Mariam og Heiðar Helguson trúlofuð

Mariam Sif Vahabzadeh og Heiðar Helguson eru trúlofuð.
Mariam Sif Vahabzadeh og Heiðar Helguson eru trúlofuð.

Íslenski fótboltamaðurinn Heiðar Helguson og Mariam Sif Vahabzadeh eru trúlofuð. Hann bað hennar á bát í Tyrklandi og verður brúðkaup þeirra næsta sumar. Parið fór í brúðkaup hjá Joey Barton og Georgiu McNeil sem haldið var í Bretlandi. Barton er fyrrverandi leikmaður Manchester City 

„Við erum búin að vera saman í fimm ár en við kynntumst í gegnum vini,“ segir Mariam í samtali við Smartland.

Þegar hún er spurð hvort þau hafi rætt brúðkaup fram og til baka segir hún svo ekki vera.

„Við höfum eiginlega aldrei rætt brúðkaup alvarlega. Höfum rætt það að giftast en ekkert meira en það,“ segir hún.

- Ertu búin að ákveða í hvernig kjól þú verður á brúðkaupsdaginn?

„Mig langar að vera í svipuðum kjól og konan hans Joeys Bartons, Georgia McNeil, var í þegar þau gengu í hjónaband á dögunum. Hann var síður og þröngur.“

- Eruð þið búin að ákveða daginn?

„Við ætlum að gifta okkur næsta sumar en dagsetning er ekki komin ennþá.“

- Hvers vegna skiptir máli að ganga í hjónaband?

„Mér finnst brúðkaup vera staðfesting á því að fólk ætli að vera saman alla ævi og vinir alla ævi, svo er veislan vettvangur til þess að fagna með öllum sem manni þykir vænt um,“ segir Mariam.

Mariam og Georgia Mc­Neil.
Mariam og Georgia Mc­Neil.
Heiðar, Georgia Mc­Neil, Joey Barton og Mariam.
Heiðar, Georgia Mc­Neil, Joey Barton og Mariam.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál