Bárður og Linda Björk giftu sig í gær

Bárður Sigurgeirsson og Linda Björg Árnadóttir gengu hjónaband í gær.
Bárður Sigurgeirsson og Linda Björg Árnadóttir gengu hjónaband í gær. Ljósmynd/Facebook

Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla gengu í hjónaband í gær.

Hjónavígslan sjálf fór fram í Hallgrímskirkju og svo var slegið upp veislu í Gamla bíói á eftir. Linda Björg klæddist glæsilegum bleikum brúðarkjól sem náði niður á miðjan kálfa og var í rauðum pinnahælum við. Kjóllinn er hannaður af Rok­söndu Il­incic.

Bárður var klæddur í glæsileg svört jakkaföt og var með slaufu í tilefni dagsins. Linda Björg sagði í samtali við Smartland í vor að brúðkaupið yrði látlaust og fallegt.

Smartland óskar þeim hjartanlega til hamingju með ráðahaginn.

mbl.is