Brúðkaup Maríu Ellingsen og Christophers

María Ellingsen og Christopher Lund gengu í hjónaband í Færeyjum.
María Ellingsen og Christopher Lund gengu í hjónaband í Færeyjum.

Leikkonan María Ellingsen og ljósmyndarinn Christopher Lund gengu í hjónaband í Færeyjum um þarsíðustu helgi. Færeyjar eru í miklu uppáhaldi hjá bæði Chris, eins og hann er kallaður, og Maríu en hún á ættir að rekja þangað en mamma hennar Ásbjörg er frá Vági í Suðurey. Hún hefur því komið þangað síðan hún var barn, á mikið af ættingjum þar og talar færeysku reiprennandi. Chris hefur ferðast mikið um Færeyjar sem ljósmyndari og dvalið þar í fríum með Maríu. Það var í einni slíkri ferð sem hann bað hennar á bryggjunni í gamla bænum BÖ þar sem brúðkaupið var haldið.

Brúðkaup Maríu og Chis var ekkert venjulegt brúðkaup því það stóð yfir í þrjá daga að færeyskum sið. Flestir gestanna komu snemma til að fá tækifæri til að skoða þetta merkilega land. Færeyskir ættingjar voru meðal gesta en aðrir komu frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Austurríki og Ameríku. Þótt Færeyjar séu frekar þekkt fyrir þoku, rok og rigningu þá brá svo við að það var logn og sól flesta dagana.

Chris og María bjuggu í þorpinu allan tímann ásamt börnum sínum. Á föstudagseftirmiðdegi komu gestirnir í þorpið og brettu margir upp ermar við að undirbúa veisluna, reisa tjald og útbúa göngustíg niður í fjöru. Maja í Blómahönnun hafði yfirumsjón með skreytingum fyrir gömlu kirkjuna og að útbúa blómakransa en Dhvani mágkona Maríu ásamt fleirum sá um að þeir sem vildu frekar grænmetismat fengju eitthvað gómsætt. Æskuvinir Chris kveiktu varðeld þegar líða tók á kvöldið og grilluðu pylsur og gestir fengu tækifæri til að kynnast.

Svo var það brúðkaupsdagurinn sjálfur. Chris byrjaði daginn á að fara í sjósund á meðan Svavar Örn greiddi Maríu fyrir brúðkaupið. Kristín dóttir Maríu farðaði mömmu sína fyrir brúðkaupið.

„Þetta var rólegur morgun og enginn þurfti að fara neitt enda kirkjan öðru megin við húsið og veislusalurinn hinumegin,“ segir María þegar hún er spurð út í brúðkaupsdaginn.

Hún klæddist hvítri útgáfu af Færeyska þjóðbúningum úr ull og silki sem Rutt Hansen frá Fuglafirði útbjó ásamt Ester dóttur sinni sem er fjölskylduvinur frá því hún dvaldist hjá Maríu sem au-pair. Slörið var saumað hjá Eðalklæðum. Chris klæddist skoskum Walker–Slater ullarjakkafötum frá Kormáki og Skildi. En margir gestanna klæddust einmitt þjóðbúningum eða ullarfatnaði. En giftingahringana smíðaði Erling Jóhannsson gullsmiður og leikari. 

„Tróndur hringjari bæjarins hringdi svo til messu klukkan fjögur og var hvert sæti í kirkjunni setið. Presturinn var Axel Njarðvík sem er vinur okkar í gegnum náttúruvernd.“

Athöfnin hófst á því að Kristín dóttir Maríu gekk inn kirkjugólfið og lék lagið, Blátt lítið blóm eitt er, á fiðlu. Magnea Árnadóttir tók svo undir á þverflautu og Ellen Freydís Martin söng. Auk þeirra söng færeyska kvennasveitin KATA og forsöngvari þeirra Gudrid Hansdóttir söng lag sitt Morgun í Mars en það var Eivör Pálsdóttir sem skipulagði tónlistina. Að vígslu lokinni héldu svaramenn þeirra, Hrefna Ólafsdóttir og Felix Gylfason, ræður sínar og svo leiddi KATA kirkjugesti út og niður á strönd þar sem harmonikkuleikari sat á steini í sólinni og spilaði vals undir fyrsta dansi brúðhjónanna.

Þá leiddi Jóni Jónsdóttir úr Gjörningaklúbbnum ástargjörning með yfirskriftinni Ástin sigrar allt og kórinn Gómagott sem var stofnaður sérstaklega af vinahópnum fyrir þetta tilefni söng „Hjá lygnri móðu““ eftir Halldór Laxness. Og þannig hófst veislan sem flæddi milli gamla Pakkhússins, Brúðarhússins, tjaldsins og bryggjunnar. Matinn framreiddi einn þekktasti matreiðslumaður Færeyja, Leifur Sörenssen sem stofnaði KOKS. Umsjón með veislunni höfðu Anne Sophie og Helga sem reka Pakkhúsið. Kökurnar voru heimabakaðar af frændfólki og vinum og undir miðnætti var fiskisúpa borin fram sem náttabiti.  Svo var sungið og dansað fram á nótt.

Á sunnudeginum var gestum boðið í siglingu út í eyjuna Tindhólm sem blasir við frá BÖ og fáir hafa tækifæri til að heimsækja. Þar var farið í skoðunarferð undir tryggri leiðsögn heimamanna og síðan buðu ættmenni Maríu uppá færeyskan mat þurrkaða grind, spik og skerpikjöt og dansaður var Færeyskur dans.

„Það sem stendur uppúr eru þessir ógleymanlegu, fallegu og dýrmætu dagar þar sem við vorum umvafinn börnunum okkar, fjölskyldu og vinum sem komu alla þessa leið til að gleðjast með okkur og Færeyjarnar okkar sem skörtuðu sínu fegursta,“ segja hjónin María og Chris sæl og glöð.

mbl.is

Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

18:00 Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Meira »

Hressasta kona landsins bauð í partý

14:00 Partýdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir sem búsett er í LA hélt partý á staðnum 10 sopum um síðustu helgi. Margt hresst fólk var saman komið enda aldrei lognmolla í kringum Dröfn eða DD Unit eins og hún er stundum kölluð. Meira »

Höll Víðishjóna föl fyrir 165 milljónir

09:45 Við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi stendur einstakt 254,7 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 165 milljónir sem gerir húsið eitt af dýrari einbýlishúsum á fasteignamarkaðnum í dag. Meira »

Athyglisbrestur: Hvað er hægt að gera?

05:00 ADD, hver eru næstu skref og hvað er hægt að gera sjálfur? Þessum spurningum reynir Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi, að svara í sínum nýjasta pistli. Meira »

8 leiðir til að gera kynlífið í sumar betra

Í gær, 22:29 Flest pör stunda betra og meira kynlíf í fríinu. Svona ferðu að því að gera kynlífið í sumarfríinu enn betra.   Meira »

Álagið á okkar ferðatöskur miklu meira

í gær María Maríusdóttir hefur áratuga reynslu af sölu á ferðatöskum. Hún er eigandi verslunarinnar Drangey og segir að Íslendingar séu um margt ólíkir öðrum þjóðum þegar kemur að ferðalögum. Hún segir ferðatöskur segja mikið til um ferðalanginn. Meira »

Tennisdrottning undir japönskum áhrifum

í gær Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova á einstaklega fallegt hús í Kaliforníu. Einfaldur stíll ræður ríkjum á heimavelli Sharapovu. Meira »

Mamma mikil tískufyrirmynd

í gær Arkitektaneminn Aþena Aradóttir er með fallegan og klassískan fatastíl eins og kom í ljós þegar Smartland fékk að kíkja í fataskápinn hennar. Aþena starfar sem flugfreyja á sumrin en mun hefja nám á lokaári í arkitektúr í Listaháskóla Íslands í haust. Meira »

Fáðu mjaðmir eins og Halle Berry

í gær Leikkonan Halle Berry er dugleg í ræktinni en hún gleymir ekki að teygja á.   Meira »

Hvernig er kynlíf í hjónabandi?

í fyrradag Ekkert hjónaband er eins og því er ekkert kynlíf eins. Fólk á þó oft meira sameiginlegt en það telur sig eiga.  Meira »

Sokkaráð sem breytir lífi þínu

17.7. Það getur verið pirrandi að vera búinn að velja skó en finna svo ekki réttu sokkana til að vera í innanundir. Þetta ráð útrýmir þeim höfuðverk. Meira »

Hönnun Rutar Kára breytir öllu

17.7. Einn eft­ir­sótt­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, á heiður­inn af inn­rétt­ing­um í þessari fimm herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Meira »

Þetta gerir Gabrielle Union í ræktinni

17.7. Leikkonan og Americas Got Talent dómarinn Gabrielle Union heldur sér í formi með þessum æfingum.  Meira »

Við ætlum að verða gömul hérna

17.7. Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og tísku.  Meira »

Lótus-stellingin: fyrir þá sem vilja mikla nánd

16.7. Ef þú ert búinn að fara í nokkra jógatíma upp á síðkastið ættirðu að prófa lótus-stellinguna með maka þínum.   Meira »

Ræktarráð frá stjörnuþjálfurum

16.7. Stjörnuþjálfararnir vita hvað þeir syngja hvað varðar ræktina. Hver og einn þjálfari hefur þó mismunandi áherslur og ekki er víst að öll ráð henti einum. Meira »

Flest pör kynnast á netinu

16.7. Í fyrsta skipti kynnast flest pör í gegnum netið. Færri kynnast í gegnum sameignlega vini eða fjölskyldu.  Meira »

Þessar eru ekki lengur á lausu

16.7. Það hefur greinilega borgað sig fyrir þessar íslensku konur að vera á lista Smartlands yfir eftirsóknarverðustu einhleypu konur landsins í gegnum árin, því margar hverjar eru þær komnar í samband. Meira »

Svona færðu kraftmeira og stærra hár

16.7. Að vera með stórt og mikið hár er oft eftirsóknarvert hjá kvenpeningnum. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands á það til að vera í veseni með hárið á sér en eftir að Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro fór mjúkum höndum um hár hennar varð hún eins og konungborin. Ekki veitir af þar sem Lilja Ósk er nýlega komin í lausagang eins og frægt er orðið. Meira »

Kúrkoddinn sem bjargar samböndum

15.7. Það er notalegt að liggja á hliðinni upp við hlið maka síns og „spúna“ eins og það er stundum kallað. Ekki eru allir sem endast lengi í stellingunni eða hvað þá sofa heila nótt þannig enda getur stellingin reynst óþægileg. Meira »

10 ráð til að vernda heilsuna

15.7. „Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina,“ skrifar Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli. Meira »