Aron Einar og Kristbjörg mættu í stíl

Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir voru glæsileg í brúðkaupinu.
Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir voru glæsileg í brúðkaupinu. Ljósmynd/Instagram

Aron Einar Gunnarsson landsliðsmaður og Kristbjörg Jónasdóttir mættu í stíl í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur.

Aron Einar klæddist vínrauðum jakkafötum með vesti og jakka og Kristbjörg klæddist skósíðum bleikum kjól með vínrauðum undirtón. Við kjólinn var hún í háhæluðum sandölum. 

Hjónin hafa verið búsett í Bretlandi síðustu ár en eru nú að flytja til Katar. 

mbl.is