Eyþór Arnalds og Dagmar Una hvort í sína áttina

Eyþór Arnalds og Dagmar Una Ólafsdóttir í Þjóðleikhúsinu árið 2016. …
Eyþór Arnalds og Dagmar Una Ólafsdóttir í Þjóðleikhúsinu árið 2016. Þau eru nú farin í sitthvora áttina. mbl.is/Styrmir Kári

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir í nýju viðtal í Mannlífi að hann og Dagmar Una Ólafsdóttir séu skilin að borði og sæng. 

„Ég á fjögur börn á aldrinum tíu til átján ára og þau hafa alveg fengið að vera í friði,“ segir hann. „Ég vona að samfélagið virði einkalíf fólks og þá sérstaklega barna. Ég er mjög stoltur af börnunum mínum og finnst þeim ganga mjög vel í því sem þau eru að gera. Við konan mín erum skilin að borði og sæng þannig að þetta starf mitt hefur lítið bitnað á heimilislífinu. Það er sama hvert maður fer, það er alltaf einhver sem vill ræða málin við mann og maður verður að svara hverju sem er, hvenær sem er, hvar sem er,“ segir Eyþór í viðtalinu við Mannlíf. 

Eyþór og Dagmar hafa verið gift um árabil og eiga saman tvo drengi. Eyþór var áður kvæntur Móeiði Júníusdóttur tónlistarmanni og eiga þau tvö börn saman. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál