Gestirnir farnir heim úr brúðkaupinu

Gylfi Þór Sigurðsson birti mynd af fjölskyldu-brönsinum á Instagram.
Gylfi Þór Sigurðsson birti mynd af fjölskyldu-brönsinum á Instagram. Ljósmynd/Instagram

Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir buðu nánustu fjölskyldu í dögurð í hádeginu en annars eru gestirnir að tínast til síns heima eftir vel heppnað brúðkaup sem fram fór í gær.  Ekkert var til sparað í brúðkaupinu en margt af því sem boðið var upp á í veislunni, hvort sem það var matur eða skemmtun, var flutt inn frá Íslandi þótt brúðkaupið væri við Como-vatn á Ítalíu.

Maturinn kom til dæmis frá íslenska veitingastaðnum Sumac og svo mættu Jón Jónsson, Friðrik Dór, Sóli Hólm, Aron Can, Herra hnetusmjör og Jökull Júlíusson í Kaleo til að skemmta gestunum ásamt Bríeti svo einhverjir séu nefndir. 

Birgitta Líf Björnsdóttir, Herra hnetusmjör, Aron Can og Bríet voru til dæmis komin til Mílanó þar sem þau voru að spóka sig í dag. Ása Regins og Emil Hallfreðsson eru enn við Como-vatn að fagna brúðkaupsafmæli sínu og Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir eru enn þá á svæðinu.

Formlegri dagskrá er þó lokið og brúðhjónin njóta nú hveitibrauðsdaganna tvö ein eins og sést á Instagram. 

Það væsir ekki um hjónin við Como-vatn.
Það væsir ekki um hjónin við Como-vatn. Ljósmynd/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál