Léttist um 78 kíló - 1,5 milljónir í ruslið

Snædís Yrja Kristjánsdóttir er ánægð með lífið í dag en ...
Snædís Yrja Kristjánsdóttir er ánægð með lífið í dag en þetta ferli hefur verið allt annað en auðvelt.

Snædís Yrja Kristjánsdóttir er íslensk transkona og samfélagsmiðlastjarna sem hefur verið opin með kynleiðréttingarferli sitt og hefur leyft fólkinu í landinu að fylgjast með sér í gegnum Instagram og Snapchat. Á þessu ferðalagi hefur margt gerst, hún er 78 kílóum léttari og hefur lagt mikinn metnað í heilbrigðan lífsstíl. Á dögunum fór hún í tvær lýtaaðgerðir í viðbót. 

„Núna var ég að koma úr upphandleggsaðgerð og baklyftingu vegna auka húðar sem varð eftir á líkamanum eftir að ég grenntist,“ segir Snædís Yrja og bætir við: 

„Í fyrra fór ég í svuntuaðgerð til að taka húðina af maganum en það er eins með hana og þessar aðgerðir sem ég fór í núna. Allt var þetta gert til að fjarlægja aukahúðina sem varð eftir.“

Þegar hún er spurð að því hvers vegna hún sé svona opin með þessar breytingar á líkamanum finnst henni mikilvægt að fólk sjái hvað er hægt að gera og að lýtaaðgerðir séu ekkert til að skammast sín fyrir.  

„Mig finnst rosalega nauðsynlegt að fólk sjái hvernig sumar aðgerðir eru gerðar og fái að fylgjast með bataferlinu. Það er enn svo mikið tabú á Íslandi í dag að tala opið um fegrunaraðgerðir og lýtaaðgerðir. Einhver verður að brjóta ísinn vegna þess að sumar aðgerðir eru nauðsynlegar fyrir marga,“ segir hún. 

Snædís Yrja fyrir 10 árum og í dag. Myndin í ...
Snædís Yrja fyrir 10 árum og í dag. Myndin í miðjunni er ný.
Snædís Yrja þá og nú.
Snædís Yrja þá og nú.

Var bráðnauðsynlegt að láta minnka húðina á höndum og baki?

„Ekki lífsnauðsynlegt nei, en ég var með mörg kíló af auka húð hangandi utan á mér svo lífsgæðin mín munu batna til muna með þessum aðgerðum.“

Snædís Yrja er búin að léttast um 78 kg á nokkrum árum en vegurinn að færri kílóum hefur verið grýttur og tekið á. 

„Ég fór í magaermi árið 2016. Ég var komin í þrot og var búin að leita allra leiða til að grennast. Nema ég var ekki svo heppin. Aðgerðin virkaði ekki eins og hún átti að virka.  Bæði hætti brennslan mín að virka og ég var hætt komin á tímabili. Ég þurfti stöðugt að leita til lækna vegna þess að það var alltaf að líða yfir mig ásamt fleiru. Ég leitaði til næringarfræðings og var í strangri þjálfun en ekkert gerist, vigtin haggaðist ekki og ég sá hana bara fara upp. Það var ekki fyrr en um mitt ár 2017 þegar ég átti að byrja að fara í lokaaðgerðina í kynleiðréttingarferlinu þá ákvað ég að taka þetta í mínar eigin hendur og byrjaði að breyta um mataræði, minnka matarskammtinn og fór til einkaþjálfara. Hægt og rólega með aðstoð þjálfara míns, Rakelar hjá Þol.is, byrjuðu hlutirnir að gerast,“ segir hún.

„Ég var dugleg að taka inn fæðubótarefni og brennslutöflur hjá Fitnessport og þeir studdu mig mikið. Allt í einu fór allt í gang. En ég hef svo sannarlega þurft að hafa fyrir hverju einasta kílói. Þetta er ekki svo auðvelt að geta hoppað í aðgerð og þú missir fullt af kílóum.“

Hún segir að allt þetta ferli, magaermina og einkaþjálfunina, hafi tekið á taugarnar. 

„Ég var mjög óheppin og lenti í mörgum slæmum atvikum út frá þessari aðgerð og ef ég gæti breytt núna þá hefði ég ekki farið í þessa aðgerð vegna þess að ég sé núna að ég gat þetta sjálf eftir allt. Í raun og veru fóru 1,5 milljónir í ruslið.“

En hún er sáttari núna en nokkru sinni áður. 

„Í dag hef ég aldrei verið hamingjusamari. Ég hef unnið hörðum höndum í andlegu og líkamlegu hliðinni sem eru báðar jafnmikilvægar,“ segir hún. 

Þegar líf Snædísar Yrju var að komast í jafnvægi kom alvarlegt bakslag. 

„Fyrir sjö mánuðum hrundi líf mitt þegar mér var nauðgað á afmælinu mínu og ég fór í sálfræðimeðferð upp á geðdeild. Ég á starfsfólki geðdeildarinnar mikið að þakka. Ég rakst á fyrirlestur á Youtube.com með sálfræðingnum Marisa Peer sem hjálpar fólki að byggja sig upp. Eitt af því sem hún kenndi mér sem breytti lífi mínu var það að segja við sjálfa mig að „ég er nóg“. Svo á hverjum degi byrja ég á því að lesa framan á símanum mínum „Ég er nóg - ég elska mig - ég er falleg - ég get allt.“ Mér finnst vanta svolítið í Íslendinga að hrósa sjálfum sér. Leið og þú ferð að segja það aftur og aftur við sjálfan þig þá ferðu að trúa því. Í dag er ég þakklát fyrir allt sem ég upplifað, afrekað og á! Ég minni sjálfa mig á það á hverjum degi hvað ég er heppin að vera stödd á þessum stað í dag og er mjög hamingjusöm.“

Kynleiðréttingarferli Snædísar Yrju hefur tekið fjögur ár og segist hún ekki vera sama manneskja í dag og þá. Hún segir að líf sitt hafi breyst mjög mikið fyrir rúmlega ári þegar kynleiðréttingin sjálf fór fram hjá lýtalækni. 

„Frá og með 30. janúar 2018 breyttist líf mitt þegar ég vaknaði með píkuna mína, eitthvað sem átti að vera þarna alla mína ævi. Og ég mun alltaf halda upp á þennan dag.“

Hvert stefnir þú?

„Ég stefni hátt, ég hef stór markmið og ég ætla að elta draumana mína og þið munið sjá meira af mér. 

Hér er hægt að fylgjast með Snædísi Yrju á Instagram. 

View this post on Instagram

A post shared by Snædís Yrja ( Beauty Fashion (@snaedisyrja) on Sep 30, 2018 at 3:42am PDT

Eftir og fyrir svuntuaðgerð.
Eftir og fyrir svuntuaðgerð.
Fyrir og eftir svuntuaðgerð.
Fyrir og eftir svuntuaðgerð.
mbl.is

Rut hannaði í fantaflott hús á Smáraflöt

13:00 Einn eftirsóttasti innanhússarkitekt landins, Rut Káradóttir, hannaði innréttingar í glæsihús við Smáraflöt í Garðabæ.   Meira »

Sonurinn búinn að steypa sér í skuldir

09:00 Drengurinn minn var alltaf glaður, félagslegur og tók virkan þátt í daglegu líf. Svo um 17-18 ára aldur fórum við að taka eftir breytingum á honum. Um þetta sama leyti byrjar hann að spila póker á netinu og fyrst til að byrja með sagði hann okkur frá þessu. Meira »

Svona forðastu stress og áhyggjur

05:00 Karitas Sveinsdóttir, innanhússhönnuður og eigandi HAF STORE og HAF STUDIO, segir bjarta liti vinsæla um þessar mundir. Hún segir alltaf í tísku að þiggja aðstoð fyrir fermingar og fólk ætti að sama skapi að forðast stress. Meira »

Náttúrulegar töfraolíur sem umbylta

Í gær, 23:47 Margar af þekktustu fyrirsætum heims nota RAAW by Trice-vörurnar. Flestir mæla með Bláu töfradropunum sem virka einstaklega vel á ójafna húð og bólur. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur sem og þeir sem eru með feita húð mæla sérstaklega vel með dropunum. Meira »

Misstum allt, en hann heldur áfram

Í gær, 20:00 „Mig langar að forvitnast varðandi manninn minn, en í hruninu misstum við allt. Þá hafði hann verið að fjárfesta í alls konar verkefnum, hlutabréfum og gjaldeyri. Vandinn var sá þá að þetta var allt meira og minna fjármagnað með skuldum,“ segir íslensk kona. Meira »

Formaðurinn lét sérsauma á sig kjól

Í gær, 16:36 Guðrún Hafsteinsdóttir fékk Selmu Ragnarsdóttur til að sérsauma á sig kjól fyrir árshóf SI í Hörpu. Voru þær strax sammála um að hafa kjólinn ekki svartan. Meira »

Endurbættri útgáfu af hrukkubana fagnað

í gær Dr. Björn Örvar, einn af stofendum Bioeffect, kynnti nýja tvennu fyrir fáum útvöldum í gær. Um er að ræða Bioeffect EGF+ 2A Daily duo sem eru húðdropar sem vinna saman. Meira »

Er bótox hættulegt?

í gær Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún tveimur spurningum um fínar línur og bótox. Meira »

„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

í gær Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómantík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum? Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum. Meira »

Heimilið er afar litríkt og heillandi

í fyrradag Borðstofa Selmu Blair er eins og kaffitería en innanhúshönnuður hennar sótti innblástur í gamlan heimavistarskóla sem leikkonan var í. Meira »

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

í fyrradag Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul, staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

í fyrradag Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar, er hrærð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

20.3. Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

20.3. „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

20.3. Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

19.3. Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

19.3. Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

19.3. Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

19.3. Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar, hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

19.3. „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

19.3. „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »