Elín Hirst og Friðrik hvort í sína áttina

Elín Hirst og Friðrik Friðriksson halda nú í sitthvora áttina.
Elín Hirst og Friðrik Friðriksson halda nú í sitthvora áttina.

Fyrrverandi fréttastjórinn og alþingismaðurinn Elín Hirst og eiginmaður hennar til 35 ára, Friðrik Friðriksson, hafa ákveðið að halda hvort í sína áttina. 

Friðrik og Elín hafa verið áberandi í þjóðlífinu. Hún sem fréttamaður, fréttastjóri og alþingismaður og nú síðast vakti hún mikla athygli fyrir þætti sína, Hvað höfum við gert, sem sýndir voru á RÚV síðasta vetur. 

Friðrik var lengi forstjóri Skjás Eins en er nú fjármálastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. 

Smartland óskar þeim góðs gengis á þessum gatnamótum lífsins. 

mbl.is