Marie Kondo nánast rústaði hjónabandinu

Marie Kondo er japanskur tiltektar snillingur.
Marie Kondo er japanskur tiltektar snillingur. mbl.is/AFP

Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn, minnka dótið á heimilinu og halda einungis í það sem veitir ánægju.

Almenn ánægja er með þessa aðferð, en það sem færri vita er sú staðreynd að stundum verða hlutirnir verri áður en þeir frærast í betra horf.

Maðurinn með þráhyggju vegna Marie Kondo

Dæmi um þetta má finna á vef Red Tricycle.

Jenny Jurica segir frá því í pistli þegar maðurinn hennar vaknar einn daginn og finnur ekkert hreint eða fínt að klæðast.

„Hann var mikill ruslari í eðli sínu og sérfræðingur í að forðast það að taka ábyrgð á heimilinu. Þennan morgun benti ég honum góðlátlega á bók Marie Kondo.“

Til að gera langa sögu stutta þá fjallar greinin um stigmagnaða þráhyggju eiginmannsins vegna bókarinnar.

„Þessi þráhyggja fór rólega af stað og örlaði í fyrstu einungis á ráðum í hennar anda þegar eitthvað fór úr skorðum heima. Sem dæmi kom hann eitt skiptið að mér að slást við plastílát sem áttu sér hvergi stað í eldhússkápunum. Það var þá sem hann spurði mig í fyrsta skiptið: Veita þessi ílát þér ánægju? Ég áttaði mig skyndilega á því að hann var ekki að grínast. Hann hélt áfram að vera sjálfskipaður sérfræðingur tiltektar á heimilinu, með því að lána mér ráðin sín óumbeðinn þegar eitthvað kom upp á.“

Það sem fyllti mælinn

„Það sem fyllti mælinn hjá mér var þegar hann stakk upp á því að við (ég) myndum brjóta þvottinn öðruvísi saman. Þannig kæmum við (ég) honum betur fyrir. Þetta var kornið sem fyllti mælinn minn – það var ég sem sá um þvottinn, ég sem gerði þetta á þennan hátt. Hvað var hann (eða hún) að ryðjast svona inn á mitt svæði?

Frá því við giftum okkur hafði maðurinn minn sett sirka einu sinni í þvottavélina og stóð síðan yfir mér með sjálfshjálparbók sem átti að leysa öll heimsins vandamál á einu bretti.“

„Sem betur fer héldum við áfram og síðan var eins og töfrar Marie Kondo tækju yfir. Yfir heimilið okkar færðist meiri ró og friður. Maðurinn minn hætti sem betur fer að spyrja mig hvað veitti ánægju og fór að taka þátt sjálfur í að gera verkin með mér. Ég verð alltaf þakklát fyrir það enda eðlilegt að allir taki þátt. Við erum samheldnari hjón og ég viðurkenni nú fúslega að sjálfshjálparbækur geta hjálpað. Þetta hefur kennt mér að maður skyldi vanda sig við um hvað maður biður.“

Ráð Marie Kondo fyrir hjónabandið

Þakklæti

Eitt af því fyrsta sem Marie Kondo gerir áður en hún kennir KonMari-aðferðina áfram er að krjúpa á kné og hugleiða þakklæti. Hún gerir þetta til að heilsa húsinu og minna húsráðendur á að heimilið er skjól fjölskyldunnar. Það sameinar og verndar.

Framtíðarsýn

Hjón ættu að leitast við að sjá framtíðina fyrir sér saman. Rusl og dót á ekki að hindra fólk í að upplifa drauminn. Eins og eitt par áttaði sig á eftir tiltekt, að allan tímann voru þau með pláss fyrir eitt barn í viðbót eins og þau hafði bæði dreymt um.

Ábyrgð

Það er mikil vinna fólgin í því að halda heimili. Slík vinna ætti aldrei að vera á herðum eins aðila. Allir þurfa að vera þátttakendur á heimilinu og taka ábyrgð. Því það er heiðarlegt, heilbrigt og uppbyggilegt fyrir alla.

Minningar

Kondo er á því að það eigi að njóta þess sem veitir ánægju. Sem dæmi um það eru brúðkaupsmyndir. Þær ættu að vera uppi á vegg og minna hjón á tilgang hjónabandsins, uppruna þess og ánægjustundir.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Katrín í eins kjól og 86 ára gömul frænka

18:33 Katrín hertogaynja klæddist eins kjól á dögunum og hin 86 ára gamla hertogaynja af Kent klæddist í brúðkaupi Harry og Meghan í fyrra. Meira »

Farðinn sem Bieber notar

16:00 Það er ekki oft sem ég ver tíma í að skrifa um einn stakan farða en núna er sannarlega ástæða til þess. Þetta er farði sem er auðveldur í notkun, rakagefandi, vegan, á hagstæðu verði og með sólarvörn svo hann tikkar í flest boxin. Meira »

Taugakerfið fór í rúst á breytingaskeiðinu

13:00 „Ekki nóg með svitaböð og svefnleysi heldur fór taugakerfið einnig í rúst. Ég held að ég hafi aldrei upplifað svona miklar breytingar á geðheilsu minni og urðu á þessum tíma.“ Meira »

Draumaíbúð í 101 Reykjavík

10:00 Það hefur marga kosti að búa í 101 og ekki verra ef húsnæðið er alveg nýtt. Þessi glæsilega íbúð er búin vönduðum innréttingum frá HTH. Meira »

73 ára og kom á óvart með bleikt hár

05:00 Helen Mirren er þekkt fyrir skjannahvítt hár sitt en kom heldur betur á óvart í Cannes um helgina með bleikan koll.   Meira »

Verst klædda stjarnan í Cannes

Í gær, 21:00 Víetnamska fyrirsætan Ngoc Trinh verður seint valin best klædda stjarnan í Cannes. Gegnsæi g-strengskjóllinn hefur vakið mikla athygli. Meira »

Lagði mikið á sig til að grennast

í gær Eva Longoria leyndi því ekki að megrunarkúrinn fyrir rauða dregilinn í Cannes var bæði langur og strangur. Grínaðist hún með að lifa á lofti svo strangur var kúrinn. Meira »

Björgólfur Thor tók þyrlu á milli afmæla

í gær Það var ekki bara Eurovision í gangi um helgina heldur voru tvö fimmtugsafmæli haldin á Íslandi sem vert er að tala um. Björgólfur Thor mætti í bæði afmælin og tók þyrlu á milli staða. Meira »

Ásdís Rán lét sig ekki vanta

í gær Sýningin Lifandi heimili og hönnun fór fram í Laugardalshöll um helgina. Margt var um manninn þegar sýningin opnaði og mikið fjör á mannskapnum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir var með bás á sýningunni en hún flytur inn svartar rósir sem lifa í hálft ár án vatns og ilma ákaflega vel. Meira »

Auðunn Blöndal datt í lukkupottinn

í gær Auðunn Blöndal tilkynnti að hann ætti von á barni með kærustu sinni Rakel Þormarsdóttur. Samband Auðuns og Rakelar hefur farið hljóðlega enda er hún ekki á samfélagsmiðlum. Meira »

Afgangarnir urðu að geggjaðri teppalínu

í gær Erna Einarsdóttir hönnuður er manneskjan á bak við nýja teppalínu Geysis sem unnin er úr afgöngum. Línan er ekki bara falleg heldur umhverfisvæn. Meira »

Glamúrinn í skipstjórahúsi frá 1935

í fyrradag Innanhússarkitektinn Hanna Stína fékk það verkefni að endurhanna skipstjórahús sem byggt var 1935.  Meira »

Stofnandi Ali Baba veitir kynlífsráð

19.5. Einn ríkasti maður í Kína, Jack Ma stofnandi Alibaba, er með uppskrift að betra lífi en það er að stunda kynlíf lengi sex sinnum á sex dögum. Meira »

Hugmyndir að hárgreiðslu og förðun

19.5. Við fengum Katrínu Sif Jónsdóttur, hárgreiðslukonu á Sprey, og Helgu Sæunni Þorkelsdóttur, förðunarfræðing, til að skapa þrjár mismunandi útfærslur af brúðargreiðslu og -förðun. Meira »

10 atriði sem þú gætir átt von á án sykurs

19.5. Þú færð sterkara ónæmiskerfi, missir þyngd og sefur betur án sykurs. Þú gætir viljað nota minna af snyrtivörum og hafir meira úr að spila með breyttu matarræði. Meira »

Hnetuskrúbbur Kylie gerir allt vitlaust

19.5. Skrúbbur úr nýjustu snyrtivörulínu Kylie Jenner hefur vakið mikla athygli, en hann inniheldur valhnetur sem sagðar eru rífa upp húðina og valda smáum sárum á húðinni. Meira »

Getur farið framúr sér við skipulaggningu

18.5. María Ósk Stefánsdóttir gekk í hjónaband með Emil Atla Ellegaard hinn 11. ágúst 2018. Hún er með menntun í sálfræði og starfar á snyrtistofunni Hár & dekur. Meira »

Ömmu-stíllinn kemur sterkur inn

18.5. Slæður og klútar geta gert mikið fyrir hin hversdagslegu föt og geta varið mann fyrir sterku sólarljósi. Ömmu-stíllinn kemur sterkur inn í sumar. Meira »

Hvaða andlitslyfting er best?

18.5. „Ég hef verið að sjá alls konar meðferðir í boði sem segjast gefa andlitslyftingu og strekkja á húð (kjálkalínu, hálsi, kinnum osfrv). Hvað þarf að hafa í huga fyrir svona aðgerðir? Hvaða aukaverkanir eru algengastar? Er sjálf 31 og að íhuga þetta, en veit ekki hvað á best við fyrir minn aldur, og auðvitað, hvað er áhættuminnst.“ Meira »

Þetta ætlar Díana Omel að gera í kvöld

18.5. Þúsundþjalasmiðurinn og fjöllistakonan Díana Omel er rosalegur Eurovision-aðdáandi. Hún elskar búningana, menningarheimana og að eigin sögn, þetta snarruglaða „show“ sem er í kring um þessa margrómuðu (og ekki) keppni. Meira »

Sjálfsfróun er eðlilegur hluti af lífinu

18.5. Íris Stefanía var í grunnskóla þegar hún áttaði sig á að sjálfsfróun væri eitthvað sem konur skömmuðust sín fyrir. Síðan þá hefur hún reynt að opna umræðuna með hinum ýmsu leiðum. Meira »