Skammarlega fáum boðið í skírn Archie

Guðný Ósk Laxdal skrifaði lokaritgerð um bresku konungsfjölskylduna.
Guðný Ósk Laxdal skrifaði lokaritgerð um bresku konungsfjölskylduna. mb.is/Eggert Jóhannesson

„Í fyrradag var send út tilkynning frá Buckinghamhöll um skírn Archie Harrison Mountbatten-Windsor, son Harry og Meghan. Skírnin verður haldin næsta laugardag, 6. júlí, en það er tveimur mánuðum eftir að Archie fæddist. Margir bíða spenntir eftir skírninni, en þá munu loksins koma fleiri myndir af nýjasta meðlimi konungsfjölskyldunnar. Skírnir verða oft til þess að við fáum flottar fjölskyldumyndir eins og þessa frá skírn Lúðvíks prins í fyrra,“ segir Guðný Ósk Laxdal í sínum nýjasta pistli en hún skrifaði lokaritgerð um bresku konungsfjölskylduna:

View this post on Instagram

The Duke and Duchess of Cambridge with Members of @TheRoyalFamily. This photograph was taken by Matt Holyoak in the Morning Room at Clarence House, following Prince Louis's baptism in the Chapel Royal, St. James’s Palace.

A post shared by Kensington Palace (@kensingtonroyal) on Jul 15, 2018 at 2:30pm PDT

Skírn Archie mun vera frekar lítil og fara fram í kapellu í Windsor kastala þar sem um 25 gestir munu vera viðstaddir. Hertogahjónin af Cambrigde, Katrín og Vilhjálmur munu vera viðstödd, ásamt Karli Bretaprins og Kamillu, og móður Meghan, Doria Ragland. Elísabet drottning mun ekki mæta en ástæðan mun vera sú að hún sé með annað planað. Elísabet var ekki viðstödd skírn Lúðvíks prins í fyrra, yngsta sonar Vilhjálms og Katrínu, af sömu ástæðu.
Í tilkynningunni í gær kemur fram að hertogahjónin séu spennt fyrir því að deila myndum frá viðburðinum sem verða teknar af ljósmyndaranum Chris Allerton, sem tók brúðkaupsmyndirnar fyrir Harry og Meghan. Munu því Harry og Meghan hafa fulla stjórn á hvaða myndir verða notaðar í fjölmiðlum. Fjölmiðlar munu ekki hafa neinn aðgang að viðburðinum, en vani er fyrir því að hægt sé að mynda gesti koma og fara frá skírnum. Þegar Karlotta prinsessa var skírð var almenningi einnig leyft að fylgjast með gestum koma og fara.

Það sem er áhugaverðast við tilkynninguna er að það verður ekki gefið upp hverjir eru guðforeldrar Archie. Stendur í tilkynningunni að það sé gert eftir óskum þeirra sem eru að taka að sér guðforeldrahlutverkið. Bresk konungleg börn fá oftast 5-7 guðforeldra og er ávallt gefið út hverjir það eru en það eru oft nánir vinir foreldranna. Í þessu tilviki má áætla að einhverjir guðforeldranna séu einhverjir af stjörnuvinum Meghan, sem þau vilja halda leyndu. Af hverju samt er spurningin. Sérstaklega þar sem hverjir eru guðforeldrar mun vera skráð á skírnarvottorð Archie, sem mun verða hluti af opinberum skjölum sem fjölmiðlar og almenningur getur seinna nálgast. Verður ekki langt þar til það verður ljóst um hverja er að ræða. Að koma með tilkynningu um að það verði ekki tilkynnt hverjir eru guðforeldrar er því frekar undarlegt.

Þetta er eitt af mörgu sem Harry og Meghan eru að gera öðruvísi sem er að fara illa ofan í fjölmiðla. Á Twitter hefur umræða komið upp að þessi tilkynning þeirra sé að búa til meiri vandræði fyrir þau en ef að þau myndu gefa út hverjir guðforeldrarnir eru. Þau eru í raun að fá fjölmiðla frekar upp á móti sér. Enda eru þetta upplýsingar sem munu aðeins vera leyndar í nokkra daga og er bara verið að gera fjölmiðlum erfiðara fyrir. Vilja fjölmiðlar í Bretlandi meina að Harry og Meghan séu að neita almenningi um rétt þeirra til að fylgjast með konungsfjölskyldunni, en Harry og Meghan er á því að þau séu að vernda barn sitt.

Þessi togstreita er erfið, en konungsfjölskyldan hefur oft átt í erfiðu sambandi við fjölmiðla. Harry og Meghan hafa að sjálfsögðu fullan rétt á að halda lífi Archie frá almenningi, enda ber hann engan konunglegan titil og hefur því engar konunglegar skyldur. Nafnið hans gefur skýrt til kynna að þau vilja að hann muni lifa sem eðlilegur breskur borgari og að hann muni geta valið hvað hann vilji gera í framtíðinni. Þó mun drengurinn fá titilinn prins þegar Karl verður konungur, sem barnabarn konungsins, nema að hann sjálfur eða foreldrar hans óski eftir öðru. 

Harry og Meghan hafa eflaust góðar ástæður fyrir sínum ákvörðunum, en það er leiðinlegt að sjá svona neikvætt umtal varðandi gleðiviðburð eins og skírn, og er erfitt að hunsa þá staðreynd að það hefði verið auðvelt að forðast þetta umtal með því að gefa bara út hverjir guðforeldrarnir eru. Þrátt fyrir umtalið mun þetta eflaust verða gleðidagur fyrir fjölskylduna og við munum fá að sjá flottar myndir af þeim Harry, Meghan og Archie. Vonandi koma myndir með fleiri fjölskyldumeðlimum, jafnvel af Cambridge-krökkunum og Archie saman.

View this post on Instagram

Today The Duke and Duchess of Sussex are delighted to share their first public moment as a family. They are so incredibly grateful for the warm wishes and support they’ve received from everyone around the world, since welcoming their son two days ago. Photo cred: Chris Allerton ©️SussexRoyal

A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on May 8, 2019 at 6:34am PDT

mbl.is

Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

18:00 Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Meira »

Hressasta kona landsins bauð í partý

14:00 Partýdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir sem búsett er í LA hélt partý á staðnum 10 sopum um síðustu helgi. Margt hresst fólk var saman komið enda aldrei lognmolla í kringum Dröfn eða DD Unit eins og hún er stundum kölluð. Meira »

Höll Víðishjóna föl fyrir 165 milljónir

09:45 Við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi stendur einstakt 254,7 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 165 milljónir sem gerir húsið eitt af dýrari einbýlishúsum á fasteignamarkaðnum í dag. Meira »

Athyglisbrestur: Hvað er hægt að gera?

05:00 ADD, hver eru næstu skref og hvað er hægt að gera sjálfur? Þessum spurningum reynir Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi, að svara í sínum nýjasta pistli. Meira »

8 leiðir til að gera kynlífið í sumar betra

Í gær, 22:29 Flest pör stunda betra og meira kynlíf í fríinu. Svona ferðu að því að gera kynlífið í sumarfríinu enn betra.   Meira »

Álagið á okkar ferðatöskur miklu meira

í gær María Maríusdóttir hefur áratuga reynslu af sölu á ferðatöskum. Hún er eigandi verslunarinnar Drangey og segir að Íslendingar séu um margt ólíkir öðrum þjóðum þegar kemur að ferðalögum. Hún segir ferðatöskur segja mikið til um ferðalanginn. Meira »

Tennisdrottning undir japönskum áhrifum

í gær Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova á einstaklega fallegt hús í Kaliforníu. Einfaldur stíll ræður ríkjum á heimavelli Sharapovu. Meira »

Mamma mikil tískufyrirmynd

í gær Arkitektaneminn Aþena Aradóttir er með fallegan og klassískan fatastíl eins og kom í ljós þegar Smartland fékk að kíkja í fataskápinn hennar. Aþena starfar sem flugfreyja á sumrin en mun hefja nám á lokaári í arkitektúr í Listaháskóla Íslands í haust. Meira »

Fáðu mjaðmir eins og Halle Berry

í gær Leikkonan Halle Berry er dugleg í ræktinni en hún gleymir ekki að teygja á.   Meira »

Hvernig er kynlíf í hjónabandi?

í fyrradag Ekkert hjónaband er eins og því er ekkert kynlíf eins. Fólk á þó oft meira sameiginlegt en það telur sig eiga.  Meira »

Sokkaráð sem breytir lífi þínu

17.7. Það getur verið pirrandi að vera búinn að velja skó en finna svo ekki réttu sokkana til að vera í innanundir. Þetta ráð útrýmir þeim höfuðverk. Meira »

Hönnun Rutar Kára breytir öllu

17.7. Einn eft­ir­sótt­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, á heiður­inn af inn­rétt­ing­um í þessari fimm herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Meira »

Þetta gerir Gabrielle Union í ræktinni

17.7. Leikkonan og Americas Got Talent dómarinn Gabrielle Union heldur sér í formi með þessum æfingum.  Meira »

Við ætlum að verða gömul hérna

17.7. Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og tísku.  Meira »

Lótus-stellingin: fyrir þá sem vilja mikla nánd

16.7. Ef þú ert búinn að fara í nokkra jógatíma upp á síðkastið ættirðu að prófa lótus-stellinguna með maka þínum.   Meira »

Ræktarráð frá stjörnuþjálfurum

16.7. Stjörnuþjálfararnir vita hvað þeir syngja hvað varðar ræktina. Hver og einn þjálfari hefur þó mismunandi áherslur og ekki er víst að öll ráð henti einum. Meira »

Flest pör kynnast á netinu

16.7. Í fyrsta skipti kynnast flest pör í gegnum netið. Færri kynnast í gegnum sameignlega vini eða fjölskyldu.  Meira »

Þessar eru ekki lengur á lausu

16.7. Það hefur greinilega borgað sig fyrir þessar íslensku konur að vera á lista Smartlands yfir eftirsóknarverðustu einhleypu konur landsins í gegnum árin, því margar hverjar eru þær komnar í samband. Meira »

Svona færðu kraftmeira og stærra hár

16.7. Að vera með stórt og mikið hár er oft eftirsóknarvert hjá kvenpeningnum. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands á það til að vera í veseni með hárið á sér en eftir að Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro fór mjúkum höndum um hár hennar varð hún eins og konungborin. Ekki veitir af þar sem Lilja Ósk er nýlega komin í lausagang eins og frægt er orðið. Meira »

Kúrkoddinn sem bjargar samböndum

15.7. Það er notalegt að liggja á hliðinni upp við hlið maka síns og „spúna“ eins og það er stundum kallað. Ekki eru allir sem endast lengi í stellingunni eða hvað þá sofa heila nótt þannig enda getur stellingin reynst óþægileg. Meira »

10 ráð til að vernda heilsuna

15.7. „Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina,“ skrifar Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli. Meira »