Logi Geirsson á lausu

Logi Geirsson og Ingibjörg eru hætt saman.
Logi Geirsson og Ingibjörg eru hætt saman. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Handboltastjarnan Logi Geirsson og körfuboltakonan Inbjörg Elva Vilbergsdóttir hafa ákveðið að halda hvort í sína áttina að því er fram kemur í DV í dag. Logi og Ingibjörg hafa verið saman í 10 ár og eiga börnin Vilberg og Júlíu saman. 

Logi var um tíma einn af okkar fremstu handboltamönnum og lék með landsliðinu um tíma. Hann starfar nú sem einkaþjálfari. Ingibjörg spilaði körfubolta með liði Njarðvíkur um árabil og vann meðal annars Íslandsmeistartilil með liðinu árið 2012. 

mbl.is