Björgólfur Thor tók þyrlu á milli afmæla

Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir tók þyrlu á milli staða um …
Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir tók þyrlu á milli staða um helgina.

Það var ekki bara Eurovision í gangi um helgina þar sem fólk klæddi sig upp í BDSM-fötin sín heldur voru tvö fimmtugsafmæli haldin á Íslandi sem vert er að tala um. Björgólfur Thor mætti í bæði afmælin og tók þyrlu á milli staða. 

Fyrra afmælið sem Björgólfur Thor mætti í ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ólafsdóttur, hófst klukkan tíu á laugardagsmorgun með því að Karlakórinn Fóstbræður söng fyrir afmælisbarnið, Heiðu Magnúsdóttur, fyrir utan Ásmundarsal. Heiða og Sigurbjörn Þorkelsson, eiginmaður hennar, reka Ásmundarsal og fjárfestingafélagið Fossa.

Mikið var lagt í afmæli og allt var vandað og fínt eins og Heiðu einni er lagið. Þemað var Tunglið og tók hún á móti gestum í silfurlituðum samfesting merktum Nasa. 

Um óvissuafmæli var að ræða sem innihélt gönguferð í Hvalfirði og svo endaði kvöldið í Kjós þar sem boðið var upp á glæsilegar veitingar og mikla stemningu. En það er alltaf erfitt að þurfa að vera á mörgum stöðum í einu og til þess að geta verið alls staðar pantaði Björgólfur Thor þyrlu til þess að komast í afmælið hjá Hilmari Björnssyni yfirmanni íþróttadeildar RÚV. 

Þyrlan vakti að sjálfsögðu mikla athygli og fór þessi ferð ekki fram hjá neinum.

Aðalheiður Magnúsdóttir eða Heiða eins og hún er kölluð, Sigurbjörn …
Aðalheiður Magnúsdóttir eða Heiða eins og hún er kölluð, Sigurbjörn Þorkelsson, Erla Sveinsdóttir, Björn Borg og Samúel Jóhannsson. Þessi mynd var tekin í janúar á opnun í Ásmunarsal. Elsa Katrín Ólafsdóttir
mbl.is