Páskaeggin sem fólk slæst um

Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri Samkaupa með Baileys Coffee eggið.
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri Samkaupa með Baileys Coffee eggið.

Yfir 100 tegundir af páskaeggjum komnar í verslanir, allt frá Baileys eggsins til hinna sívinsælu íslensku eggja. Kinder Surprice, Smarties, Mars eða Lion bar- páskaegg í ár, já eða jafnvel Baileys eggið? Aldrei hefur framboð páskaeggja verið meira hérlendis en í verslunum Nettó má finna eitt besta úrval páskaeggja landsins. Yfir hundrað tegundir af eggjum eru nú komin á sinn stað í verslunum Nettó.

„Undanfarin ár hefur páskaeggjaframboðið aukist til muna á Íslandi. Áður fyrr var þetta einfalt val á milli Góu, Nóa eða kannski Mónu eggja og fólk var ekkert að flækja þetta of mikið. Nú er öldin aldeilis önnur, allir geta fengið sitt uppáhalds egg og við hjá Nettó höfum ákveðið að reyna að höfða til flestra þegar kemur að bragðtegundum í ár. Nýjustu viðbæturnar eru Kinder Surprise, Smarties, Kit-Kat, Snickers, Lion Bar, Rolo og síðast en alls ekki síst Baileys Coffee eggið sem ég hef grun um að eigi eftir að heilla marga,” segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa, sem segir framboðið aldrei hafa verið meira en akkúrat í ár. Fólk sé almennt ánægt með þessa viðbót í flóruna.

Aðspurð um hvaðan þessar 100 tegundir komi segir Ingibjörg nánast hnífjafna skiptingu á milli íslenska súkkulaðisins og þess sem flutt er inn.  Hún segir jafnframt að það hafi komið skemmtilega á óvart hvert eggjanna hafi selst best í fyrra:

„Það var dálítið skemmtilegt að sjá, þrátt fyrir gríðarlega gott úrval og fjölbreytileika, að gamla góða mjólkursúkkulaðieggið okkar, sem er hefðbundið mjólkurúkkulaðiegg sem við látum framleiða fyrir okkar verslanir, var söluhæst. En það verður gaman að sjá hvað slær í gegn núna, ” segir hún að lokum.

mbl.is