Gifta sig aftur berfætt

Jamie og Jools Oliver hafa verið gift í 19 ár.
Jamie og Jools Oliver hafa verið gift í 19 ár.

Stjörnukokkurinn Jamie Oliver og eiginkona hans til 19 ára, Jools, ætla að gifta sig aftur næsta sumar.

Þau segja að þau vilji að brúðkaup númer tvö endurspegli betur hver þau eru og hvernig líf þeirra er. Fyrsta brúðkaupið var í hefðbundnum breskum stíl, en núna vilja þau gifta sig berfætt utandyra og halda gott partý. 

Á brúðkaupsdaginn fyrir 19 árum.
Á brúðkaupsdaginn fyrir 19 árum. skjáskot/Instagram

Jamie og Jools eiga fimm börn, þau Poppy 17 ára, Daisy 16 ára, Petal 10 ára, Buddy 8 ára og River 2 ára. Jools langar að eignast eitt barn í viðbót en segir að Jamie finnist barnahópurinn þeirra nógu stór. 

Jamie og Jools Oliver með þrjú af börnum sínum.
Jamie og Jools Oliver með þrjú af börnum sínum. skjáskot/Instagram
mbl.is