Andrew prins býr til mikil vandræði

Andrew prins eða hertoginn af York á það til að …
Andrew prins eða hertoginn af York á það til að búa til mikil vandræði. mbl.is/AFP

Þessa daganna hefur mál Jeffrey Epstein haft afleiðingar fyrir bresku konungsfjölskylduna en Andrew prins hefur orðið fyrir mörgum ásökunum í málaferlum bandaríska fjárfestsins. Upp hafa komið myndbönd og vitni sem gefa til kynna að prinsinn hafi vitað um mansal og vændissölu Epsteins.

Buckinghamhöll hefur afneitað öllum ásökunum á hendur Andrew síðan málið kom fyrst upp, og á dögunum kom út yfirlýsing frá prinsinum sjálfum. Þar neitar hann allri vitneskju um mál Epstein og að hann hafi ekki haft neinn grunn um hvernig maður Epstein væri í raun. Yfirlýsingin er að mörgu leiti illa orðuð og gefur til kynna að hún hafi verið gefin út í miklum flýti, enda ásakanirnar á hendum prinsins að verða alvarlegri og alvarlegri.

Andrew prins er þriðja barn Elísabetar drottningar og hefur oft verið talið að hann sé uppáhalds barn hennar. Hann var giftur Söru Ferguson í 10 ár, en þau skildu árið 1996 og hefur samband þeirra mikið verið í fjölmiðlum, sérstaklega undanfarið þar sem þau virðast vera byrjuð aftur saman. En Elísabet drottning er núna í fríi í Balmoral kastala í Skotlandi og var Andrew með henni þar í nokkra daga og sást hún með honum opinberlega sem margir vilja meina að sé hennar leið til að sýna honum stuðning.

Konungsfjölskyldan er vernduð af lögunum en ekki er hægt að ákæra meðlimi hennar í einkamálum. Drottningin sjálf nýtur friðhelgi, enda eru öll sakamál ákærð í hennar nafni. Hinsvegar hljóma bresk lög einnig upp á það að ekki má handataka neinn í návist drottningarinnar, né innan hallar sem hún kallar heimili. Ef svo skildi að ásakanir á hendur Andrews prins yrðu alvarlegri gæti reynst erfitt fyrir lögregluna að ná tali af honum, yrði hann innan hallarveggja konungsfjölskyldunnar. Það er þó ólíklegt til að eiga sér stað þar sem prinsinn hefur gefið í skyn að hann sé tilbúinn til að tala við lögregluna ef þess sé óskað og ásakanirnar virðast ekki vera meira en bara ásakanir. Hvort sem ásakanirnar séu sannar eður ei, þá er erfitt að neita þeim sönnungargögnum sem koma fram og að Andrew hafi ekki einhvern tímann orðið vitni eða hitt fórnarlamb Epstein, hvort sem hann hafi verið meðvitaður um það eða ekki. Ásakanirnar á hendur Andrew hafa líka bitnað á dætrum hans, en yngri dóttir Andrews, Eugenie prinsessa kom af stað herferð í fyrra sem berst á móti mansali með því að vekja athygli á vandamálinu og fá fólk til að vera meðvitað um það. Hefur hún fengið mikla gagnrýni á Instagram aðgang sinn þar sem fólk setur inn athugasemdir um föður hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál