Þetta er konan sem skipulagði brúðkaupið

Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson völdu einn færasta …
Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson völdu einn færasta brúðkaupsskipuleggjanda Bretlands fyrir brúðkaupið sitt.

Það er ævintýri líkast að fylgjast með brúðkaupi og brúðkaupsferð Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa Þór Sigurðssonar, frægustu nýgiftu hjónum landsins. Þau eru nú stödd á Maldíveyjum í brúðkaupsferð en þau giftu sig á dögunum við Como vatn á Ítalíu. 

Margir eru á því að brúðkaup þeirra hafi verið það allra glæsilegasta sem sögur fara af, en nú er ljóst að brúðkaupsferðin er ekki síðri. 

Þau fengu hina bresku Charlotte Dodd til að skipuleggja brúðkaupið sitt. En þess má geta að hún þykir sú allra færasta á sínu sviði í Bretlandi um þessar mundir. Fyrirmynd hennar er hinn skemmtilegi Franck úr kvikmyndinni Father of the Bride.

Dodd skrifar á heimasíðu sinni:

 „Ástríða mín tengd brúðkaupum kemur án efa frá því að ég horfði á hverjum laugardegi á kvikmyndina Father of the Bride, allt frá því ég var ung stúlka. Franck sem var brúðkaupsskipuleggjandinn í kvikmyndinni var öðruvísi, með skemmtilegan húmor, skipulagður og bjó til einstakt brúðkaup með fallegri lýsingum og dásamlegum skreytingum! Hver vildi ekki gera þetta starf að sínu?“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál