Áfall að koma að unnustanum látnum

Kristín Sif Björgvinsdóttir er með þáttinn Ísland vaknar á K100 …
Kristín Sif Björgvinsdóttir er með þáttinn Ísland vaknar á K100 ásamt Jóni Axeli og Ásgeiri Páli.

Kristín Sif Björgvinsdóttir boxari og útvarpskona á K100 prýðir forsíðu Vikuna. Í viðtalinu talar hún opinskátt um lát unnusta síns og barnsföður, Brynjars Berg Guðmundssonar, sem framdi sjálfsvíg í október. Hún segir í viðtalinu að hún ætli ekki að láta þessa reynslu buga sig. 

„Í hnefaleikabardaga þarftu að aðlaga þig aðstæðunum og höggunum sem dynja á þér. Það er alveg eins í lífinu; þú ert endalaust að aðlagast umhverfinu og því sem lífið hendir í þig. En þegar höggið kemur er mikilvægt að liggja ekki rotaður heldur halda áfram,“ segir Kristín Sif í viðtalinu í Vikunni. 

Hún segir að hún hafi komist að því síðasta sumar að Brynjar væri í neyslu. 

„Fram að því hafði ég verið blind fyrir þessu. Ég vissi að vinnunni hans fylgdi partístand, ég er ekki fædd í gær, en ég hafði fyrir löngu ákveðið að treysta honum af því að hvernig veistu hvort fólki sé treystandi í raun og veru nema treysta því?“

Það var svo mánudaginn 29. október sem líf Kristínar og barnanna tók U-beygju. Hún kom um sexleitið um kvöldið en hafði skilið bíllyklana eftir heima og þurft að sækja aukalykil til tengdaforeldra sinna sem bjuggu í sama húsi. 

„Ég stoppaði stutt þar því ég var með einhverja ónotatilfinningu og fór niður með börnin. Þau hlupu beint inn í íbúðina en það sat í mér að Brynjar hafði sagt nokkrum sinnum þarna um morguninn að hann ætlaði að taka til í bílskúrnum svo ég ákvað að fara þangað inn,“ segir hún í viðtalinu. 

Þegar Kristín fór inn í bílskúr kom hún að Bryjari látnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál