Íslenskur matur hjá Gylfa og Alexöndru

Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir gengu í hjónaband …
Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir gengu í hjónaband í gær. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram við Como-vatn á Ítalíu í gær eins og greint hefur verið frá á mbl.is.

Ítalir eru þekktir fyrir matarmenningu sína og fór brúðkaupið fram á Villa Balbiano sem er vinsæll brúðkaupsstaður. Það voru hin svegar ekki innlendir kokkar sem kokkuðu ofan í brúðkaupsgesti heldur Þráinn Freyr Vigfússon verðlaunakokkur og eigandi Sumac og hans fylgdarlið.

Sumac er einn vinsælasti veitingastaðurinn á Íslandi en hann sækir innblástur til Mið-Austurlanda og Miðjarðarhafsins. 

„Þráinn Freyr Vigfússon og Hafsteinn Ólafsson, Kokkur ársins 2017, hafa hannað hrjúfan og fágaðan matseðil með sterkum innblæstri frá seiðandi stemningu Beirút í Líbanon og tælandi áhrifum frá Marokkó,“ segir á heimasíðu Sumac.

Þráinn Freyr Vigfússon þykir einn af bestu kokkum Íslands.
Þráinn Freyr Vigfússon þykir einn af bestu kokkum Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is