svuntuaðgerð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál