Eftirsóknarverðustu einhleypu menn landsins

Sumarið er tíminn til að finna ástina og þá er ágætt að vita hverjir eru áhugaverðustu einhleypu menn Íslands. Eins og sést á listanum eru ansi margir góðir menn í lausagangi.

Árni Hauksson fjárfestir

Árni hefur verið áberandi í þjóðlífinu en hann var kvæntur Ingu Lind Karlsdóttur fjölmiðlakonu og framleiðanda en þau fóru í sitthvora áttina í byrjun þessa árs. Árni rekur fjárfestingafélagið Vogabakka en nýlega keypti Árni hlut í Kjarnanum ásamt Hallbirni Karlssyni. 

Árni Hauksson fjárfestir.
Árni Hauksson fjárfestir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunnar Hansson leikari og útvarpsstjarna

Gunnar er einna þekktastur fyrir karakter sinn, Frímann Gunnarsson, sem er mikið snyrtimenni og sérvitringur. Gunnar sjálfur er menntaður leikari og hefur leikið í fjölda bíómynda og sjónvarpsþátta en nú geta hlustendur Rásar 1 notið þess að hlusta á hann. 

Gunnar Hansson.
Gunnar Hansson. Styrmir Kári

Greipur Gíslason verkefnastjóri

Greipur er maður menningarinnar enda hefur hann haft það að atvinnu að skipuleggja menningarviðburði og hanna atburðarrásir. Greipur er mikill smekkmaður sem kann að njóta lífsins. 

Haraldur Örn Ólafsson lögfræðingur

Haraldur Örn er maður fjallanna enda búinn að hafa brennandi áhuga á útivist síðan hann var unglingur. Hann er stofnandi Fjallafélagsins ehf en hann er kannski þekktastur fyrir ferð sína á Norðurpólinn en um þess lífsreynslu skrifaði hann um í bókinni Einn á ísnum. Hann hefur síðan þá haldið í aðra leiðangra eins og á Mt. Everest, Suðurpólinn, Mt Blanc og Kilimanjaro. Haraldur Örn er hreystið uppmálað. 

Haraldur Örn Ólafsson lögfræðingur.
Haraldur Örn Ólafsson lögfræðingur.

Björgvin Karl Guðmundsson Cross-fit kappi

Björgvin Karl er einn fremsti íþróttamaður okkar Íslendinga í dag. Hann er 27 ára og búsettur í Hveragerði en ferðast mikið til þess að keppa á Cross-fit-mótum víða um heim. Björgvin Karl hefur þrisvar sinnum keppt á heimsleikunum í Cross-fit og hefur öðlast keppnisrétt í fjórða sinn. 

Björgvin Karl Guðmundsson er þaulvanur stórmótum en keppir nú í ...
Björgvin Karl Guðmundsson er þaulvanur stórmótum en keppir nú í fyrsta sinn á slíku á Íslandi.

Pétur Þór Halldórsson eigandi S4S

Pétur Þór rekur verslanirnar Steinar Waage, Kaupfélagið og skor.is svo einhverjar verslanir séu nefndar. Hann er mikill ævintýramaður sem hefur gaman að útivist af öllu tagi hvort sem um sæketti, fjallgöngur eða almenn ferðalög sé að ræða. 

Pétur Þór Halldórsson.
Pétur Þór Halldórsson.

Magnús Leifsson leikstjóri 

Magnús er einn vinsælasti leikstjóri landsins en hann hefur leikstýrt fjölmörgum myndböndum upp á síðkastið með íslenskum röppurum. Einnig hefur hann leikstýrt fjölda auglýsinga. Magnús þykir skemmtilegur og hugmyndaríkur. 

Magnús Leifsson.
Magnús Leifsson.

Davíð Þorláksson lögfræðingur 

Davíð for­stöðumaður sam­keppn­is­hæfnisviðs Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og lögfræðingur þykir ákaflega skemmtilegur og mikill húmoristi. Hann er vinamargur og kann að njóta lífsins. 

Davíð Þorláksson.
Davíð Þorláksson.

Heiðar Logi Elíasson brimbrettakappi og jógakennari

Heiðar Logi er eftirsóttur ævintýramaður. Hann kennir jóga á Deplum og svo er hann þekktur brimbrettakappi. Heiðar Logi iðar af ferskleika og lætur ekkert stoppa sig. 

Heiðar Logi Elíasson.
Heiðar Logi Elíasson. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Siggi Gunnars dagskrárstjóri K100 

Siggi er enginn venjulegur maður. Hann stofnaði sína fyrstu útvarpsstöð þegar hann var 12 ára og hefur síðan þá verið viðriðinn útvarpsgeirann. Hann iðar af lífi og fjöri og sér til þess að það sé skemmtilegt að vera nálægt honum. Hann vinnur kerfisbundið í því að hækka í gleðinni og er nú með þáttinn Sumarsíðdegi Sigga Gunnars sem er á dagskrá frá 14.00-18.00. 

Siggi Gunnars.
Siggi Gunnars.

Gunnar Þorsteinsson trúarfrömuður

Gunnar sem er oft er kenndur við Krossinn er einhleypur eftir að hann og Jónína Benediktsdóttir fóru í sitthvora áttina. Hann hefur síðustu ár verið búsettur í Hveragerði. Gunnar er á besta aldri og þykir einstakt ljúfmenni. 

Gunnar Þorsteinsson.
Gunnar Þorsteinsson.

Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður

Þjóðin elskar Friðrik Ómar eftir að hafa fengið að njóta tónlistar hans um árabil. Friðrik Ómar er á bullandi lausu eftir að hafa hætt með fyrri maka í fyrra. Hann er ekki bara sjarmerandi og skemmtilegur heldur býr hann einstaklega vel eins og áhorfendur Heimilislífs fengu að kynnast í vetur. 

Friðrik Ómar Hjörleifsson.
Friðrik Ómar Hjörleifsson. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is

Flest pör kynnast á netinu

15:00 Í fyrsta skipti kynnast flest pör í gegnum netið. Færri kynnast í gegnum sameignlega vini eða fjölskyldu.  Meira »

Þessar eru ekki lengur á lausu

09:00 Það hefur greinilega borgað sig fyrir þessar íslensku konur að vera á lista Smartlands yfir eftirsóknarverðustu einhleypu konur landsins í gegnum árin, því margar hverjar eru þær komnar í samband. Meira »

Svona færðu kraftmeira og stærra hár

05:00 Að vera með stórt og mikið hár er oft eftirsóknarvert hjá kvenpeningnum. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands á það til að vera í veseni með hárið á sér en eftir að Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro fór mjúkum höndum um hár hennar varð hún eins og konungborin. Ekki veitir af þar sem Lilja Ósk er nýlega komin í lausagang eins og frægt er orðið. Meira »

Kúrkoddinn sem bjargar samböndum

Í gær, 23:00 Það er notalegt að liggja á hliðinni upp við hlið maka síns og „spúna“ eins og það er stundum kallað. Ekki eru allir sem endast lengi í stellingunni eða hvað þá sofa heila nótt þannig enda getur stellingin reynst óþægileg. Meira »

10 ráð til að vernda heilsuna

Í gær, 20:00 „Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina,“ skrifar Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli. Meira »

Plástur með gimsteinum reddaði dressinu

í gær Busy Philipps hruflaði á sér hnéð skömmu fyrir viðburð en stílistinn hennar lét útbúa plástur með gimsteinum svo þær þyrftu ekki að velja nýtt dress. Meira »

Íslenska Kúlan í erlendu pressunni

í gær Bryndís Bolladóttir hönnuður hannaði Kúluna á árunum 2010-2012 en nú er hún farin að vekja heimsathygli. Á dögunum var fjallað um hana í tímaritinu An Interior. Bryndís segir að Kúlan sé ekki bara falleg heldur bæti hún hljóðvist á heimilum og á vinnustöðum. Meira »

Íslensku piparsveinarnir sem gengu út

í gær Það þarf enginn að skammast sín að vera á listanum yfir eftirsóknarverðustu piparsveina landsins, því meirihlutinn af þeim sem hafa verið á listum Smartlands síðustu ár eru gengnir út. Meira »

Algeng hönnunarmistök í stofunni

í gær Hvort sem stofan er lítil eða innistæðan á bankareikningnum lág þarf stofan ekki að líta út fyrir að vera ódýr.   Meira »

Kjóll með eigin Instagram

í fyrradag Þessi kjóll frá Zöru er svo vinsæll að hann er kominn með sinn eigin Instagram-reikning.  Meira »

Flestir fá það í trúboðanum

í fyrradag Stundum er einfaldasta leiðin besta leiðin og það virðist eiga við í svefnherberginu.   Meira »

Framhjáhaldsskandalar tortímdu pörunum

14.7. Beyoncé og Jay-Z eru kannski enn saman þrátt fyrir ótrúnað rapparans en það eru ekki öll sambönd í Hollywood sem standast álagið sem fylgir framhjáhaldi. Framhjáhöldin eru fjölmörg en sumir skandalar hafa verið stærri en aðrir. Meira »

Styrkir mæðgnasambandið að stússa í þessu

14.7. Mæðgurnar Elísabet Gerður Þorkelsdóttir og Ása Kristín Oddsdóttir hafa einstakan áhuga á garðyrkju, en sú síðarnefnda nam kúnstina af móður sinni sem kom henni á sporið í garðinum við fyrrverandi ættaróðal... Meira »

Ljómandi og frískleg húð í sumar

14.7. Björg Alfreðsdóttir, international makeup artist Yves Saint Laurent á Íslandi, er mjög hrifin af náttúrulegri og frísklegri húð yfir sumartímann. Meira »

Hvers vegna var Díana engin venjuleg prinsessa?

14.7. Díana prinsessa braut blað í sögunni þegar hún sagði tryggðarheitin í brúðkaupi sínu og Karls Bretaprins árið 1981.   Meira »

Var 130 kíló: Léttist á því að borða heima

14.7. Við útskrift úr háskóla var áhrifavaldurinn Meghan 130 kíló. Hún grenntist meðal annars með því að telja kaloríur en er í dag ekki hrifin af aðferðinni. Meira »

Notalegasta kynlífsstellingin

13.7. Sumar kynlífsstöður taka meira á en aðrar. Þessi stelling er fullkomin þegar þið nennið ekki miklum hamagangi í svefnherberginu. Meira »

„Barnsmóðir mín notar hörð efni“

13.7. „Ég er búinn að tilkynna þetta til barnaverndar í bæjarfélagi okkar en þeir virðast ekki geta gert neitt. Mér finnst eins og mæður fái betra viðmót með svona upplýsingar til féló heldur en feður. Alla vega er eitthvað gert strax í málunum þegar mæður tilkynna svona...“ Meira »

Gerir þú þessi mistök í þínu sambandi?

13.7. Fólk sem hefur verið í sambandi í langan tíma á það oft til að falla í sömu gildrurnar. Sama hversu einstök við teljum okkur vera þá má sjá mynstur hjá fólki í samböndum og iðulega koma upp sömu mistökin sem fólk gerir. Meira »

Hvenær á að æfa til að grennast hraðar?

13.7. Það er ekki óalgegnt að spyrja að þessu þegar markmiðið er að losa sig við nokkur kíló. Vísindafólk hefur rannsakað þetta og er svarið líklega ekki það sem flestir vonast eftir. Meira »

Hönnunarparadís í 104 Reykjavík

13.7. Við Sigluvog 11 stendur glæsilegt Sigvaldahús sem byggt var 1960. Falleg málverk og húsgögn prýða þetta einstaka hús.   Meira »