Langar þig í hádegisverð með Clooney?

Nú geta heppnir aðilar tekið þátt í uppboði þar sem …
Nú geta heppnir aðilar tekið þátt í uppboði þar sem vinningurinn er hádegisverður með Amal og George Clooney, í villu þeirra við Como-vatnið. mbl.is/AFP

Það hefur löngum verið sagt að þeir sem gefa fái það margfalt til baka aftur. Vefsíðan Omaze er eins konar uppboð á netinu. Á Omaze er hægt að finna áhugaverð samfélagsleg verkefni að styðja við.  

Það er margt sem vekur athygli á Omaze, meðal annars stefnumót með George Clooney og Amal Clooney í villu þeirra við Como-vatnið fræga á Ítalíu. Stefnumótið er opið uppboð sem mun standa yfir næsta mánuðinn.

Á síðunni segir orðrétt að heppinn aðili geti:

  • Notið sín á draumastefnumóti með George og Amal Clooney í lúxus villu þeirra hjóna við Como-vatnið. 
  • Skálað við George og Amal Clooney í hádeginu, tekið ljósmynd af sér með parinu og borðað gómsætan mat, m.a. skinku og sælkera ítalska osta. 
  • Kynnst parinu og notið útsýnsins yfir vatnið og alpana. 
  • Fengið flug til Ítalíu og gist á fjögurra stjörnu hóteli. 

Þeir sem eru aflögufærir geta stutt við The Clooney Foundation for Justice (CFJ) á síðunni en engin skylda er að greiða fyrir þátttöku í uppboðinu. Þátttakendur margfalda hins vegar  vinningslíkur sínar með fjárframlagi. CFJ vinnur markvisst gegn mannréttindabrotum sem framin eru af ríkisstjórnum víða um heiminn. Eins styður CFJ við samfélög þar sem brotið er á minnihlutahópum, þar sem börn fá ekki nauðsynlega menntun og við flóttafólk sem leitast við að endurbyggja líf sitt frá grunni fjarri heimahögum. 

Áhugasömum sem vilja styðja við málefnið er bent á að skrá sig HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál