Þetta ætlar Díana Omel að gera í kvöld

Díana Omel tekur Eurovison með trompi.
Díana Omel tekur Eurovison með trompi. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Þúsundþjalasmiðurinn og fjöllistakonan Díana Omel er rosalegur Eurovision-aðdáandi. Hún elskar búningana, menningarheimana og að eigin sögn, þetta snarruglaða „show“ sem er í kring um þessa margrómuðu (og ekki) keppni. 

Einhvern veginn hef ég alltaf heillast af lögunum sem fylgja ekki straumnum og helst ekki þessum sem eru flutt á ensku. Ég vil heyra móðurmálin. Mitt uppáhalds, uppáhalds Eurovision-lag frá upphafi er „C'est Le Dernier Qui A Parlé Qui A Raison“ með Aminu Anabi sem keppti fyrir hönd Frakklands árið 1991 en það var einmitt árið sem við sendum Nínu með Eyva og Stebba. Svo er Lapponia frá Finnlandi lag sem kemur mér alltaf í stuð. Lagið er jolly, búningurinn sjúkur og bakraddaguttarnir náttúrlega eins kynþokkafullir og hægt er að vera í vel gyrtum 70's buxum.“

mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Um leið og Díana sá Hatarana stíga á stokk var enginn vafi í hennar huga á að hópurinn myndi sigra og keppa svo fyrir Íslands hönd í Ísrael.

„Sumir eru samt eitthvað að fárast yfir boðskapnum og búningunum en ég er persónulega mjög hrifin af þessu lúkki. Mér finnst frábært að sjá eitthvað sem er, því miður, talið ósiðlegt og óviðeigandi fá að skína í dagsbirtunni.“

Það hefur alltaf loðað við keppnina að vera einhverskonar heimsárshátíð homma. Veistu hver ástæðan fyrir þessu getur verið?

„Já, það er kannski ekkert flókið. Í Eurovision er yfirleitt öllum tekið fagnandi, ekkert nema gleði og glimmer, öllum regnbogans litum tjaldað til og allir glaðir saman. Hinsegin fólk elskar jú fjölbreytileikann.“

Hvað um Eurovision-partí? Eru þau hefð hjá þér og þínum?

„Já, heldur betur! Ég og nokkrar vinkonur mínar höfum haldið júró-partí á hverju einasta ári í nokkur ár. Hefðin okkar er meðal annars þannig að við eldum alltaf eitthvað öðruvísi frá all skonar Evrópulöndum og auðvitað verður alltaf að vera gott freyðivín. Við erum reyndar bara fjórar og höfum ekki leyft mörgum að trufla okkur við þessa merkilegu athöfn enda þurfum við að hlusta á hvert lag af mikilli andtakt og leyfum ekkert ónæði.“

Hefur þú einhvern tíma haldið út í pílagrímsferð á sjálfa keppnina?

„Já! Ég fór út þegar Hera keppti fyrir okkur í Noregi en þar sem allt var svo dýrt þarna þá myndi ég frekar fara til ódýrara lands í næsta skipti og gera þá meira úr ferðinni. Þegar við vorum í Noregi kynntumst við búningahönnuðunum sem voru með hópnum frá Hvíta-Rússlandi, sátum með þeim á einverjum hótelbar og horfðum á forkeppni en þetta góða fólk átti heiðurinn að fiðrildavængjunum sem flestir muna eftir.“

Hvað ef þú sjálf yrðir valin sem fulltrúi Íslands í Eurovision? Hvernig yrði atriðið þitt?

„Ef ég gæti nú sungið skammlaust myndi ég alveg elska að keppa fyrir hönd Íslands. Ég myndi líklega mæta í einhverskonar blikkandi regnboga, glimmer samfestingi með plíseruðum vængjum og syngja hádramatíska ballöðu á íslensku. Að sjálfsögðu myndi ég þurfa öfluga vindvél og Regínu Ósk, Friðrik Ómar, Heru Björk, Siggu Beinteins, Helgu Möller og Eirík Hauks sem bakraddir. Þau eru öll sjóaðir Eurovisinfarar og kunna þetta upp á tíu. Svo eru þau líka bara svo skemmtileg!“

mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Harry prins fer nýjar leiðir

15:04 Guðný Ósk Laxdal er sérfræðingur í konungsfjölskyldum en hún stúderaði nútímavæðingu bresku konungsfjölskyldunnar í B.A. ritgerð sinni í ensku við HÍ og hefur ávallt haft gaman af konunglegum málefnum, bæði sem dægurmál og fræðilegt menningarfyrirbæri. Meira »

Líkamsfarði Kim gerir allt vitlaust

12:00 Raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian West kynnir okkur nú fyrir líkamsfarða sem getur falið æðar og marbletti.   Meira »

IKEA vinnur með heimsþekktu fólki

09:00 Sænska móðurskipið IKEA kynnti nýjungar sínar á Democratic Design Days í Almhult í Svíþjóð á dögunum. Sjálfbærni, nýting á plássi og upplifun eru í forgrunni hjá þessu stóra fyrirtæki án þess að tapa þeim eiginleikum að gera heimilið fallegra. Ein af stærstu fréttunum er samstarf IKEA og Sonos. Meira »

Bláklæddar á veðhlaupakeppninni

05:00 Katrín hertogaynja og Elísabet Englandsdrottning voru í stíl á opnunarhátíð konunglegu veðhlaupakeppninnar sem hófst í dag.  Meira »

Rihanna sjóðandi heit í bleiku

Í gær, 23:30 Tónlistarkonan Rihanna brá undir sig betri fætinum í New York-borg á þriðjudagskvöld og var sjóðandi heit í bleikum kjól.  Meira »

Gettu hvar Gylfi keypti brúðkaupsfötin?

Í gær, 19:00 Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður og fótboltastjarna kvæntist ástinni um helgina. Hann valdi aðeins það besta eða föt frá ... Meira »

Dragdrottning Íslands hélt uppi stuðinu

Í gær, 18:00 Dragdrottning Íslands, Gógó Starr, mætti einnig á svæðið og sló í gegn með flutningi á laginu Snapshot með RuPaul og hárblásurum sem hún nýtti sem vindvélar til að fullkomna showið. Meira »

Adele nánast óþekkjanleg

í gær Breska tónlistarkonan Adele hefur lagt mikið af en það sést vel á nýrri mynd af tónlistarkonunni með hljómsveitinni Spice Girls. Meira »

Kjóll Alexöndru frá Galia Lahav

í gær Brúðarkjóll Alexöndru Helgu Ívarsdóttur er frá ísraelska tískuhúsinu Galia Lahav.   Meira »

Hvers vegna fór Vigdís í framboð 1980?

í gær Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir að hún hefði aldrei farið í forsetaframboð ef sjómennirnir hefðu ekki skorað á hana. Meira »

Eins og risastór tískusýning á árshátíðinni

í gær Það voru allir í spariskapi þegar Geysir hélt árshátíð sína í Marshallhúsinu. Eins og sést á myndunum voru allir í sínu fínasta pússi á þessu fallega sumarkvöldi. Boðið var upp á girnilegar veitingar en andleg næring var í boði Frímanns Gunnarssonar en hann kitlaði hláturtaugar gestanna og Una Schram og Cell7 tóku í míkrafóninn við mikinn fögnuð. Meira »

Dragdrottningar stálu senunni á MTV-verðlaunahátíðinni

í fyrradag Dragdrottningarnar Trixie Mattel, Katya Zamolodchikova og Alyssa Edwards sköruðu fram úr á rauða dreglinum.  Meira »

Sjáðu Gylfa og Alexöndru á brúðkaupsdaginn

18.6. Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir birtu loksins myndir af stóra deginum.  Meira »

Kolbrún fær útrás í að fegra í kringum sig

18.6. Kolbrún Kristleifsdóttir kennari býr ásamt fjölskyldu sinni í 105 Reykjavík. Hún hefur unun af því að hugsa vel um garðinn sinn. Meira »

Vigdís Hauks og Garðar Kjartans í sveitinni

18.6. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Garðar Kjartansson fasteignasali nutu veðurblíðunnar saman um helgina.   Meira »

Alexandra og Birgitta Líf með eins töskur

18.6. Mittistöskur eru móðins þessa dagana. Þegar Alexandra Helga Ívarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir fóru saman til Flórída var sú fyrrnefnda með mittistösku frá Prada en í brúðkaupinu var Birgitta Líf með nákvæmlega eins tösku. Meira »

Aron Einar og Kristbjörg mættu í stíl

17.6. Aron Einar Gunnarsson landsliðsmaður og Kristbjörg Jónasdóttir mættu í stíl í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Meira »

Erna Hrönn og Jörundur loksins hjón

17.6. Erna Hrönn útvarpsstjarna á K100 giftist unnusta sínum, Jörundi Kristinssyni, sem starfar hjá Origo. Brúðkaupið var ekki bara ástarhátíð heldur tónlistarveisla. Meira »

Viltu vera umvafin silki?

17.6. Absolute Silk Micro Mousse-meðferð frá Sensai er það nýjasta í þessari japönsku snyrtivörufjölskyldu. Um er að ræða einstaka efnasamsetningu sem skartar efnum sem eru unnin úr Koishimaru Silk Ryoal. Meira »

Langar þig í hádegisverð með Clooney?

17.6. Nú er uppboð á netinu þar sem þú getur unnið hádegisverð með Amal og George Clooney í villu þeirra hjóna við Como-vatnið á Ítalíu. Meira »

Kynntust á trúnó og ætla sér stóra hluti

17.6. Agnes Kristjónsdóttir og Rebekka Austmann hafa sameinað krafta sína á ævintýralegan hátt en leiðir þeirra lágu saman á athyglisverðan hátt. Meira »