Þetta ætlar Díana Omel að gera í kvöld

Díana Omel tekur Eurovison með trompi.
Díana Omel tekur Eurovison með trompi. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Þúsundþjalasmiðurinn og fjöllistakonan Díana Omel er rosalegur Eurovision-aðdáandi. Hún elskar búningana, menningarheimana og að eigin sögn, þetta snarruglaða „show“ sem er í kring um þessa margrómuðu (og ekki) keppni. 

Einhvern veginn hef ég alltaf heillast af lögunum sem fylgja ekki straumnum og helst ekki þessum sem eru flutt á ensku. Ég vil heyra móðurmálin. Mitt uppáhalds, uppáhalds Eurovision-lag frá upphafi er „C'est Le Dernier Qui A Parlé Qui A Raison“ með Aminu Anabi sem keppti fyrir hönd Frakklands árið 1991 en það var einmitt árið sem við sendum Nínu með Eyva og Stebba. Svo er Lapponia frá Finnlandi lag sem kemur mér alltaf í stuð. Lagið er jolly, búningurinn sjúkur og bakraddaguttarnir náttúrlega eins kynþokkafullir og hægt er að vera í vel gyrtum 70's buxum.“
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Um leið og Díana sá Hatarana stíga á stokk var enginn vafi í hennar huga á að hópurinn myndi sigra og keppa svo fyrir Íslands hönd í Ísrael.

„Sumir eru samt eitthvað að fárast yfir boðskapnum og búningunum en ég er persónulega mjög hrifin af þessu lúkki. Mér finnst frábært að sjá eitthvað sem er, því miður, talið ósiðlegt og óviðeigandi fá að skína í dagsbirtunni.“

Það hefur alltaf loðað við keppnina að vera einhverskonar heimsárshátíð homma. Veistu hver ástæðan fyrir þessu getur verið?

„Já, það er kannski ekkert flókið. Í Eurovision er yfirleitt öllum tekið fagnandi, ekkert nema gleði og glimmer, öllum regnbogans litum tjaldað til og allir glaðir saman. Hinsegin fólk elskar jú fjölbreytileikann.“

Hvað um Eurovision-partí? Eru þau hefð hjá þér og þínum?

„Já, heldur betur! Ég og nokkrar vinkonur mínar höfum haldið júró-partí á hverju einasta ári í nokkur ár. Hefðin okkar er meðal annars þannig að við eldum alltaf eitthvað öðruvísi frá all skonar Evrópulöndum og auðvitað verður alltaf að vera gott freyðivín. Við erum reyndar bara fjórar og höfum ekki leyft mörgum að trufla okkur við þessa merkilegu athöfn enda þurfum við að hlusta á hvert lag af mikilli andtakt og leyfum ekkert ónæði.“

Hefur þú einhvern tíma haldið út í pílagrímsferð á sjálfa keppnina?

„Já! Ég fór út þegar Hera keppti fyrir okkur í Noregi en þar sem allt var svo dýrt þarna þá myndi ég frekar fara til ódýrara lands í næsta skipti og gera þá meira úr ferðinni. Þegar við vorum í Noregi kynntumst við búningahönnuðunum sem voru með hópnum frá Hvíta-Rússlandi, sátum með þeim á einverjum hótelbar og horfðum á forkeppni en þetta góða fólk átti heiðurinn að fiðrildavængjunum sem flestir muna eftir.“

Hvað ef þú sjálf yrðir valin sem fulltrúi Íslands í Eurovision? Hvernig yrði atriðið þitt?

„Ef ég gæti nú sungið skammlaust myndi ég alveg elska að keppa fyrir hönd Íslands. Ég myndi líklega mæta í einhverskonar blikkandi regnboga, glimmer samfestingi með plíseruðum vængjum og syngja hádramatíska ballöðu á íslensku. Að sjálfsögðu myndi ég þurfa öfluga vindvél og Regínu Ósk, Friðrik Ómar, Heru Björk, Siggu Beinteins, Helgu Möller og Eirík Hauks sem bakraddir. Þau eru öll sjóaðir Eurovisinfarar og kunna þetta upp á tíu. Svo eru þau líka bara svo skemmtileg!“

mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál