Marie Kondo nánast rústaði hjónabandinu

Marie Kondo er japanskur tiltektar snillingur.
Marie Kondo er japanskur tiltektar snillingur. mbl.is/AFP

Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn, minnka dótið á heimilinu og halda einungis í það sem veitir ánægju.

Almenn ánægja er með þessa aðferð, en það sem færri vita er sú staðreynd að stundum verða hlutirnir verri áður en þeir frærast í betra horf.

Maðurinn með þráhyggju vegna Marie Kondo

Dæmi um þetta má finna á vef Red Tricycle.

Jenny Jurica segir frá því í pistli þegar maðurinn hennar vaknar einn daginn og finnur ekkert hreint eða fínt að klæðast.

„Hann var mikill ruslari í eðli sínu og sérfræðingur í að forðast það að taka ábyrgð á heimilinu. Þennan morgun benti ég honum góðlátlega á bók Marie Kondo.“

Til að gera langa sögu stutta þá fjallar greinin um stigmagnaða þráhyggju eiginmannsins vegna bókarinnar.

„Þessi þráhyggja fór rólega af stað og örlaði í fyrstu einungis á ráðum í hennar anda þegar eitthvað fór úr skorðum heima. Sem dæmi kom hann eitt skiptið að mér að slást við plastílát sem áttu sér hvergi stað í eldhússkápunum. Það var þá sem hann spurði mig í fyrsta skiptið: Veita þessi ílát þér ánægju? Ég áttaði mig skyndilega á því að hann var ekki að grínast. Hann hélt áfram að vera sjálfskipaður sérfræðingur tiltektar á heimilinu, með því að lána mér ráðin sín óumbeðinn þegar eitthvað kom upp á.“

Það sem fyllti mælinn

„Það sem fyllti mælinn hjá mér var þegar hann stakk upp á því að við (ég) myndum brjóta þvottinn öðruvísi saman. Þannig kæmum við (ég) honum betur fyrir. Þetta var kornið sem fyllti mælinn minn – það var ég sem sá um þvottinn, ég sem gerði þetta á þennan hátt. Hvað var hann (eða hún) að ryðjast svona inn á mitt svæði?

Frá því við giftum okkur hafði maðurinn minn sett sirka einu sinni í þvottavélina og stóð síðan yfir mér með sjálfshjálparbók sem átti að leysa öll heimsins vandamál á einu bretti.“

„Sem betur fer héldum við áfram og síðan var eins og töfrar Marie Kondo tækju yfir. Yfir heimilið okkar færðist meiri ró og friður. Maðurinn minn hætti sem betur fer að spyrja mig hvað veitti ánægju og fór að taka þátt sjálfur í að gera verkin með mér. Ég verð alltaf þakklát fyrir það enda eðlilegt að allir taki þátt. Við erum samheldnari hjón og ég viðurkenni nú fúslega að sjálfshjálparbækur geta hjálpað. Þetta hefur kennt mér að maður skyldi vanda sig við um hvað maður biður.“

Ráð Marie Kondo fyrir hjónabandið

Þakklæti

Eitt af því fyrsta sem Marie Kondo gerir áður en hún kennir KonMari-aðferðina áfram er að krjúpa á kné og hugleiða þakklæti. Hún gerir þetta til að heilsa húsinu og minna húsráðendur á að heimilið er skjól fjölskyldunnar. Það sameinar og verndar.

Framtíðarsýn

Hjón ættu að leitast við að sjá framtíðina fyrir sér saman. Rusl og dót á ekki að hindra fólk í að upplifa drauminn. Eins og eitt par áttaði sig á eftir tiltekt, að allan tímann voru þau með pláss fyrir eitt barn í viðbót eins og þau hafði bæði dreymt um.

Ábyrgð

Það er mikil vinna fólgin í því að halda heimili. Slík vinna ætti aldrei að vera á herðum eins aðila. Allir þurfa að vera þátttakendur á heimilinu og taka ábyrgð. Því það er heiðarlegt, heilbrigt og uppbyggilegt fyrir alla.

Minningar

Kondo er á því að það eigi að njóta þess sem veitir ánægju. Sem dæmi um það eru brúðkaupsmyndir. Þær ættu að vera uppi á vegg og minna hjón á tilgang hjónabandsins, uppruna þess og ánægjustundir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál