Fallegasta brúður í heimi?

Það þarf mikið til að hreyfa við Getty fjölskyldunni. Gigi …
Það þarf mikið til að hreyfa við Getty fjölskyldunni. Gigi Gorgeous gerði það svo sannarlega þegar hún gekk í heilagt hjónaband með Nats Getty nýverið.

Olíuerfinginn Nats Getty gekk í heilagt hjónaband með unnustu sinni Gigi Gorgeous nýverið. Getty-fjölskyldan ratar reglulega á síður fjölmiðla en það sem vakið hefur athygli við brúðkaupið eru viðbrögð Getty þegar hún sér tilvonandi eiginkonu sína ganga að altarinu. 

„Ég hef aldrei séð fallegri brúður. Ég missti andann,“ skrifar Getty á samfélagsmiðla. Þetta kemur fram á vefsvæði The New York Times. 

Getty og Gorgeous hafa verið par í yfir tvö ár og hafa nú innsiglað ástina í sumarbrúðkaupi eins og svo margir aðrir. Gorgeous hefur verið vinsæl á YouTube um langt skeið þar sem hún er talskona meðal annars transfólks víða um heiminn. Hún þykir einlæg og skemmtileg. 

Þeir sem venja sig á að horfa á einstaklinginn sem stendur við altarið urðu ekki fyrir vonbrigðum með viðbrögð Nats Getty í athöfninni. Einlægar tilfinningar og opið hjarta er alltaf fallegt þegar kemur að brúðkaupum.

View this post on Instagram

The moment we saw each other was priceless. I’ve never seen such a beautiful bride she took my breath away

A post shared by Nats Getty Gorgeous (@natsgetty) on Jul 20, 2019 at 2:21pm PDT

View this post on Instagram

7.12.19👰🏼

A post shared by GIGI GORGEOUS GETTY 👸🏼 (@gigigorgeous) on Jul 15, 2019 at 5:12pm PDT

View this post on Instagram

my person🤴🏼👰🏼

A post shared by GIGI GORGEOUS GETTY 👸🏼 (@gigigorgeous) on Jul 21, 2019 at 6:52pm PDT

View this post on Instagram

wife👰🏼

A post shared by GIGI GORGEOUS GETTY 👸🏼 (@gigigorgeous) on Jul 20, 2019 at 2:22pm PDT




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál