„Lærði að vera fyndin þegar mamma dó“

Awkwafina lærði að vera fyndin eftir að hún missti móður …
Awkwafina lærði að vera fyndin eftir að hún missti móður sína einungis fjögurra ára að aldri.

Leikkonan Awkwafina sem er þekkt fyrir hlutverk sín í Ocean´s 8 og Crazy Rich Asians svo dæmi séu tekin er ein ástsælasta gamanleikkonan um þessar mundir. Henni er margt til lista lagt þótt margir séu sammála því að góður húmor sé hennar sérgrein. 

Þegar hún var fjögurra ára vissi hún fyrst að hún vildi leggja gamanleik fyrir sig.

„Ég missti mömmu mína þegar ég var fjögurra ára og vildi þá fá fólk meira til að hlæja en að gráta. Þannig varði ég mig fyrir umhverfinu og sorginni sem ég var of ung til að takast á við.“

Awkwafina var einungis 6 ára að aldri þegar hún var farin að láta fólk veltast um af hlátri. Sjálf var hún ekki viss um hvað olli því. 

Hún segir margt áhugavert við það að vera skemmtikraftur. Margt sé jákvætt en það sé einnig áskorun að vera kona í þessari atvinnugrein.

Hún er alin upp hjá ömmu sinni og mjög náin henni. Hún segir verkefni lífsins og leiðir til að komast í gegnum þau oft verða til þess að fólk fái hæfni á hinum ýmsu sviðum.

mbl.is