Sex ára afmælisprins styður England

Georg prins er sex ára.
Georg prins er sex ára. mbl.is/AFP PHOTO / KENSINGTON PALACE / DUCHESS OF CAMBRIDGE

„Prins Georg á afmæli í dag, en sem elsta barn Vilhjálms og Katrínar, hertogahjónanna af Cambridge, er hann þriðji í erfðaröðinni að bresku krúnunni,“ skrifar Guðný Ósk Lax­dal í sín­um nýjasta pistli en hún skrifaði meðal annars loka­rit­gerð um bresku kon­ungs­fjöl­skyld­una. 

Prins Georg er í dag 6 ára, og eins og konunglegar hefðir segja til um voru opinberar myndir af honum gefnar út í tilefni dagsins. Í ár voru gefnar út þrjár myndir af prinsinum en allar myndirnar voru teknar af móður hans, Katrínu, og eru því frekar persónulegar. Georg prins hefur virst feiminn við opinber tilefni undanfarin ár og er gaman að fá myndir af honum þar sem hann er augljóslega mjög ánægður í sínu umhverfi.

Tannlaus prins.
Tannlaus prins. mbl.is/AFP PHOTO / KENSINGTON PALACE / DUCHESS OF CAMBRIDGE

Ein myndin er af prinsinum í fjölskyldufríi og má því áætla að myndin sé mjög nýleg þar sem Cambridge-fjölskyldan er þessa dagana að hafa það gott í sumarfríi á einkaeyjunni Mustique í Karabíska hafinu. Þau munu síðan koma aftur til Bretlands í ágúst og verja tíma með fleirum úr konungsfjölskyldunni í Balmoral, einum kastala Elísabetar drottningar í Skotlandi.

Georg kátur í enska landsliðsbúningnum.
Georg kátur í enska landsliðsbúningnum. mbl.is/AFP PHOTO / KENSINGTON PALACE / DUCHESS OF CAMBRIDGE

Opinberar myndir konungsfjölskyldunnar eru enn þá vinsælar þó svo að til sé endalaust af myndum af henni, en opinberar myndir eru hugsaðar sem leið til að styrkja samband konungsfjölskyldunnar við almenning. Undanfarin ár hafa myndirnar af Cambridge-krökkunum verið teknar af móður þeirra og því persónulegri en ef þær væru teknar af opinberum konunglegum ljósmyndurum. Einnig eru þær í dag fyrst birtar á samfélagsmiðlum og fara því beint til almennings í staðinn fyrir að fara í gegnum fjölmiðla. Hins vegar eru afmælismyndir, líkt og nýju myndirnar af Georg, vanalega birtar kvöldið fyrir afmælisdaginn til að fjölmiðlar geti notað myndirnar á deginum sjálfum. Skemmtilegt er líka að sjá að allar afmælismyndir Cambridge-krakkanna í ár eru teknar úti í náttúrunni, en Lúðvík og Karlotta áttu afmæli í apríl og maí. Eitt af góðgerðarátökum Katrínar í ár er að hvetja fjölskyldur og krakka til að vera úti í náttúrunni. Má því segja að myndirnar séu liður í átaki konungsfjölskyldunnar í að vera fyrirmynd bresku þjóðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál