Vil vera glöð að vaska upp

Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Elma Stefanía Ágústsdóttir segir frá aðdraganda þess að hún komst á samning hjá einu virtasta leikhúsi veraldar, Burgtheater í Vín. Hún er að upplifa drauminn en einnig að æfa nýja vöðva. Hún ráðleggur fólki að finna drauminn sinn í samvinnu við alheiminn og leyfa honum að rætast. 

Elma Stefanía Ágústsdóttir er stödd í fallegu veðri í Berlín með bókina Meistarinn og Margaríta eftir rússneska skáldið Mikhaíl Búlgakov undir hendinni, en það er einmitt fyrsta verkið af fjórum sem hún frumsýnir næsta vetur í Burgtheater í Vín. Hún finnur sér fallegan stað í garði í Prenzlauer Berg og spjallar við blaðamann um lífið og tilveruna, það er sól, sumarið er komið.

Elma Stefanía hefur fengið fastráðningu við eitt virtasta leikhús veraldar, Burgtheater í Vín. Aðspurð hvernig hún vilji láta kynna þennan kafla í sínu lífi segir hún að ævintýrið hafi byrjað að mótast fyrir sex árum.

„Þegar ég var á lokaárinu í Listaháskóla Íslands á sviðslistabraut kom Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri á nemendasýninguna okkar: Draum á Jónsmessunótt og fyrst þá byrjaði hann að planta hjá mér hugmyndinni að koma til þýskalands og leika þar. Á þessum tíma þótti mér þetta frekar langsótt hugmynd og einhvernveginn átti ég eftir að stíga einn dans á Íslandi áður en ég færi út. Ég var fastráðin fyrst hjá Þjóðleikhúsinu og lék þar mjög flott og stór hlutverk þegar Tinna Gunnlaugsdóttir var þar við stjórnvölinn. Ég skipti svo yfir í Borgarleikhúsið en stoppaði þar ekki lengi og eftir þetta leikhúsævintýri og nokkur hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum ákvað ég að nú væri dansinn búinn. Ég vildi lengra.“

Heimurinn svaraði sterkt

Hvernig var að taka þetta skref að flytja út til Þýskalands?

„Þetta var risaskref. Við Mikael eigum börn og hús og bíl og hund og höfum bæði notið velgengni á okkar sviðum heima á Íslandi. En ferillinn hans var líka að taka flug hér í Þýskalandi, bæði sem höfundur með Þorleifi Erni í leikhúsunum og einnig gengur vel með bækurnar hans hér úti. Það var semsagt að mörgu að huga en við svöruðum kallinu og sjáum sannarlega ekki eftir því. Heimurinn svaraði sterkt á móti því það var í júlí 2018 sem við fluttum til Berlínar og í október sama ár var ég komin með fastráðningu í einu stærsta og virtasta leikhúsi heims í Vínarborg. Stelpurnar okkar tvær sem búa hér með okkur dafna líka vel í nýju landi og það er alveg ómetanlegt.“

-En hvernig gerist það að maður fær samning hjá Burgtheater?

„Hjá mér var það þannig að maður að nafni Alexander Kerlin, dramatúrg við Burgtheater, sér vídeó af Njálu í leikstjórn Þorleifs og hefur samband við Þorleif og spyr hver ég sé og biður um meira efni frá mér og fer með þá hugmynd til Martins Kušej, leikhússtjóra Burgtheater, að ráða mig inn í leikhópinn (ensamblið). Martin Kušej er með þá sýn fyrir Burgtheater að vera með leikara hvaðanæva úr heiminum. Honum leist vel á mig og upp frá því fór ferli í gang, fundir og viðtöl og að lokum prufur. Í prufunum lék ég Nóru í Dúkkuheimilinu eftir Ibsen. Ég lék hana á þýsku eftir aðeins 3 mánuði í þýskunámi. Mótleikarinn minn Till Firit var að klára 120. sýninguna af Dúkkuheimilinu þegar hann mætti mér á sviðinu.“

Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Eignast nýja sál með nýju tungumáli

-Hvernig gekk að leika á þýsku?

„Leikhússtjórinn og viðstaddir voru held ég jafn stressaðir og ég sjálf og sögðu við mig rétt áður en ég byrjaði að ég mætti alveg skipta yfir í ensku eða bara íslensku. Að ég þyrfti ekkert að gera þetta á þýsku, en ég vildi leika þetta á þýsku. Ég þurfti líka að sanna fyrir mér að ég gæti þetta. Þegar senan kláraðist fann ég að þetta hafði virkað en ég bjóst ekki við því sem gerðist næst sem var að mér var samstundis boðin fastráðning.

Ég hef verið í þýskunámi núna á hverjum degi síðan í ágúst og hef þar með lokið stigi sem kallast C1. Þetta kemur allt saman hægt og rólega. Ég hef lesið núna á tveimur stöðum að með hverju nýju tungumáli sem þú lærir eignastu nýja sál. Mér finnst þar rosalega falleg hugsun og held að hún sé alveg sönn. Nýr heimur opnast með ótal nýjum hugsunum.“

-Nú er samningurinn sem þú gerðir við þetta virta leikhús alveg einstakur, þú ert fyrsti íslenski leikarinn sem kemst á samning. Það krefst mikillar sjálfsvirðingar að finnast maður eiga svona stöðu skilið, ekki satt?

„Jú, og mín stærsta gjöf í lífinu hefur verið innsæið mitt. Ég get lesið stöðu mína mjög vel og þá finn ég alltaf hvenær tími minn er búinn á hverjum stað og hvenær ég get meira. Það er líka svakalega mikilvægt fyrir leikara að hafa fólk í kringum sig sem trúir á mann og treystir manni fyrir verðugum verkefnum. Bara þannig nær maður alvöru þroska sem listamaður. En það er ekki bara hagur leikarans að fá áskoranir, heldur hagur samfélagsins. Þroskaður listamaður hefur meira að gefa áhorfendunum.“

-Hvernig lýsir þú Elmu?

„Ég er manneskja, ég er kona, móðir, eiginkona, leikkona. Ég er alltaf leitandi og ég hef alveg óstöðvandi þrá til að þroskast og læra en fyrst og fremst til að líða vel.“

Selja grafirnar fyrir stórfé

-Hvað hefurðu lært núna á þessu ferli?

„Það að flytja í nýtt land og kunna ekki tungumálið og þurfa smátt og smátt að fikra sig áfram hefur verið rosalega lærdómsríkt. Hér er ekki stórfjölskyldan og allir vinirnir, en maður finnur fljótt að stórborgin hefur sínar leiðir til að haldast í hendur. Hér er fólk tilbúið til þess að hjálpa hvað öðru og maður finnur fyrir því og það þykir mér gott. Það er skylda okkar allra að hlúa hvert að öðru, sama frá hvaða landi við komum. Það getur nefnilega enginn tapað á því.“

-En hvað kemur þér á óvart við þetta nýja starf?

„Leiklistin er alltaf söm, við skiljum hana sama á hvaða tungumáli hún er. Hins vegar eru hér hefðir og siðir sem ég hef ekki heyrt um áður. Sem dæmi er ein hefðin sú að leikskáld sem setur upp þrjú verk eða fleiri í Burgtheater fær gröf í einum frægasta kirkjugarði Vínar að gjöf. Ég hef heyrt að gröfin geti komið að sérlega góðum notum ef skáldin verða blönk. Þá seljast þær víst fyrir stórfé. En þetta er aðeins ein hefðin af ótal mörgum, enda á þetta leikhús sér langa og merkilega sögu. Ég hlakka bara til að heyra meira.“

Vil vera glöð að vaska upp

-Hvernig aftengir þú þig?

„Ég vil aldrei aftengja mig, mér finnst betra að tengjast. Tengjast hjartanu mínu og þá er ég í núvitund og vellíðan. Um leið og ég aftengi mig þá ruglast ég.“

-Hvað er það þá sem heldur þér á jörðinni?

„Fyrir mér snýst þetta svo mikið um sjálfið. Hver er ég og hvað get ég og hvaða þarfir og langanir hef ég. Það eru ákveðin forréttindi að fara í leiklistarnám og finna hæfileika sinn og fá mörg tækifæri til að þjálfa þann vöðva. En eftir einhvern tíma finnur maður að aðrir vöðvar sjálfsins hafa ekki fengið jafn stranga æfingu og það sem gerðist þegar ég flutti hingað og sagði skilið við landið mitt og svolítið sjálfsmynd mína sem ég hafði byggt upp þar, var að þá fann ég stelpuna sem komst inn í LHÍ og ég ákvað að þroska hana. Þannig að sama hvað á bjátar og hvaða gjafir sem lífið færir mér er ég alltaf sterk kona og ég get treyst á mig sjálfa að grípa mig þegar ég er komin heim. Við erum öll í einhverjum hlutverkum út á við en finnum okkur flest við eldhúsvaskinn að þvo diska og hnífapör á kvöldin og hver er maður þá? Ég vil vera glöð og hamingjusöm akkúrat þá. Þegar ég vaska upp.“

-Hvar færðu bestu hugmyndir þínar?

„Það er mismunandi, en mjög oft þegar ég er alveg að sofna, þá verð ég helst að hafa blað og blýant við hliðina á mér (sem ég er náttúrlega aldrei með) og þá get ég skrifað þær niður (sem ég geri aldrei). En oftast koma hugmyndirnar eins og myndir og ég man þær oftast til að segja frá. Þær sem gleymast voru hvort sem er greinilega ekki nógu góðar til að lifa áfram.“

Eru orðin góð í að vera gift hvort öðru

-Hvernig var á sínum tíma að kynnast Mikael Torfasyni og stofna fjölskyldu?

„Það var bara alveg dásamlegur tími. Stundum sakna ég hans. Ég var 24 ára í leiklistarnámi og hann var nýfluttur heim frá L.A. Við áttum engan pening en vorum ástfangin upp fyrir haus og það var einhvernveginn allt svo gott. Síðan eru liðin 8 ár og við erum ennþá ástfangin og þessi kafli sem við erum að lifa núna er líka æðislegur. Bara á allt annan hátt. Við erum orðin rosalega góð í að vera gift hvort öðru myndi ég segja.“

-Áttu ráð fyrir þá sem eru óvissir um tilgang sinn í veröldinni?

„Fyrir mér er eini tilgangurinn að líða vel. Það er bara númer eitt, tvö og þrjú. Og við getum orðið mjög hamingjusöm ef við leggjum rækt við okkur sjálf og gefum okkur sjálfum athygli og hlustum á okkur, þá heyrum við í okkur og heyrum hvað það er sem okkur langar raunverulega í lífinu. Kannski eru einhverjir draumar sem við áttum og við höfum einfaldlega hundsað eða jafnvel bara gleymt. Ég myndi alltaf ráðleggja fólki að finna drauminn sinn og í samvinnu við alheiminn leyfa honum að rætast.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Ódýrt og svalt gólfefni sem má setja á veggi

Í gær, 21:00 Spónaparket var vinsælt gólfefni á níunda og tíunda áratug síðustu aldar en með tilkomu plastparketsins hvarf það úr íslenskum verslunum. Meira »

Svona massar þú sumartískuna með stæl

Í gær, 18:00 Það tekur á að vera í takt við tískuna. Smartland auðveldar þér það, en hér er samantekt á flottustu trendunum í sumar.  Meira »

Í hnébeygju yfir klósettinu

Í gær, 14:00 Þjálfarinn hennar Kate Beckinsale lætur hana gera hnébeygjur yfir klósettinu.   Meira »

Íþróttaálfurinn og Gylfi á Maldíveyjum

Í gær, 10:00 Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í fótbolta eru báðir á Maldíveyjum í brúðkaupsferð ásamt eiginkonum sínum. Þessi tvennu hjón eru þó alls ekki í sömu brúðkaupsferðinni. Meira »

„Fá þau fyrsta skammtinn frían?“

Í gær, 05:00 Íslensk móðir hefur áhyggjur af dóttur sinni sem er 16 ára og veltir fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að dóttir hennar dópi sig. Meira »

Þetta er konan sem skipulagði brúðkaupið

í fyrradag Hjónin fengu hina bresku Charlotte Dodd til að skipuleggja brúðkaupið sitt. En þess má geta að hún þykir sú allra færasta á sínu sviði í Bretlandi um þessar mundir. Fyrirmynd hennar er hinn skemmtilegi Franck úr kvikmyndinni Father of the Bride. Meira »

Fáðu magavöðva eins og Cindy Crawford

í fyrradag Fyrirsætan Cindy Crawford hefur fært sig úr líkamsræktar-DVD-diskunum yfir á Instagram þar sem hún sýnir sínar uppáhaldsæfingar. Meira »

Þessir mættu í VIP-teiti COS

í fyrradag Sænska fatamerkið COS opnaði nýlega verslun á Íslandi en á fimmtudagskvöldið var sérstök opnun fyrir VIP-gesti.   Meira »

Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

í fyrradag Við Vatnsholt í Reykjavík stendur stórglæsileg efri sérhæð sem er fallega og smekklega innréttuð.   Meira »

Ræður ekkert við sig og fer í sund daglega

í fyrradag „Ég hef tvívegis verið greind með sortuæxli en næ ekki alveg að stjórna hegðun minni tengdri sól. Málið er að ég var hér á árum áður mikið í ljósum og varð alltaf að vera brún.“ Meira »

Bárður og Linda Björk giftu sig í gær

23.6. Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla gengu í hjónaband í gær. Meira »

„Gróðurinn dregur mann til sín“

23.6. Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag. Meira »

Hefur búið í þremur íbúðum á sjö árum

23.6. Kristín Sólveig Kristjánsdóttir læknir að mennt er ákaflega fær í samskiptum og segir að gott heimili sé sá staður þar sem fólk dettur inn um dyrnar og þar sem er gott hjartarúm. Meira »

Svona býr Bergþóra Guðnadóttir

23.6. Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými.   Meira »

Vinkonan alltaf að metast hver sé sætust

23.6. „Þegar við förum út á lífið saman, er hún heltekin af því að bera sig saman við aðrar konur og metur það yfirleitt svo að hún er sætust.“ Meira »

6 lífsráð Dakota Fanning

22.6. Leikkonan Dakota Fanning segist aldrei verða týpan sem borðar ekki sykur eða kolvetni.   Meira »

Kærastinn Jamie fagnaði með Lindu Pé

22.6. Linda Pétursdóttir fyrrverandi alheimsfegurðardrottning og athafnakona útskrifaðist í dag með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Meira »

Furðulegir hattar á veðhlaupakeppninni

22.6. Konunglega veðhlaupakeppnin hefur verið sannkölluð hatta veisla. Elísabet Englandsdrottning lætur sitt ekki eftir liggja.  Meira »

Geta gæludýraeigendur átt falleg húsgögn?

22.6. Litlu loðbörnin eiga það til að tæta upp arma á stólum og jafnvel naga sig djúpt ofan í sessur og púða. Að ekki sé talað um hárin sem dreifast um alla íbúð. Meira »

Viltu ljóma alveg eins og sólin í sumar?

22.6. Aðgengi kvenna í dag að upplýsingum er óendanlegt og kemur sér vel þegar við erum að velja okkur snyrtivörur. Umræðan í dag snýst mikið um ávaxtasýrur, peptíð og C-vítamín. Meira »

„Heimilið er mjög ótæknilegt“

22.6. Brynja Jónbjarnardóttir starfar sem markaðsráðgjafi hjá Hugsmiðjunni og sem fyrirsæta. Hún hefur búið víða og veit hvað gerir hús að góðu heimili. Þó að hún vinni sem markaðssérfræðingur hjá tæknifyrirtæki velur hún að hafa heimilið án mikillar tækni. Meira »