Dion ekki tilbúin til að fara á stefnumót

Celine Dion er ekki tilbúin til þess að hitta aðra …
Celine Dion er ekki tilbúin til þess að hitta aðra menn. mbl.is/AFP

Tónlistarkonan Celine Dion segist ekki enn vera tilbúin til þess að fara á stefnumót. Þrjú ár eru liðin síðan eiginmaður hennar René Angélil lést skyndilega úr hjartaáfalli. 

Dion var í viðtali við Today á dögunum þar sem hún opnaði sig um sorgarferlið. „Hann hringdi í mig fyrir tónleika og sendi mér skilaboðin „Ég elska þig“ og þegar ég kom það kvöld, það var mjög mjög seint, vildi ég ekki vekja hann með kossi ef hann gæti svo ekki sofnað aftur. Og svo morguninn eftir var hann farinn,“ sagði Dion í viðtalinu. 

Þrjú ár eru liðin síðan Rene Angelil féll frá.
Þrjú ár eru liðin síðan Rene Angelil féll frá. VALERY HACHE

Hún er ekki búin að eyða skilaboðunum og kíkir enn þann dag í dag stundum á þau. „Ég finn fyrir friði, því ég veit að hann þjáist ekki. Og ég veit það núna að hann gaf mér hugrekkið sem ég hef haft allt mitt líf,“ sagði söngkonan. 

Hennar fyrsta plata síðan eiginmaður hennar féll frá kemur út á dögunum og nefnist einmitt Courage eða Hugrekki. „Courage fjallar um þegar ég missti eiginmann minn og umboðsmann, þegar börnin mín misstu pabba sinn og að byrja þar og finna styrkinn til að halda áfram. Af því ég vildi það,“ sagði Dion.mbl.is