Arnar Gauti fann ástina og er kominn á fast

Arnar Gauti Sverrisson og Berglind Sif Valdemarsdóttir.
Arnar Gauti Sverrisson og Berglind Sif Valdemarsdóttir.

Arnar Gauti Sverrisson tískusérfræðingur og innanhússráðgjafi er búinn að finna ástina. Sú heppna heitir Berglind Sif Valdemarsdóttir. Hún er mað BA-próf í félagsfræði og heimspeki og er sérkennari fyrir einhverf börn í Álfhólsskóla. 

Parið hnaut um hvort annað í byrjun árs og hefur verið óaðskiljanlegt síðan. Berglind Sif er 38 ára en Arnar Gauti 48 ára. 

Smartland óskar þeim hjartanlega til hamingju með ástina og lífið! 

mbl.is