Góður matur kryddar tilveruna

Sverrir Bollason.
Sverrir Bollason. mbl.is/Þórður

Sverri Bollasyni verkfræðingi er umhugað um hag borgarbúa og vill ekki að bílum fjölgi í Reykjavík, heldur að umhverfið verði vistlegra fyrir gangandi vegfarendur. Þegar hann er ekki að vinna les hann góðar bækur og eldar framúrskarandi mat.

„Ég vinn hjá VSÓ Ráðgjöf sem er verkfræðistofa og kannski aðeins meira en það. Mín helstu verkefni snúa að húsnæðis- og skipulagsmálum þar sem ég reyni að styðja sveitarfélög og þróunaraðila í að móta góða, skemmtilega og umhverfisvæna byggð. Undanfarið ár hef ég verið að aðstoða á annan tug sveitarfélaga við að gera húsnæðisáætlanir. Öll sveitarfélög eiga að hafa gert húsnæðisáætlun núna í byrjun mars,“ segir Sverrir, spurður um sín störf.

Hvað myndi gera Reykjavík að betri borg?

„Reykjavík yrði betri borg ef það væri ánægjulegra að ganga um hana og ef geymslustaðir bíla réðu ekki öllu varðandi næsta umhverfi bygginga. Ef við gætum ákveðið að fara ekki mikið umfram núverandi fjölda bíla í umferð næstu árin og boðið fólki aðra valkosti til að komast á milli í flestar reglulegar ferðir þá getum við samt haft pláss fyrir atvinnubíla og einkabíla fyrir þá sem þurfa án þess að þeir lendi í umferðarstoppi. Annars skilst mér að flugbílar séu bara handan við hornið,“ segir hann.

Hvað gerir þú eftir vinnu?

„Fjölmiðlakúrinn minn er sambland af léttu og þungu. Inga Rún konan mín sér þegar ég er orðinn lúinn af fræðibókalestri og lætur mig hafa krimma og aðrar skemmtilegar bækur sem mér myndi ekki detta í hug að lesa að fyrra bragði. Nú síðast datt ég inn í Jørn Lier Horst-bækurnar um norska lögreglumanninn William Wisting. Í fyrsta skipti langar mig til Noregs. Annars hef ég verið að lesa nýju bókina hans Donald Shoup um áhrif bílastæða á borgarþróun,“ segir Sverrir.

Hvað kryddar tilveruna?

„Góður matur er bókstaflega kryddið í tilverunni að mínu mati og mér finnst það ein besta þróunin í Reykjavík undanfarinn áratug, hvað góðir veitingastaðir eru orðnir margir. Mathöllin á Hlemmi er ótrúlega vel heppnað dæmi um endurnýjun í borginni. Það var líka svakalega skemmtilegt að fara á nýja Le Kock-staðinn í Tryggvagötu. Þar eru drykkirnir líka á góðu verði og klassískt hipphopp í hátölurunum. Svo er enduropnun La Primavera í Marshall-húsinu (annað dæmi um frábæra endurnýjun í borginni) einhverjar bestu fréttirnar því ég hef saknað hans frá því honum var lokað hér um árið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál