Sjáðu brúðarkjól Alexöndru Helgu

Alexandra Helga Ívarsdóttir er glæsileg brúður.
Alexandra Helga Ívarsdóttir er glæsileg brúður. Ljósmynd/Instagram

Alexandra Helga Ívarsdóttir gekk að eiga Gylfa Þór Sigurðsson við Como-vatn á Ítalíu fyrr í kvöld. Hún klæddist glæsilegum hvítum kjól sem var klæðskerasniðinn á hana. Hvít blúnda lék stórt hlutverk í efnisvali. 

Kjóllinn er með hlýrum og skósíður og opinn í bakið og fór brúðinni vel eins og sést á þessum myndum.

Hárgreiðslan var falleg og látlaus en hárið var tekið upp að framan þannig að það sæist vel í andlitið og svo voru lokkarnir krullaðir.

Harpa Káradóttir, förðunarmeistari og eigandi Makeup studio Hörpu Kára, farðaði brúðina fyrir stóra daginn. Hún er ein af færustu förðunarmeisturum landsins en hún skrifaði um tíma um snyrtivörur í Glamour.

Hér má sjá Alexöndru Helgu Ívarsdóttur kasta brúðarvendinum.
Hér má sjá Alexöndru Helgu Ívarsdóttur kasta brúðarvendinum. Ljósmynd/Instagram
mbl.is