„Þú átt skilið að elska án skilyrða“

Sigurður Karlsson ráðgjafi hefur hjálpað fjölmörgum aðilum og aðstandendum þeirra að komast í bata. Hann segir mikilvægt að rækta ástina og ráðleggur foreldrum sem vilja ná betur til barnananna sinna að vera til staðar sem vinur þeirra í raun.

Það er eitthvað svo hressilegt að lenda á samtali við Sigurð. Hann er ráðgjafi af lífi og sál og lifir lífinu öðrum til eftirbreytni. Hann átti góða páska þar sem hann borðaði mikið af súkkulaði og gladdist með fjölskyldu og vinum. Þrátt fyrir súkkulaði átið virðist hann alltaf í góðu formi. 

„Ég á hund sem þarf mikla hreyfingu en síðan reyni ég að borða skynsamlega. Ég hef reyndar prófað alla megrunarkúra sem til eru. Þeir skila mér vanalega sama árangri sem er mikill strax en síðan þyngist ég um tvö kíló eftir hvern þeirra,“ segir Sigurður og brosir.

Aðspurður um hvernig hann fari að því að líta svona vel út segir hann aðalmálið vera að finna hamingjuna innra með sér og að raða í kringum sig rétta fólkinu.

„Þú velur þér ekki fjölskyldu en þú velur þér vini. Maður verður sjálfur að finna hamingjuna það er ekki á ábyrgð maka eða annars aðila. Þegar kemur að vinum er gott að skoða, hverjir gefa og geta þegið og þroska mann í anda og hverjir eru einungis í sambandi þegar eitthvað bjátar á. Þeir sem eru með manni í gleði og sorg og leyfa manni að taka þátt í lífinu sínu er fólkið sem ég vil hafa í kringum mig.“

Hver og einn er einstakur

Sigurður starfar í umhverfi þar sem mörg kraftaverk gerast daglega. Hann er ráðgjafi í Hlaðgerðarkoti og þykir sterkur á mörgum sviðum, sér í lagi þegar kemur að verkefnum til að efla sjálfsvirðingu og sjálfsástin.

„Ég ráðlegg fólki að horfa í spegil og segja sjálfum sér að það sé frábært og einstakt. Það er mjög mikilvægt að fólk þori að taka pláss í þessu lífi og viti að það sé nóg. Þegar kemur að mér sjálfum finnst mér mikilvægt að gera þetta og svo eru verkefni daglega sem auka á sjálfsvirðinguna sem er m.a. að klæða sig fallega og líta vel út.“

Sigurður segir að hver manneskja sé einstök og þess vegna þurfi allir að muna að fara vel með sig. „Við þurfum að átta okkur á hversu dýrmæt við í raun og veru erum og hvað lífið er mikil gjöf. Það eru litlu fallegu hlutinir sem við oft ekki sjáum fyrir vandamálum sem taka mikið pláss.“

Sama ár og Jesús er fæddur?

Sigurður hefur reynslu af því að vinna með fólki út úr aðstæðum sem sumir hefðu haldið að væri ómögulegt að vinna sig úr. Hann þykir einnig fær að leiðbeina fjölskyldum að ná saman í sátt.

„Ég held það sé ótrúlega dýrmætt fyrir börnin okkar að sjá okkur gera skynsamlega hluti en ekki einvörðungu tala um það. Það getur valdið óöryggi barna og ungmenna þegar foreldrar segja hluti á skjön við það sem þau gera. Að taka utan um þá sem við elskum er einnig mikilvægt. Hlýtt faðmlag segir meira en mörg orð. Það skortir svolítið á nánd við unga fólkið okkar í dag. Að það fái þessa tilfinningu að fólki þyki vænt um það.“

Þó að Sigurður vinni í kröfuhörðu umhverfi þá segir hann marga foreldra með óþarfa kvíða út af unglingunum sínum. „Við þurfum að muna hvernig var að vera á þessum aldri sjálf. Þegar handleggirnir voru svo langir að þeir gerðu skurði í kringum vegina. Skórnir líktust meira skíðum en skóm og nefið var úr hlutföllum við andlitið. Við höfum öll verið á þessum stað og megum ekki gleyma því að við vorum einu sinni unglingar. Manstu hvað var óþolandi þegar sagt var við okkur hvað allt hefði verið betra hér á árum áður? Sú orðræða á heldur ekki við í dag. Mér er minnistætt eitt sinn þegar ég var að tala við son minn um hvenær ég fæddist og hann spurði mig snöggur upp á lagið: Var það ekki sama ár og Jesús fæddist?“

Sigurður segir að hlutverk ráðgjafa sé oft að starfa sem lífsþjálfari fyrir aðra.

„Við gefum áfram og kennum það sem við höfum lært. Við fáum oft stór og falleg orð sem lýsa þakklæti til okkar. Mér finnst ekki síður mikilvægt að minna fólk á að sigurinn sé þeirra. Það er ekki hægt að kenna fólki neitt nema að það sé á staðnum.“

Fær kitl í magann á leiðinni heim

Sigurður er í góðu hjónabandi með eiginmanni sínum Ragnari Kristinssyni og segist fá kitl í magann í hvert skipti sem hann keyrir heim úr vinnunni og hitti eiginmanninn. „Punkturinn yfir i-ið er ástin í lífinu að mínu mati. Fyrstu tvö árin má allt vera bara gaman, en svo er þetta eins og að reka lítið fyrirtæki. Að viðhalda neistanum og vinna í að það virki.“

Hvaða ráð áttu til þeirra sem langar að upplifa meiri hamingju í samböndum?

„Við Raggi erum duglegir að tala saman og segja hvor öðrum það sem okkur finnst. Við reynum ekki að breyta hvor öðrum, heldur reynum að elska það sem er einkennandi fyrir hvorn okkar. Ég sem dæmi skil alltaf fötin mín eftir óhrein við rúmið á meðan maðurinn minn skilur alltaf skápana eftir opna. Í staðinn fyrir að ég pirri mig á skápunum, þá bara loka ég þeim, líkt og hann hendir fötunum mínum bara í óhreint. Það er kúnst að geta elskað bæði styrkleika hvor annars og bresti. Að kunna að meta maka sinn fyrir hvernig hann er í staðinn fyrir að pirra sig á honum stöðugt. Þetta heitir samkvæmt mínum bókum að elska án skilyrða og grunnvinnan sem maður þarf að fara í til að geta elskað frá þeim stað er að elska sjálfan sig þannig. Maður þarf að vera tilbúinn að treysta og leyfa sér að upplifa. Að vera sterkur með þeim sem maður elskar jafnt sem að fá að vera lítill og kúra. Að vera sannur og maður sjálfur er það sem virkar alltaf best.“

Hvaða ráð áttu fyrir þá sem eru með höfuðið fullt af ónýtum hugmyndum?

„Gefðu þér tími til að skrifa niður það sem býr innra með þér. Hausinn á okkur er eins og harður diskur í tölvu. Það þarf að hreinsa út úr honum reglulega svo ekkert láti undan. Að skrifa lítið bréf til þeirra sem við erum að hugsa um. Að vinna með upplýsingarnar sem búa innra með okkur er mikilvægt. Eins er gott að komast út úr því að eiga bágt, vita hver staðan er og vinna sig upp þaðan.“

Sannur vinur í raun

Að lokum segir Sigurður að til að upplifa hamingju í lífinu sé mikilvægt að gera upp fortíðina. Það gengur ekki upp að fara úr sambandi í samband. Ef þú gerir ekki upp þitt síðasta samband, þá tekur þú með þér gamla hluti inn í nýja sambandið. Ef þú treystir ekki fyrrverandi maka þínum, muntu eiga erfitt með að treysta þeim sem þú ert með núna. Það er enginn annar að fara að gera okkur hamingjusöm, við verðum að gera það sjálf fyrir okkur. Eins vil ég mæla með því við alla að velja sér maka en láta ekki velja sig. Meðvirkir í samböndum vita oft ekki af hverju þeir eru í sínum samböndum og finna síðan ekki leiðina út. Þörfin okkar fyrir að vera elskuð og að vera með annarri manneskju getur oft verið ofar þeirri þörf að taka ábyrgð á okkur sjálfum. Ég er ekki þakklátur fyrir að maki minn sé með mér, heldur er ég þakklátur fyrir tímann okkar saman. Við höfum átt margar stundir saman, unnið saman og gert hluti hlið við hlið. Síðan höfum við upplifað meiri fjarlægð þegar hann hefur unnið fjær heimilinu og það sem það gerir er að skerpa á ástinni og auka á tilfinningarnar. Manni hitnar í hjartanu og fær þetta kitl í magann þegar maður fær tækifæri til að sakna líka.“

Hvernig getur fólk vitað að það er með hinum/ hinni einu réttu?

„Með því að vita að þú sért hin/hinn eina/eini rétti í þessu sambandi. Ef þú ert þú og færð að vera sá /sú sem þú ert þá ertu í góðum málum.“

Hvað með foreldra sem þrá að tengjast börnum sínum betur um þessar mundir?

„Farðu stundum úr því að vera foreldri í að vera vinur. Að eiga traust barnsins síns þannig að það geti talað við mann um allt er dýrmætt. Vinátta er oft meira virði en orðin pabbi og mamma.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Katrín í eins kjól og 86 ára gömul frænka

18:33 Katrín hertogaynja klæddist eins kjól á dögunum og hin 86 ára gamla hertogaynja af Kent klæddist í brúðkaupi Harry og Meghan í fyrra. Meira »

Farðinn sem Bieber notar

16:00 Það er ekki oft sem ég ver tíma í að skrifa um einn stakan farða en núna er sannarlega ástæða til þess. Þetta er farði sem er auðveldur í notkun, rakagefandi, vegan, á hagstæðu verði og með sólarvörn svo hann tikkar í flest boxin. Meira »

Taugakerfið fór í rúst á breytingaskeiðinu

13:00 „Ekki nóg með svitaböð og svefnleysi heldur fór taugakerfið einnig í rúst. Ég held að ég hafi aldrei upplifað svona miklar breytingar á geðheilsu minni og urðu á þessum tíma.“ Meira »

Draumaíbúð í 101 Reykjavík

10:00 Það hefur marga kosti að búa í 101 og ekki verra ef húsnæðið er alveg nýtt. Þessi glæsilega íbúð er búin vönduðum innréttingum frá HTH. Meira »

73 ára og kom á óvart með bleikt hár

05:00 Helen Mirren er þekkt fyrir skjannahvítt hár sitt en kom heldur betur á óvart í Cannes um helgina með bleikan koll.   Meira »

Verst klædda stjarnan í Cannes

í gær Víetnamska fyrirsætan Ngoc Trinh verður seint valin best klædda stjarnan í Cannes. Gegnsæi g-strengskjóllinn hefur vakið mikla athygli. Meira »

Lagði mikið á sig til að grennast

í gær Eva Longoria leyndi því ekki að megrunarkúrinn fyrir rauða dregilinn í Cannes var bæði langur og strangur. Grínaðist hún með að lifa á lofti svo strangur var kúrinn. Meira »

Björgólfur Thor tók þyrlu á milli afmæla

í gær Það var ekki bara Eurovision í gangi um helgina heldur voru tvö fimmtugsafmæli haldin á Íslandi sem vert er að tala um. Björgólfur Thor mætti í bæði afmælin og tók þyrlu á milli staða. Meira »

Ásdís Rán lét sig ekki vanta

í gær Sýningin Lifandi heimili og hönnun fór fram í Laugardalshöll um helgina. Margt var um manninn þegar sýningin opnaði og mikið fjör á mannskapnum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir var með bás á sýningunni en hún flytur inn svartar rósir sem lifa í hálft ár án vatns og ilma ákaflega vel. Meira »

Auðunn Blöndal datt í lukkupottinn

í gær Auðunn Blöndal tilkynnti að hann ætti von á barni með kærustu sinni Rakel Þormarsdóttur. Samband Auðuns og Rakelar hefur farið hljóðlega enda er hún ekki á samfélagsmiðlum. Meira »

Afgangarnir urðu að geggjaðri teppalínu

í gær Erna Einarsdóttir hönnuður er manneskjan á bak við nýja teppalínu Geysis sem unnin er úr afgöngum. Línan er ekki bara falleg heldur umhverfisvæn. Meira »

Glamúrinn í skipstjórahúsi frá 1935

í fyrradag Innanhússarkitektinn Hanna Stína fékk það verkefni að endurhanna skipstjórahús sem byggt var 1935.  Meira »

Stofnandi Ali Baba veitir kynlífsráð

19.5. Einn ríkasti maður í Kína, Jack Ma stofnandi Alibaba, er með uppskrift að betra lífi en það er að stunda kynlíf lengi sex sinnum á sex dögum. Meira »

Hugmyndir að hárgreiðslu og förðun

19.5. Við fengum Katrínu Sif Jónsdóttur, hárgreiðslukonu á Sprey, og Helgu Sæunni Þorkelsdóttur, förðunarfræðing, til að skapa þrjár mismunandi útfærslur af brúðargreiðslu og -förðun. Meira »

10 atriði sem þú gætir átt von á án sykurs

19.5. Þú færð sterkara ónæmiskerfi, missir þyngd og sefur betur án sykurs. Þú gætir viljað nota minna af snyrtivörum og hafir meira úr að spila með breyttu matarræði. Meira »

Hnetuskrúbbur Kylie gerir allt vitlaust

19.5. Skrúbbur úr nýjustu snyrtivörulínu Kylie Jenner hefur vakið mikla athygli, en hann inniheldur valhnetur sem sagðar eru rífa upp húðina og valda smáum sárum á húðinni. Meira »

Getur farið framúr sér við skipulaggningu

18.5. María Ósk Stefánsdóttir gekk í hjónaband með Emil Atla Ellegaard hinn 11. ágúst 2018. Hún er með menntun í sálfræði og starfar á snyrtistofunni Hár & dekur. Meira »

Ömmu-stíllinn kemur sterkur inn

18.5. Slæður og klútar geta gert mikið fyrir hin hversdagslegu föt og geta varið mann fyrir sterku sólarljósi. Ömmu-stíllinn kemur sterkur inn í sumar. Meira »

Hvaða andlitslyfting er best?

18.5. „Ég hef verið að sjá alls konar meðferðir í boði sem segjast gefa andlitslyftingu og strekkja á húð (kjálkalínu, hálsi, kinnum osfrv). Hvað þarf að hafa í huga fyrir svona aðgerðir? Hvaða aukaverkanir eru algengastar? Er sjálf 31 og að íhuga þetta, en veit ekki hvað á best við fyrir minn aldur, og auðvitað, hvað er áhættuminnst.“ Meira »

Þetta ætlar Díana Omel að gera í kvöld

18.5. Þúsundþjalasmiðurinn og fjöllistakonan Díana Omel er rosalegur Eurovision-aðdáandi. Hún elskar búningana, menningarheimana og að eigin sögn, þetta snarruglaða „show“ sem er í kring um þessa margrómuðu (og ekki) keppni. Meira »

Sjálfsfróun er eðlilegur hluti af lífinu

18.5. Íris Stefanía var í grunnskóla þegar hún áttaði sig á að sjálfsfróun væri eitthvað sem konur skömmuðust sín fyrir. Síðan þá hefur hún reynt að opna umræðuna með hinum ýmsu leiðum. Meira »