Auðunn Blöndal datt í lukkupottinn

Auðunn Blöndal datt í lukkupottinn þegar hann hnaut um Rakel …
Auðunn Blöndal datt í lukkupottinn þegar hann hnaut um Rakel Þormars. mbl.is/Árni Sæberg

Auðunn Blöndal tilkynnti að hann ætti von á barni með kærustu sinni Rakel Þormarsdóttur. Samband Auðuns og Rakelar hefur farið hljóðlega enda er hún ekki á samfélagsmiðlum. Þeir sem til þekkja segja að Auðunn hafi dottið í lukkupottinn því Rakel sé einstök manneskja. 

Hún skaust upp á stjörnuhimininn 17 ára gömul þegar hún varð andlit Top Shop og svo tók hún þátt í Ford-keppninni á svipuðum tíma. Rakel á ekki langt að sækja þokkann því kvenpeningurinn í þessari fjölskyldu festist einstaklega vel á filmu. Systir hennar, Thelma Þormarsdóttir, hefur starfað sem fyrirsæta síðan hún var unglingur en hún býr og starfar í New York. Rakel starfar í dag í fjölskyldufyrirtækinu en faðir hennar rekur heildsölu sem flytur inn úr frá þekktum tískumerkjum. 

HÉR er hægt að lesa viðtal við Rakel sem Mikael Torfason tók fyrir Fókus sem var fylgirit DV. 

Árið 2016 setti Auðunn íbúð sína á Arnarnesinu á sölu og flutti í Fossvoginn. Hvort hann hafi verið að undirbúa framtíðina með þessum fasteignaviðskiptum er ekki vitað en það liggur þó ljóst fyrir að það mun ekki væsa um fjölskylduna á nýja staðnum. 

Á föstudaginn tilkynnti Auðunn að hann ætti von á barni með Rakel sinni. Þetta er þeirra fyrsta barn og því mikill spenningur í gangi. Smartland óskar þeim hjartanlega til hamingju með óléttuna og ráðahaginn. 

Rakel Þormarsdóttir var þekkt fyrirsæta á sínum unglingsárum.
Rakel Þormarsdóttir var þekkt fyrirsæta á sínum unglingsárum.
mbl.is